Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 07:49 Það er ekki langt síðan leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja áttu fund en þessi mynd er tekin á fundi leiðtoga ríkjanna á öryggismálaráðstefnunni í München sem fram fór um helgina. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verður fulltrúi Norðurlandanna á neyðarfundi Evrópuleiðtoga í París í dag um stöðuna í Úkraínu. Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem boðaði fundinn í framhaldi af málflutningi Trump-stjórnarinnar undanfarna daga í tengslum við friðarviðræður við Rússa vegna Úkraínu, sem Evrópu er haldið utan, og eftir samtöl Trump Bandaríkjaforseta við Pútín Rússlandsforseta. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Berlingske að Frederiksen myndi tala máli Norðurlanda og Eistrasaltsríkja á fundinum í París. „Það er fundur í París á morgun, þar sem danski forsætisráðherrann tekur þátt og á margan hátt mun vera fulltrúi Norðurlanda og Eistrasaltsríkja, sem eru meðal þeirra sem styðja hvað mest við Úkraínu,“ sagði Løkke við Berlingske í gær. Sjá einnig: Reiðubúinn að senda hermenn til Úkraínu Á fundinum stendur til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að leiðtogar Evrópu væru uggandi. Samband Evrópu og Bandaríkjanna sé hins vegar ekki að versna heldur breytast að sögn Kristrúnar en hún sótti umfangsmikla öryggisráðstefnu í München um helgina ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún segist hafa lagt áherslu á að efla samband Íslands við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Hún hafi einnig átt samtöl við fjölda leiðtoga Evrópu og ríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Nokkur hópur leiðtoga Evrópulanda hafa boðað komu sína á fundinn, þeirra á meðal Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands auk þýskalandskanslara, Olaf Schulz. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sækja einnig fundinn. Danmörk Utanríkismál Úkraína NATO Noregur Svíþjóð Finnland Eistland Lettland Litháen Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Berlingske að Frederiksen myndi tala máli Norðurlanda og Eistrasaltsríkja á fundinum í París. „Það er fundur í París á morgun, þar sem danski forsætisráðherrann tekur þátt og á margan hátt mun vera fulltrúi Norðurlanda og Eistrasaltsríkja, sem eru meðal þeirra sem styðja hvað mest við Úkraínu,“ sagði Løkke við Berlingske í gær. Sjá einnig: Reiðubúinn að senda hermenn til Úkraínu Á fundinum stendur til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að leiðtogar Evrópu væru uggandi. Samband Evrópu og Bandaríkjanna sé hins vegar ekki að versna heldur breytast að sögn Kristrúnar en hún sótti umfangsmikla öryggisráðstefnu í München um helgina ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún segist hafa lagt áherslu á að efla samband Íslands við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Hún hafi einnig átt samtöl við fjölda leiðtoga Evrópu og ríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Nokkur hópur leiðtoga Evrópulanda hafa boðað komu sína á fundinn, þeirra á meðal Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands auk þýskalandskanslara, Olaf Schulz. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sækja einnig fundinn.
Danmörk Utanríkismál Úkraína NATO Noregur Svíþjóð Finnland Eistland Lettland Litháen Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira