Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2025 18:31 Það er óviðunandi ástand að vegakerfið á Íslandi sé að brotna undan eigin þunga. Sá augljósi skortur sem orðið hefur á viðhaldi og nýfjárfestingu í vegakerfi landsins leiðir af sér kostnað fyrir atvinnulíf og íbúa og tækifæri glatast til nýrrar verðmætasköpunar. Þá er ónefnt tjón samfélagsins vegna beinlínis hættulegra aðstæðna á vegum. Greiðar leiðir skapa verðmæti og skapa störf. Þær leiða bæði til gjaldeyrissköpunar og gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóðarbúið. Þær spara tíma, sameina atvinnu-, skóla- og menningarsvæði og færa fólk nær hvert öðru. Vegir landsins hafa gegnt lykilhlutverki í að fjölga stoðum atvinnulífs og fjölga íbúum um nær allt land. Vegaframkvæmdir skapa hagvöxt og skila sér í flestum tilfellum beint og óbeint fjárhagslega til baka. Skortur er heimatilbúinn vandi Skortur á fjármagni til viðhalds og uppbyggingar á þjóðhagslega mikilvægum innviðum er heimatilbúinn vandi og er til vitnis um flöskuháls í miðlun fjármagns til framfaramála fyrir þjóðarbúið. Ég mæli með nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi. Þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu áætluð 265-290 ma.kr. Á meðan er áætluð viðhaldsfjárfesting Vegagerðarinnar ár hvert um 13-17 ma.kr. Samtök iðnaðarins eru ekki bjartsýn á að unnið verði á viðhaldsskuldinni og metur framtíðarhorfur fyrir þjóðvegi landsins neikvæða. Það hljómar á skjön við stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar þar sem segir m.a. að hefja skuli kraftmiklar samgönguframkvæmdir um land allt og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært. Hagsmunir sjóðfélaga og samfélagsins fara saman Ég fæ ekki séð að það verði gert öðruvísi en með þátttöku íslenskra lífeyrissjóða. Það er eðlilegt enda er stærsta hagsmunamál sjóðfélaga lífeyrissjóðanna að íslenska hagkerfið haldi áfram að vaxa og störfum haldi áfram að fjölga, ekki síst í greinum sem skapa gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Það er forsenda þess að ekki þurfi að koma til hækkunar á lífeyrisaldri eða skerðing á réttindum í framtíðinni. Bróðurpartur sparnaðar landsmanna er bundinn í lífeyrissjóðum enda ráðstafa flestir launþegar að jafnaði hátt í 20% af launum sínum í lífeyrissparnað. Eignir íslenska lífeyriskerfisins voru um áramót 8.200 ma.kr. Ólíkt flestum lífeyriskerfum er það nánast fullfjármagnað og þarf því í framtíðinni að litlu leyti að reiða sig á framlag frá skattgreiðendum framtíðarinnar. Á hverju ári þarf kerfið að fjárfesta fyrir að jafnaði um í kringum 500 ma.kr. fyrir hreint innflæði og fjárstreymi af eignum. Það er tímabært að hluti þeirrar fjárfestingar verði í vegakerfi landsins. Sem fyrst þarf að skapa umgjörð slíkrar fjárfestingar en útfærsla getur verið með ýmsum hætti. Innviðir eru forsenda hagvaxtar Svo vitnað sé í Alþjóðabankann þá hafa lífeyriskerfi tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar að tryggja sjóðfélögum ávöxtun, og þar með tekjur við starfslok eða örorku, og hins vegar að stuðla að langtímasparnaði sem leiðir til fjárfestingar sem skapar og viðheldur hagvexti. Þessi tvö markmið haldast í hendur. Ef ekki er hagvöxtur þá verður engin raunávöxtun fyrir sjóðfélaga. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hér á landi þar sem litlum öðrum sparnaði er til að dreifa heldur en þeim sem er í vörslu lífeyrissjóða. Því er flest fjárfesting í landinu með beinum og óbeinum hætti háð þátttöku lífeyrissjóða. Næstum 40% af eignum íslenskra lífeyrissjóða eru erlend og hefur hlutfall erlendra eigna aukist jafnt og þétt síðustu ár. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar til að tryggja gjaldeyrisstöðuleika til langframa, og hins vegar er íslenskur fjármálamarkaður einfaldlega of lítill fyrir okkar stóra lífeyriskerfi. Að hluta til vegna þess að lífeyrissjóðir hafa hingað til sáralítið fjárfest þar sem þörfin er mest, í innviðum landsins. Á Íslandi búum við yfir ógrynni tækifæra til að skapa verðmæti, ný og fjölbreytt störf um land allt. Innviðir eru lykilforsenda hagvaxtar. Óvíða er tilefnið og tækifærið til innviðafjárfestingar stærra en í vegakerfinu. Það er brýnt að tryggja sem fyrst fjármögnun og fyrirkomulag verkefnisins þannig að við getum raunverulega hafist handa við að greiða inn á skuld samfélagsins við vegakerfið. Höfundur er sveitarstjóri í Borgarbyggð og starfaði þar á undan í rúmlega tvo áratugi á fjármálamarkaði t.d. við greiningu, eignastýringu og markaðsviðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Vegagerð Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óviðunandi ástand að vegakerfið á Íslandi sé að brotna undan eigin þunga. Sá augljósi skortur sem orðið hefur á viðhaldi og nýfjárfestingu í vegakerfi landsins leiðir af sér kostnað fyrir atvinnulíf og íbúa og tækifæri glatast til nýrrar verðmætasköpunar. Þá er ónefnt tjón samfélagsins vegna beinlínis hættulegra aðstæðna á vegum. Greiðar leiðir skapa verðmæti og skapa störf. Þær leiða bæði til gjaldeyrissköpunar og gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóðarbúið. Þær spara tíma, sameina atvinnu-, skóla- og menningarsvæði og færa fólk nær hvert öðru. Vegir landsins hafa gegnt lykilhlutverki í að fjölga stoðum atvinnulífs og fjölga íbúum um nær allt land. Vegaframkvæmdir skapa hagvöxt og skila sér í flestum tilfellum beint og óbeint fjárhagslega til baka. Skortur er heimatilbúinn vandi Skortur á fjármagni til viðhalds og uppbyggingar á þjóðhagslega mikilvægum innviðum er heimatilbúinn vandi og er til vitnis um flöskuháls í miðlun fjármagns til framfaramála fyrir þjóðarbúið. Ég mæli með nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi. Þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu áætluð 265-290 ma.kr. Á meðan er áætluð viðhaldsfjárfesting Vegagerðarinnar ár hvert um 13-17 ma.kr. Samtök iðnaðarins eru ekki bjartsýn á að unnið verði á viðhaldsskuldinni og metur framtíðarhorfur fyrir þjóðvegi landsins neikvæða. Það hljómar á skjön við stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar þar sem segir m.a. að hefja skuli kraftmiklar samgönguframkvæmdir um land allt og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært. Hagsmunir sjóðfélaga og samfélagsins fara saman Ég fæ ekki séð að það verði gert öðruvísi en með þátttöku íslenskra lífeyrissjóða. Það er eðlilegt enda er stærsta hagsmunamál sjóðfélaga lífeyrissjóðanna að íslenska hagkerfið haldi áfram að vaxa og störfum haldi áfram að fjölga, ekki síst í greinum sem skapa gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Það er forsenda þess að ekki þurfi að koma til hækkunar á lífeyrisaldri eða skerðing á réttindum í framtíðinni. Bróðurpartur sparnaðar landsmanna er bundinn í lífeyrissjóðum enda ráðstafa flestir launþegar að jafnaði hátt í 20% af launum sínum í lífeyrissparnað. Eignir íslenska lífeyriskerfisins voru um áramót 8.200 ma.kr. Ólíkt flestum lífeyriskerfum er það nánast fullfjármagnað og þarf því í framtíðinni að litlu leyti að reiða sig á framlag frá skattgreiðendum framtíðarinnar. Á hverju ári þarf kerfið að fjárfesta fyrir að jafnaði um í kringum 500 ma.kr. fyrir hreint innflæði og fjárstreymi af eignum. Það er tímabært að hluti þeirrar fjárfestingar verði í vegakerfi landsins. Sem fyrst þarf að skapa umgjörð slíkrar fjárfestingar en útfærsla getur verið með ýmsum hætti. Innviðir eru forsenda hagvaxtar Svo vitnað sé í Alþjóðabankann þá hafa lífeyriskerfi tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar að tryggja sjóðfélögum ávöxtun, og þar með tekjur við starfslok eða örorku, og hins vegar að stuðla að langtímasparnaði sem leiðir til fjárfestingar sem skapar og viðheldur hagvexti. Þessi tvö markmið haldast í hendur. Ef ekki er hagvöxtur þá verður engin raunávöxtun fyrir sjóðfélaga. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hér á landi þar sem litlum öðrum sparnaði er til að dreifa heldur en þeim sem er í vörslu lífeyrissjóða. Því er flest fjárfesting í landinu með beinum og óbeinum hætti háð þátttöku lífeyrissjóða. Næstum 40% af eignum íslenskra lífeyrissjóða eru erlend og hefur hlutfall erlendra eigna aukist jafnt og þétt síðustu ár. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar til að tryggja gjaldeyrisstöðuleika til langframa, og hins vegar er íslenskur fjármálamarkaður einfaldlega of lítill fyrir okkar stóra lífeyriskerfi. Að hluta til vegna þess að lífeyrissjóðir hafa hingað til sáralítið fjárfest þar sem þörfin er mest, í innviðum landsins. Á Íslandi búum við yfir ógrynni tækifæra til að skapa verðmæti, ný og fjölbreytt störf um land allt. Innviðir eru lykilforsenda hagvaxtar. Óvíða er tilefnið og tækifærið til innviðafjárfestingar stærra en í vegakerfinu. Það er brýnt að tryggja sem fyrst fjármögnun og fyrirkomulag verkefnisins þannig að við getum raunverulega hafist handa við að greiða inn á skuld samfélagsins við vegakerfið. Höfundur er sveitarstjóri í Borgarbyggð og starfaði þar á undan í rúmlega tvo áratugi á fjármálamarkaði t.d. við greiningu, eignastýringu og markaðsviðskipti.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar