Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2025 10:54 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Einar Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Play hefur lækkað um tæp sautján prósent það sem af er degi og hefur aldrei verið lægra. Í gær var greint frá því að félagið hefði verið athugunarmerkt af Kauphöllinni vegna ábendingar endurskoðenda um rekstrarhæfi félagsins. Morgunblaðið greindi frá því í gær að Kauphöllin hefði athugunarmerkt Play vegna athugasemda endurskoðenda ársreiknings félagsins fyrir síðasta ár. Í ábendingunni segir að í skýrslu stjórnar sé þess getið að þróist aðstæður á verri veg, sé ekki hægt að útiloka að félagið styrki fjárhaginn með útgáfu hlutafjár eða öðrum hætti. Athugunarmerkingu Kauphallar er ætlað að gera markaðnum viðvart um að uppi séu sérstakar aðstæður varðandi útgefanda hlutabréfa eða hlutabréf hans, sem fjárfestar ættu að gefa sérstakan gaum. Kauphöllin brást við Í morgun birti Kauphöllin svo leiðréttingu á fyrri athugunarmerkingu til þess að koma í veg fyrir misskilning. „Nasdaq á Íslandi vill árétta að ekkert mat á rekstrarhæfni félagsins felst í athugunarmerkingunni. Henni er heldur ætlað að vekja athygli á athugasemdum endurskoðanda í ársreikningi þess.“ Markaðurinn líka Svo virðist sem einhverjum hafi ekki litist á blikuna þegar þeir sáu fréttaflutning um athugunarmerkinguna. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 16,76 prósent og stendur nú í 0,77 krónum. Það er lægsta gengi bréfa félagsins frá upphafi. Föstudaginn 25. október síðastliðinn stóð gengið í 0,82 krónum. Gengið hefur hæst verið 29,2 krónur, þann 14. október árið 2021. Líkt og svo oft áður þegar miklar breytingar verða á gengi hlutabréfa Play er um örviðskipti að ræða. Heildarvelta með bréfin hefur aðeins verið fimm milljónir króna í dag, í 40 viðskiptum. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. 18. febrúar 2025 08:59 Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. 17. febrúar 2025 19:04 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í gær að Kauphöllin hefði athugunarmerkt Play vegna athugasemda endurskoðenda ársreiknings félagsins fyrir síðasta ár. Í ábendingunni segir að í skýrslu stjórnar sé þess getið að þróist aðstæður á verri veg, sé ekki hægt að útiloka að félagið styrki fjárhaginn með útgáfu hlutafjár eða öðrum hætti. Athugunarmerkingu Kauphallar er ætlað að gera markaðnum viðvart um að uppi séu sérstakar aðstæður varðandi útgefanda hlutabréfa eða hlutabréf hans, sem fjárfestar ættu að gefa sérstakan gaum. Kauphöllin brást við Í morgun birti Kauphöllin svo leiðréttingu á fyrri athugunarmerkingu til þess að koma í veg fyrir misskilning. „Nasdaq á Íslandi vill árétta að ekkert mat á rekstrarhæfni félagsins felst í athugunarmerkingunni. Henni er heldur ætlað að vekja athygli á athugasemdum endurskoðanda í ársreikningi þess.“ Markaðurinn líka Svo virðist sem einhverjum hafi ekki litist á blikuna þegar þeir sáu fréttaflutning um athugunarmerkinguna. Þegar þessi frétt er skrifuð hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 16,76 prósent og stendur nú í 0,77 krónum. Það er lægsta gengi bréfa félagsins frá upphafi. Föstudaginn 25. október síðastliðinn stóð gengið í 0,82 krónum. Gengið hefur hæst verið 29,2 krónur, þann 14. október árið 2021. Líkt og svo oft áður þegar miklar breytingar verða á gengi hlutabréfa Play er um örviðskipti að ræða. Heildarvelta með bréfin hefur aðeins verið fimm milljónir króna í dag, í 40 viðskiptum.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. 18. febrúar 2025 08:59 Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. 17. febrúar 2025 19:04 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira
Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. 18. febrúar 2025 08:59
Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. 17. febrúar 2025 19:04