Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. febrúar 2025 15:29 Þorgerður Katrín flutti munnlega skýrslu um örggis- og varnarmál Íslands fyrir Alþingi fyrr í dag. Hún boðar stóraukir útgjöld til varnarmála og segir Ísland standa við bakið á Úkráinu. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði Íslendinga þurfa að gera meira til að styðja við Úkraínu. Breytt staða kalli á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Stjórnmálamenn ættu ekki að taka þátt í upplýsingaóreiðu um mikilvægar staðreyndir eða grafa undan sameinaðri Evrópu. Þetta sagði Þorgerður í munnlegri skýrslu sinni um öryggi og varnir Íslands á Alþingi upp úr 14 í dag. Þorgeður hóf ræðuna á að segja margt hafa borið til tíðinda á sviði alþjóðamála undanfarna daga sem gæti tilefni til umræðu um öryggismál Íslands. Þar vísaði hún bæði til funda á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og öryggisráðstefnunnar í München í síðustu viku og til vendinga síðustu daga sem varða viðræður um framtíð Úkraínu. Íslendingar leggi við hlustir Hún sagði Bandaríkin hafa verið eitt nánasta og traustasta samstarfsríki Íslands allt frá lýðveldisstofnun, hvort sem litið væri til varnarmála, viðskipta eða menningarlegra tengsla. „Okkar sameiginlegu varnarhagsmunir eru skýrir á Norður-Atlantshafi, þeir hafa ekki breyst og ef eitthvað er hefur vægi þeirra eingöngu aukist vegna umsvifa á norðurslóðum,“ sagði hún í skýrslunni. Þorgerður sagði að þegar svo náið samstarfsríki gæfi til kynna breyttar áherslur myndu Íslendingar að sjálfsöðu leggja vil hlustir. Ráðamenn Bandaríkjanna hefðu gefið bandalagsríkjum sínum í Evrópu skýr skilaboð um að þau verði nú sjálf að axla meginábyrgð á því að tryggja öryggi og varnir í álfunni með virkari þátttöku og auknum framlögum til varnarmála. Ráðamenn í Evrópu hefðu meðtekið þau skilaboð. „Við þurfum að gera meira“ „Frá allsherjarinnrás Rússa fyrir þremur árum hefur uppbygging varna hjá ríkjum Atlantshafsbandalagsins verið í algjörum forgangi ásamt því að styðja við varnarbaráttu Úkraínu,“ sagði Þorgerður í skýrslunni. Allt miði það að því að styrkja öryggi íbúa bandalagsríkja. Flest ríki myndu kjósa að verja fjármunum öðruvísi en mætu það þannig að það yrði þeimt dýrkeyptara ef þau gætu ekki tryggt eigið öryggi. „Þetta á líka við um okkur Íslendinga. Við höfum hækkað framlög okkar til varnarmála undanfarið. Við höfum stutt Úkraínu. En við þurfum að gera meira til að tryggja eigið öryggi og leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Við getum ekki skorast undan ábyrgð,“ sagði hún. Frá stofnun bandalagsins hafi sérstaða Íslands vegna herleysis verið ljós. Þrátt fyrir það hefði framlg landsins til sameiginlegra varna verið þýðingarmikið. Ísland veiti liðsafla bandalagsþjóða stuðning og tryggi að hér á landi séu tiltæk nauðsynleg geta, varnarmannvirki, kerfi og búnaður. „Í samræmi við versnandi öryggishorfur í álfunni höfum við eins og aðrir bandamenn aukið framlög okkar til öryggis- og varnarmála jafnt og þétt á síðustu árum,“ sagði hún. Svæðisbundnu varnarsamstarfi hafi vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum, sérstaklega norrænu varnasamstarfi. Norðurslóðir hafi fengið stóraukið vægi og með því samstarf bandalagsríkja á norðurslóðum um eftirlit og getu. „Fyrir Ísland er þetta allt mikilvæg viðbót við varnarsamstarfið við Bandaríkin og samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins. En við þurfum að gera meira,“ sagði hún. Kalli óhjákvæmilega á stóraukin framlög Nú blasi við að ríki Evrópusambandsins muni bregðast við breyttum aðstæðum með því að leggja enn frekari áherslu á öryggissamstarf innan vébanda þess. Hagsmunir Íslands séu nátengdir hagsmunum grannríkja innan ESB og því sé mikilvægt að halda áfram að styrkja samráð og samstarf við sambandið. „Og vert er að undirstrika að aukin samvinna meðal Evrópuríkja þarf ekki að þýða að varnartengslin við Bandaríkin dvíni, heldur er hún þvert á móti til þess fallin að auka sameiginlegt öryggi og styrkja þannig samstarfið enn frekar,“ sagði hún. Áfram verði unnið ötullega að því að efla öryggi og varnir Íslands í þéttu samstarfi við helstu bandalagsríki. „Það kallar óhjákvæmilega á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála, enda standa engin rök til þess að við getum skorast undan í þeim efnum, frekar en önnur bandalagsríki. Við þurfum að gera meira og Alþingi mun áfram þurfa að taka veigamiklar ákvarðanir um stuðning við Úkraínu og varnir Íslands líkt og aðrar vinaþjóðir okkar í Evrópu,“ sagði Þorgerður. „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Þrátt fyrir að skilaboð Bandaríkjamanna um að Evrópuríki þurfi að axla meginábyrgð á því að tryggja öryggi álfunnar sagði Þorgerður að yfirlýsingar nýrrar Bandaríkjastjórnar varðandi umleitanir um frið í Úkraínu hafi komið verulega á óvart. „Ríki Evrópu sem staðið hafa þétt að baki Úkraínu hafa talað einum rómi um að engar ákvarðanir sé hægt að taka um framtíð landsins án aðkomu Úkraínumanna sjálfra. Þetta hefur verið alveg skýrt í okkar málflutningi: Ekkert um Úkraínu án Úkraínu,“ sagði Þorgerður. Vólódímír Selenskí og Donald Trump hafa átt í orðaskaki undanfarið.AP/Julia Demaree Nikhinson Evrópuríki þyrftu eðli málsins samkvæmt líka að eiga sæti við borðið þegar semja ætti um málefni sem varða öryggishagsmuni álfunnar. „Það blasir við að án þátttöku Úkraínu og Evrópu verður ekki hægt að tryggja varanlegan og réttlátan frið,“ sagði hún. Þorgerður sagði þingmenn Alþingis hafi verið staðfasta í stuðningi við Úkraínu og nú væri mikilvægt að tala einni röddu um staðreyndir. Pútín bæri ábyrgð á stríðinu, Rússland væri árásaraðilinn, Úkraínuforseti væri lýðræðislega kjörinn þó kosningum landsins hefði verið frestað vegna stríðsins meðan Pútín væri það ekki. „Það er ábyrgðarhluti allra stjórnmálamanna hins lýðræðislega heims að taka ekki þátt í upplýsingaóreiðu um þessar mikilvægu staðreyndir,“ sagði Þorgerður. Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraínumenn beygðir í duftið Samkomulag um framtíðarskipan mála í Úkraínu þyrfti að vera á grundvelli alþjóðalaga og án óréttmætra kvaða á það ríki sem ráðist var á með ólögmætum hætti og að tilefnislausu. „Það er aldrei mikilvægara en á óvissutímum eins og við upplifum nú að standa með þeim grundvallargildum um virðingu við alþjóðalög, lýðræði, frelsi og mannréttindi sem við höfum sameinast um og verið málsvarar fyrir allt frá stofnun lýðveldisins,“ sagði hún. Ísland eigi að tala fyrir samstöðu og samstarfi lýðræðisríkja en ekki ýta undir úlfúð og sundurlyndi fyrir pólitíska stundarhagsmuni. Stjórnmálamenn bæru mikla ábyrgð og vonaðist hún eftir því að þingmenn kjörnir af þjóðinni gætu verið sammála um mikilvægi samstöðunnar. „Nú er ekki tíminn til að grafa undan sameinaðri Evrópu. Þá hættum við því að standa eftir ein á gríðarlega viðkvæmum tímapunkti. Þetta vil ég biðja þingheim að hafa í huga. Ég vil sömuleiðis ítreka það hér að við gleymum ekki sögunni. Leyfum ekki þeim sem halda á völdunum úti í heimi að endurskrifa hana sér í hag,“ sagði hún. Ísland myndi áfram sýna Úkraínu óskoraðan stuðning á grundvelli stefnu Alþingis sem var samþykkt á síðasta ári. Við sendum skýr skilaboð um að við stöndum með alþjóðalögum og rétti. „Ef hægt er að beygja Úkraínumenn í duftið þá verður rekinn fleinn í hjarta Evrópu. Friður án réttlætis á sér litla framtíð,“ sagði hún jafnframt. Friður ekki tryggður án öryggis og trúverðugra varna Að lokum sagði Þorgerður að ríkisstjórnin væri ekki feimin við að tala um öryggis- og varnarmál. Það hafi verið rætt við stjórnarmyndunarborðið og birtist skýrt í stjórnarsáttmálanum. Í vor myndi ríkisstjórnin leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál og í haust yrði stefnt að því að leggja fram stefnu í öryggis- og varnarmálum. „Slík stefna þarf að greina helstu áskoranir og hættur sem að okkur steðja til lengri og skemmri tíma. Hún þarf að draga fram helstu áherslur og markmið Ísland í fjölþjóðlegu varnarsamstarfi, hvar okkar hagsmunir liggja og hvernig við viljum vinna að þeim í samstarfi við aðra. Aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin eru hornsteinarnir, ásamt auknu samstarfi við okkar helstu grannríki,“ sagði hún. Síðast en ekki síst þyrfti að draga fram og varpa ljósi á nauðsynlegan varnarviðbúnað og getu sem þyrfti að vera til staðar á Íslandi. Verið væri að styrkja netöryggis- og netvarnarþáttinn með því að færa netöryggisteymi stjórnvalda CERT-IS inn í utanríkisráðuneytið „Við skulum svo ekki gleyma því að meginmarkmiðið er alltaf friður. En við tryggjum ekki frið án öryggis og trúverðugra varna,“ sagði Þorgerður að lokum. Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Alþingi Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Þetta sagði Þorgerður í munnlegri skýrslu sinni um öryggi og varnir Íslands á Alþingi upp úr 14 í dag. Þorgeður hóf ræðuna á að segja margt hafa borið til tíðinda á sviði alþjóðamála undanfarna daga sem gæti tilefni til umræðu um öryggismál Íslands. Þar vísaði hún bæði til funda á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og öryggisráðstefnunnar í München í síðustu viku og til vendinga síðustu daga sem varða viðræður um framtíð Úkraínu. Íslendingar leggi við hlustir Hún sagði Bandaríkin hafa verið eitt nánasta og traustasta samstarfsríki Íslands allt frá lýðveldisstofnun, hvort sem litið væri til varnarmála, viðskipta eða menningarlegra tengsla. „Okkar sameiginlegu varnarhagsmunir eru skýrir á Norður-Atlantshafi, þeir hafa ekki breyst og ef eitthvað er hefur vægi þeirra eingöngu aukist vegna umsvifa á norðurslóðum,“ sagði hún í skýrslunni. Þorgerður sagði að þegar svo náið samstarfsríki gæfi til kynna breyttar áherslur myndu Íslendingar að sjálfsöðu leggja vil hlustir. Ráðamenn Bandaríkjanna hefðu gefið bandalagsríkjum sínum í Evrópu skýr skilaboð um að þau verði nú sjálf að axla meginábyrgð á því að tryggja öryggi og varnir í álfunni með virkari þátttöku og auknum framlögum til varnarmála. Ráðamenn í Evrópu hefðu meðtekið þau skilaboð. „Við þurfum að gera meira“ „Frá allsherjarinnrás Rússa fyrir þremur árum hefur uppbygging varna hjá ríkjum Atlantshafsbandalagsins verið í algjörum forgangi ásamt því að styðja við varnarbaráttu Úkraínu,“ sagði Þorgerður í skýrslunni. Allt miði það að því að styrkja öryggi íbúa bandalagsríkja. Flest ríki myndu kjósa að verja fjármunum öðruvísi en mætu það þannig að það yrði þeimt dýrkeyptara ef þau gætu ekki tryggt eigið öryggi. „Þetta á líka við um okkur Íslendinga. Við höfum hækkað framlög okkar til varnarmála undanfarið. Við höfum stutt Úkraínu. En við þurfum að gera meira til að tryggja eigið öryggi og leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna. Við getum ekki skorast undan ábyrgð,“ sagði hún. Frá stofnun bandalagsins hafi sérstaða Íslands vegna herleysis verið ljós. Þrátt fyrir það hefði framlg landsins til sameiginlegra varna verið þýðingarmikið. Ísland veiti liðsafla bandalagsþjóða stuðning og tryggi að hér á landi séu tiltæk nauðsynleg geta, varnarmannvirki, kerfi og búnaður. „Í samræmi við versnandi öryggishorfur í álfunni höfum við eins og aðrir bandamenn aukið framlög okkar til öryggis- og varnarmála jafnt og þétt á síðustu árum,“ sagði hún. Svæðisbundnu varnarsamstarfi hafi vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum, sérstaklega norrænu varnasamstarfi. Norðurslóðir hafi fengið stóraukið vægi og með því samstarf bandalagsríkja á norðurslóðum um eftirlit og getu. „Fyrir Ísland er þetta allt mikilvæg viðbót við varnarsamstarfið við Bandaríkin og samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins. En við þurfum að gera meira,“ sagði hún. Kalli óhjákvæmilega á stóraukin framlög Nú blasi við að ríki Evrópusambandsins muni bregðast við breyttum aðstæðum með því að leggja enn frekari áherslu á öryggissamstarf innan vébanda þess. Hagsmunir Íslands séu nátengdir hagsmunum grannríkja innan ESB og því sé mikilvægt að halda áfram að styrkja samráð og samstarf við sambandið. „Og vert er að undirstrika að aukin samvinna meðal Evrópuríkja þarf ekki að þýða að varnartengslin við Bandaríkin dvíni, heldur er hún þvert á móti til þess fallin að auka sameiginlegt öryggi og styrkja þannig samstarfið enn frekar,“ sagði hún. Áfram verði unnið ötullega að því að efla öryggi og varnir Íslands í þéttu samstarfi við helstu bandalagsríki. „Það kallar óhjákvæmilega á stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála, enda standa engin rök til þess að við getum skorast undan í þeim efnum, frekar en önnur bandalagsríki. Við þurfum að gera meira og Alþingi mun áfram þurfa að taka veigamiklar ákvarðanir um stuðning við Úkraínu og varnir Íslands líkt og aðrar vinaþjóðir okkar í Evrópu,“ sagði Þorgerður. „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Þrátt fyrir að skilaboð Bandaríkjamanna um að Evrópuríki þurfi að axla meginábyrgð á því að tryggja öryggi álfunnar sagði Þorgerður að yfirlýsingar nýrrar Bandaríkjastjórnar varðandi umleitanir um frið í Úkraínu hafi komið verulega á óvart. „Ríki Evrópu sem staðið hafa þétt að baki Úkraínu hafa talað einum rómi um að engar ákvarðanir sé hægt að taka um framtíð landsins án aðkomu Úkraínumanna sjálfra. Þetta hefur verið alveg skýrt í okkar málflutningi: Ekkert um Úkraínu án Úkraínu,“ sagði Þorgerður. Vólódímír Selenskí og Donald Trump hafa átt í orðaskaki undanfarið.AP/Julia Demaree Nikhinson Evrópuríki þyrftu eðli málsins samkvæmt líka að eiga sæti við borðið þegar semja ætti um málefni sem varða öryggishagsmuni álfunnar. „Það blasir við að án þátttöku Úkraínu og Evrópu verður ekki hægt að tryggja varanlegan og réttlátan frið,“ sagði hún. Þorgerður sagði þingmenn Alþingis hafi verið staðfasta í stuðningi við Úkraínu og nú væri mikilvægt að tala einni röddu um staðreyndir. Pútín bæri ábyrgð á stríðinu, Rússland væri árásaraðilinn, Úkraínuforseti væri lýðræðislega kjörinn þó kosningum landsins hefði verið frestað vegna stríðsins meðan Pútín væri það ekki. „Það er ábyrgðarhluti allra stjórnmálamanna hins lýðræðislega heims að taka ekki þátt í upplýsingaóreiðu um þessar mikilvægu staðreyndir,“ sagði Þorgerður. Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraínumenn beygðir í duftið Samkomulag um framtíðarskipan mála í Úkraínu þyrfti að vera á grundvelli alþjóðalaga og án óréttmætra kvaða á það ríki sem ráðist var á með ólögmætum hætti og að tilefnislausu. „Það er aldrei mikilvægara en á óvissutímum eins og við upplifum nú að standa með þeim grundvallargildum um virðingu við alþjóðalög, lýðræði, frelsi og mannréttindi sem við höfum sameinast um og verið málsvarar fyrir allt frá stofnun lýðveldisins,“ sagði hún. Ísland eigi að tala fyrir samstöðu og samstarfi lýðræðisríkja en ekki ýta undir úlfúð og sundurlyndi fyrir pólitíska stundarhagsmuni. Stjórnmálamenn bæru mikla ábyrgð og vonaðist hún eftir því að þingmenn kjörnir af þjóðinni gætu verið sammála um mikilvægi samstöðunnar. „Nú er ekki tíminn til að grafa undan sameinaðri Evrópu. Þá hættum við því að standa eftir ein á gríðarlega viðkvæmum tímapunkti. Þetta vil ég biðja þingheim að hafa í huga. Ég vil sömuleiðis ítreka það hér að við gleymum ekki sögunni. Leyfum ekki þeim sem halda á völdunum úti í heimi að endurskrifa hana sér í hag,“ sagði hún. Ísland myndi áfram sýna Úkraínu óskoraðan stuðning á grundvelli stefnu Alþingis sem var samþykkt á síðasta ári. Við sendum skýr skilaboð um að við stöndum með alþjóðalögum og rétti. „Ef hægt er að beygja Úkraínumenn í duftið þá verður rekinn fleinn í hjarta Evrópu. Friður án réttlætis á sér litla framtíð,“ sagði hún jafnframt. Friður ekki tryggður án öryggis og trúverðugra varna Að lokum sagði Þorgerður að ríkisstjórnin væri ekki feimin við að tala um öryggis- og varnarmál. Það hafi verið rætt við stjórnarmyndunarborðið og birtist skýrt í stjórnarsáttmálanum. Í vor myndi ríkisstjórnin leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál og í haust yrði stefnt að því að leggja fram stefnu í öryggis- og varnarmálum. „Slík stefna þarf að greina helstu áskoranir og hættur sem að okkur steðja til lengri og skemmri tíma. Hún þarf að draga fram helstu áherslur og markmið Ísland í fjölþjóðlegu varnarsamstarfi, hvar okkar hagsmunir liggja og hvernig við viljum vinna að þeim í samstarfi við aðra. Aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin eru hornsteinarnir, ásamt auknu samstarfi við okkar helstu grannríki,“ sagði hún. Síðast en ekki síst þyrfti að draga fram og varpa ljósi á nauðsynlegan varnarviðbúnað og getu sem þyrfti að vera til staðar á Íslandi. Verið væri að styrkja netöryggis- og netvarnarþáttinn með því að færa netöryggisteymi stjórnvalda CERT-IS inn í utanríkisráðuneytið „Við skulum svo ekki gleyma því að meginmarkmiðið er alltaf friður. En við tryggjum ekki frið án öryggis og trúverðugra varna,“ sagði Þorgerður að lokum.
Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Alþingi Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira