„Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 15:02 Kúm sem þessum gæti fækkað verði tollar á pitsaost með jurtaolíu felldir niður, að sögn framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. Á föstudag var greint frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Aftur á mótu hefði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Þannig verði innflutningur ostsins tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Íslensk framleiðsla færð úr landi Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir málið í raun og veru snúast um það að með breytingu á tollaflokkun sé verið að færa innlenda mjólkurframleiðslu úr landi. „Með því að opna fyrir þann möguleika að mjólkurostar, sem eru skilgreindir sem jurtaostar, beri ekki toll. Þetta þýðir náttúrulega líka það að þetta skekkir samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu verulega.“ Jafnvirði tíu kúabúa Margrét Ágústa segir að um verulegan innflutning mjólkur sé að ræða, um það bil þrjár milljónir mjólkurlítra. Til samanburðar nemi það um það bil framleiðslu tíu 300 þúsund lítra kúabú. Það þýði einfaldlega það að mjólkurbúum geti fækkað. Það ógni fæðuöryggi þjóðarinnar enda viljum við ekki vera öðrum háð varðandi matvælaframleiðslu. „Til lengri tíma litið er þetta auðvitað líka byggðamál, varðandi byggðafestu, varðandi tekjustofna sveitarfélaga. Þetta skekkir líka samkeppnisstöðuna alveg gríðarlega. Þetta er raunverulega hættan. Þetta þýðir það að bændum getur fækkað.“ Óttast frekari áhrif Margrét Ágústa óttast að með breytingunni sé verið að opna á fleiri breytingar. „Hvernig má það vera að áttatíu, níutíu prósent mjólkurostur geti talist jurtaostur ef það er búið að strá einhverju jurtakryddi yfir?“ Þetta gæti átt við aðrar landbúnaðarvörur síðarmeir. Nauðsynlegt sé að bregðast við og jafna samkeppnisstöðuna með einhverjum hætti. „Kúabændur eru, ásamt okkur, verulega uggandi yfir því að þetta eigi að ganga fram. Það er reynt að gera þetta eins og þetta sé í skjóli einhverra alþjóðlegra skuldbindinga, sem við erum bara ekkert bundin af. Þetta er ekkert annað en hápólitísk ákvörðun. Þá hugsar maður; hvern er verið að verja þarna? Það er verið að verja innflytjendur, heildsala og stórkaupmenn.“ Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Landbúnaður Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Á föstudag var greint frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Aftur á mótu hefði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Þannig verði innflutningur ostsins tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Íslensk framleiðsla færð úr landi Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir málið í raun og veru snúast um það að með breytingu á tollaflokkun sé verið að færa innlenda mjólkurframleiðslu úr landi. „Með því að opna fyrir þann möguleika að mjólkurostar, sem eru skilgreindir sem jurtaostar, beri ekki toll. Þetta þýðir náttúrulega líka það að þetta skekkir samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu verulega.“ Jafnvirði tíu kúabúa Margrét Ágústa segir að um verulegan innflutning mjólkur sé að ræða, um það bil þrjár milljónir mjólkurlítra. Til samanburðar nemi það um það bil framleiðslu tíu 300 þúsund lítra kúabú. Það þýði einfaldlega það að mjólkurbúum geti fækkað. Það ógni fæðuöryggi þjóðarinnar enda viljum við ekki vera öðrum háð varðandi matvælaframleiðslu. „Til lengri tíma litið er þetta auðvitað líka byggðamál, varðandi byggðafestu, varðandi tekjustofna sveitarfélaga. Þetta skekkir líka samkeppnisstöðuna alveg gríðarlega. Þetta er raunverulega hættan. Þetta þýðir það að bændum getur fækkað.“ Óttast frekari áhrif Margrét Ágústa óttast að með breytingunni sé verið að opna á fleiri breytingar. „Hvernig má það vera að áttatíu, níutíu prósent mjólkurostur geti talist jurtaostur ef það er búið að strá einhverju jurtakryddi yfir?“ Þetta gæti átt við aðrar landbúnaðarvörur síðarmeir. Nauðsynlegt sé að bregðast við og jafna samkeppnisstöðuna með einhverjum hætti. „Kúabændur eru, ásamt okkur, verulega uggandi yfir því að þetta eigi að ganga fram. Það er reynt að gera þetta eins og þetta sé í skjóli einhverra alþjóðlegra skuldbindinga, sem við erum bara ekkert bundin af. Þetta er ekkert annað en hápólitísk ákvörðun. Þá hugsar maður; hvern er verið að verja þarna? Það er verið að verja innflytjendur, heildsala og stórkaupmenn.“
Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Landbúnaður Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira