Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2025 10:51 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, oftast kallaður Binni í Vinnslustöðinni. Egill Aðalsteinsson Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. Þetta kemur fram í grein á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar undir fyrirsögninni: „Ríki, sveitarfélög og launþegar urðu af 11,6 milljörðum vegna loðnubrests á síðasta ári.“ Þar segir að heildarfjárhæð greiddra launa hafi numið tæplega 5,3 milljörðum króna árið 2024 en voru tæplega 6,6 milljarðar króna árið 2023. Mismunur launagreiðslna sé því 1,3 milljarðar króna. Séð yfir Vestmannaeyjahöfn.Vísir/Egill „Þess ber að geta að laun starfsmanna í landi hækkuðu á síðasta ári í kjölfar kjarasamninga, sem þýðir í raun að munurinn er meiri. Ef litið er til skatta, það er að segja staðgreiðsluskatta og launatengdra gjalda, þá dragast skatttekjur ríkis og sveitarfélaga saman um 630 milljónir króna,“ segir í grein Vinnslustöðvarinnar. Og ennfremur: „Aflahlutdeild Vinnslustöðvarinnar í loðnu er 12,33%. Með einfaldri nálgun, og að þeirri forsendu gefinni að laun annarra uppsjávarfyrirtækja séu svipuð við veiðar og vinnslu loðnu, má segja að launþegar verði af tæplega 11 milljarða heildar launatekjum og ríki og sveitarfélög verði af liðlega 5 milljarða skatttekjum. Að teknu tilliti mótframlaga í lífeyrissjóði er heildartap ríkis, sveitarfélaga og launþegar um 11,6 milljarðar króna.“ Hafa má í huga að undanfarnar loðnuvertíðir hafa staðið yfir í vart meira en tvo mánuði og meginþunginn í einn mánuð. Huginn VE, eitt af skipum Vinnslustöðvarinnar, að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Í samtali við fréttastofu segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, að tölurnar sýni mikilvægi loðnuveiðanna fyrir þjóðarbúið í heild. „Þær eru ekki einkamál sjávarútvegsins heldur þjóðarinnar í heild,“ segir Binni, sem núna horfir fram á loðnubrest, annan veturinn í röð. „Það sem er augljósast af öllu er mikilvægi rannsókna á loðnustofninum. Það er lítið vitað um hvað er að gerast í hafinu. Nánast engar grunnrannsóknir eru stundaðar,“ segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og nefnir dæmi: „Það má til dæmis ekki skjóta hnúfubak til að skoða hvað hann étur mikið af loðnu. Það veit enginn um hvernig seiðum reiðir af eftir hrygningu eða hvar uppeldisstöðvarnar eru,“ segir hann. „Það blasir við öllum að aukin þekking leiðir til hvort tveggja, meiri vissu og öruggari nýtingar, og þar með aukinna tekna þjóðarinnar af loðnustofninum. En hugurinn er ekki þar. Hann snýst núna um skattlagningu en ekki um að stækka kökuna,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. Hér má rifja upp stemmninguna við upphaf loðnuvertíðar í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum: Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Efnahagsmál Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í grein á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar undir fyrirsögninni: „Ríki, sveitarfélög og launþegar urðu af 11,6 milljörðum vegna loðnubrests á síðasta ári.“ Þar segir að heildarfjárhæð greiddra launa hafi numið tæplega 5,3 milljörðum króna árið 2024 en voru tæplega 6,6 milljarðar króna árið 2023. Mismunur launagreiðslna sé því 1,3 milljarðar króna. Séð yfir Vestmannaeyjahöfn.Vísir/Egill „Þess ber að geta að laun starfsmanna í landi hækkuðu á síðasta ári í kjölfar kjarasamninga, sem þýðir í raun að munurinn er meiri. Ef litið er til skatta, það er að segja staðgreiðsluskatta og launatengdra gjalda, þá dragast skatttekjur ríkis og sveitarfélaga saman um 630 milljónir króna,“ segir í grein Vinnslustöðvarinnar. Og ennfremur: „Aflahlutdeild Vinnslustöðvarinnar í loðnu er 12,33%. Með einfaldri nálgun, og að þeirri forsendu gefinni að laun annarra uppsjávarfyrirtækja séu svipuð við veiðar og vinnslu loðnu, má segja að launþegar verði af tæplega 11 milljarða heildar launatekjum og ríki og sveitarfélög verði af liðlega 5 milljarða skatttekjum. Að teknu tilliti mótframlaga í lífeyrissjóði er heildartap ríkis, sveitarfélaga og launþegar um 11,6 milljarðar króna.“ Hafa má í huga að undanfarnar loðnuvertíðir hafa staðið yfir í vart meira en tvo mánuði og meginþunginn í einn mánuð. Huginn VE, eitt af skipum Vinnslustöðvarinnar, að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Í samtali við fréttastofu segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, að tölurnar sýni mikilvægi loðnuveiðanna fyrir þjóðarbúið í heild. „Þær eru ekki einkamál sjávarútvegsins heldur þjóðarinnar í heild,“ segir Binni, sem núna horfir fram á loðnubrest, annan veturinn í röð. „Það sem er augljósast af öllu er mikilvægi rannsókna á loðnustofninum. Það er lítið vitað um hvað er að gerast í hafinu. Nánast engar grunnrannsóknir eru stundaðar,“ segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og nefnir dæmi: „Það má til dæmis ekki skjóta hnúfubak til að skoða hvað hann étur mikið af loðnu. Það veit enginn um hvernig seiðum reiðir af eftir hrygningu eða hvar uppeldisstöðvarnar eru,“ segir hann. „Það blasir við öllum að aukin þekking leiðir til hvort tveggja, meiri vissu og öruggari nýtingar, og þar með aukinna tekna þjóðarinnar af loðnustofninum. En hugurinn er ekki þar. Hann snýst núna um skattlagningu en ekki um að stækka kökuna,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. Hér má rifja upp stemmninguna við upphaf loðnuvertíðar í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum:
Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Efnahagsmál Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35
Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28
Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58