Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:33 Samræmd próf voru tekin upp um miðja tuttugustu öld til þess að vinna gegn stéttaskiptingu. Landsprófið jafnaði leikinn, allir tóku sama próf á sama tíma í sínum heimaskóla. Val á nemendum inn í framhaldsskóla var á grunni fyrri námsárangurs. Þetta val tengdist vissulega þjóðfélagsstöðu nemenda en eftir sem áður var það fyrri námsárangur sem réði námsframvindunni. Landsprófið sendi skilaboð til unglinga um allt land, til sjávar og sveita, skilaboð um framtíðarmöguleika í námi, að þau gætu lært og verið jafnokar annarra í skólum landsins. Þjóðfélagsstaðan, efnaleysi og freistingin að afla tekna réðu þó vafalaust úrslitum hjá mörgum um hvað síðan varð. Þess vegna var lánasjóður námsmanna settur á fót. Samræmdu prófin þróuðust og náðu til allra á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Þau greiddu leið unglinga af lágum stigum til þess að ganga menntaveginn. Sérlega vel gögnuðust samræmdu prófin stúlkum sem voru góðar í raungreinum en með lága þjóðfélagsstöðu. Þeirra vegna gátu þær brotið tvo múra karlaveldisins, þann sem gerði ráð fyrir að stúlkur gætu og ættu ekki að læra og þann sem gerði ráð fyrir að þær ættu að halda sig við hið talaða orð. Líklega voru samræmd próf ein mikilvægasta forsenda menntasóknar kvenna á seinni hluta tuttugustu aldar. Nú er meirihluti nýrra lækna konur. Það sama á við um flestar aðrar háskólagreinar. Það breytti ekki kerfinu að einhverjar yfirstéttarstelpur færu í MR. Samræmdu prófin voru kerfi sem breytti þjóðfélaginu. Krafa stjórnmálaflokka jafnaðarmanna hefur lengi verið að skólakerfið skuli vera slíkt jöfnunartæki, það skuli veita öllum sanngjörn tækifæri og vera fyrir alla. Þetta var inntak fyrstu yfirlýsingar flokks þýskra sósíaldemókrata um menntamál fyrir um 150 árum síðan. Frjálslyndir flokkar og framsæknir fylgdu sömu stefnu. Saman komu þessir flokkar á skólakerfi jafnra tækifæra. Nú hefur samræmdum prófum verið kastað fyrir róða og nýr menntamálaráðherra lýsir yfir að viðkomandi sjái ekki tilgang með þeim. Þar með er ekkert til að miða við eigi að vera samfella í námi frá grunnskóla á framhaldsskólastig. Millistéttarklókindin munu væntanlega sjá til þess að þjóðfélagsstaðan verður höfð til marks við innritun. Vonandi verður það rætt í ríkisstjórninni að þó samræmdu prófin hafi ekki getað afnumið stéttaskiptinguna þá stuðli þau að jöfnuði. Þau eru mikilvæg í baráttunni gegn því afturhaldi úr grárri forneskju sem nú sækir fram á Vesturlöndum í krafti róttækra hugmynda um að rétt og rangt fari eftir geðþótta hvers og eins. Þá eru samræmd próf auðvitað ekki til neins. Höfundur er kennari við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Samræmd próf voru tekin upp um miðja tuttugustu öld til þess að vinna gegn stéttaskiptingu. Landsprófið jafnaði leikinn, allir tóku sama próf á sama tíma í sínum heimaskóla. Val á nemendum inn í framhaldsskóla var á grunni fyrri námsárangurs. Þetta val tengdist vissulega þjóðfélagsstöðu nemenda en eftir sem áður var það fyrri námsárangur sem réði námsframvindunni. Landsprófið sendi skilaboð til unglinga um allt land, til sjávar og sveita, skilaboð um framtíðarmöguleika í námi, að þau gætu lært og verið jafnokar annarra í skólum landsins. Þjóðfélagsstaðan, efnaleysi og freistingin að afla tekna réðu þó vafalaust úrslitum hjá mörgum um hvað síðan varð. Þess vegna var lánasjóður námsmanna settur á fót. Samræmdu prófin þróuðust og náðu til allra á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Þau greiddu leið unglinga af lágum stigum til þess að ganga menntaveginn. Sérlega vel gögnuðust samræmdu prófin stúlkum sem voru góðar í raungreinum en með lága þjóðfélagsstöðu. Þeirra vegna gátu þær brotið tvo múra karlaveldisins, þann sem gerði ráð fyrir að stúlkur gætu og ættu ekki að læra og þann sem gerði ráð fyrir að þær ættu að halda sig við hið talaða orð. Líklega voru samræmd próf ein mikilvægasta forsenda menntasóknar kvenna á seinni hluta tuttugustu aldar. Nú er meirihluti nýrra lækna konur. Það sama á við um flestar aðrar háskólagreinar. Það breytti ekki kerfinu að einhverjar yfirstéttarstelpur færu í MR. Samræmdu prófin voru kerfi sem breytti þjóðfélaginu. Krafa stjórnmálaflokka jafnaðarmanna hefur lengi verið að skólakerfið skuli vera slíkt jöfnunartæki, það skuli veita öllum sanngjörn tækifæri og vera fyrir alla. Þetta var inntak fyrstu yfirlýsingar flokks þýskra sósíaldemókrata um menntamál fyrir um 150 árum síðan. Frjálslyndir flokkar og framsæknir fylgdu sömu stefnu. Saman komu þessir flokkar á skólakerfi jafnra tækifæra. Nú hefur samræmdum prófum verið kastað fyrir róða og nýr menntamálaráðherra lýsir yfir að viðkomandi sjái ekki tilgang með þeim. Þar með er ekkert til að miða við eigi að vera samfella í námi frá grunnskóla á framhaldsskólastig. Millistéttarklókindin munu væntanlega sjá til þess að þjóðfélagsstaðan verður höfð til marks við innritun. Vonandi verður það rætt í ríkisstjórninni að þó samræmdu prófin hafi ekki getað afnumið stéttaskiptinguna þá stuðli þau að jöfnuði. Þau eru mikilvæg í baráttunni gegn því afturhaldi úr grárri forneskju sem nú sækir fram á Vesturlöndum í krafti róttækra hugmynda um að rétt og rangt fari eftir geðþótta hvers og eins. Þá eru samræmd próf auðvitað ekki til neins. Höfundur er kennari við Háskólann á Akureyri.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun