Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 15:28 Hundruð þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna í austurhluta Austur-Kongó. AP/Moses Sawasawa Hermenn Austur-Kongó og aðrar sveitir sem styðja herinn hafa hörfað frá flugvelli skammt frá borginni Bukavu í austurhluta Austur-Kongó. Uppreisnarmenn M23 hafa tekið flugvöllinn og útlit er fyrir að þeir stefni á árásir á Bukavo, sem yrði önnur stóra borgin á svæðinu til að falla í hendur þeirra. Bukavu er tiltölulega skammt frá Goma, höfuðborg Norður-Kivu, sem féll í hendur M23 í lok janúar. Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu og sömuleiðis hafa umfangsmikil ódæði verið framin gegn óbreyttum borgurum og kynferðisofbeldi gegn börnum er umfangsmikið. Talsmaður M23 segir flugvöllinn hafa verið tekinn vegna þess að hann hafi ógnað öryggi óbreyttra borgara á svæðinu. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum hefur einnig sýnt herinn á undanhaldi og uppreisnarmenn á flugvellinum. 🇨🇩🚨| More pictures confirm the presence of M23 militias at Kavumu airport. pic.twitter.com/viroE0MDsx— Casus Belli (@casusbellii) February 14, 2025 Frá því uppreisnarmenn M23 sóttu fyrst til suðurs, í átt að Bukavo, hefur þeim gengið misvel og hafa fregnir borist af hörðum átökum á svæðinu. Her Austur-Kongó hefur fengið fjölmennan liðsauka frá Búrúndí. Sameinuðu þjóðirnar segja fjölda barna hafa verið nauðgað af meðlimum beggja fylkinga á undanförnum vikum. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum UNICEF að bæði hermenn og uppreisnarmenn hafi brotið á fjölda barna í bæði Norður- og Suður-Kivu héruðum. Sambærilegt kynferðisofbeldi hafi ekki sést á undanförnum árum. Catherine Russell, einn af leiðtogum UNICEF, segir frá því að kona hafi sagt starfsmönnum SÞ frá því að sex dætrum hennar hafi verið nauðgað ítrekað af vopnuðum mönnum sem voru í leit að mat. Yngsta dóttirin er tólf ára gömul. Sjá einnig: Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að starfsmenn heilbrigðisstofnana á svæðinu hafi frá 27. janúar til 2. febrúar tilkynnt 572 nauðgunarmál. Það hafi verið fimmföld aukning, borið saman við vikuna áður. Langavarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á svæðinu kringum Kivu-vatn, sem er mjög ríkt af góðmálmum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þúsundir eru sagðir hafa fallið í átökunum undanfarin ár og á aðra milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Uppreisnarmenn M23 njóta stuðning hers Rúanda og eru jafnvel sagðir taka við skipunum frá Kigali. Ráðamenn þar telja ríkinu ógnað af fjölmörgum uppreisnarhópum Húta sem þeir segja fá að starfa óáreittir í austurhluta Austur-Kongó. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Uppreisnarmenn sem lögðu á dögunum undir sig eina stærstu borg Austur-Kongó sækja nú fram að annarri borg. Meðlimir M23, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Rúanda, eru nú á leið til suðurs frá borginni Goma í átt að Bukavu, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. 29. janúar 2025 18:24 Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu. 27. janúar 2025 18:04 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Bukavu er tiltölulega skammt frá Goma, höfuðborg Norður-Kivu, sem féll í hendur M23 í lok janúar. Harðir bardagar hafa geisað á svæðinu og sömuleiðis hafa umfangsmikil ódæði verið framin gegn óbreyttum borgurum og kynferðisofbeldi gegn börnum er umfangsmikið. Talsmaður M23 segir flugvöllinn hafa verið tekinn vegna þess að hann hafi ógnað öryggi óbreyttra borgara á svæðinu. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum hefur einnig sýnt herinn á undanhaldi og uppreisnarmenn á flugvellinum. 🇨🇩🚨| More pictures confirm the presence of M23 militias at Kavumu airport. pic.twitter.com/viroE0MDsx— Casus Belli (@casusbellii) February 14, 2025 Frá því uppreisnarmenn M23 sóttu fyrst til suðurs, í átt að Bukavo, hefur þeim gengið misvel og hafa fregnir borist af hörðum átökum á svæðinu. Her Austur-Kongó hefur fengið fjölmennan liðsauka frá Búrúndí. Sameinuðu þjóðirnar segja fjölda barna hafa verið nauðgað af meðlimum beggja fylkinga á undanförnum vikum. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum UNICEF að bæði hermenn og uppreisnarmenn hafi brotið á fjölda barna í bæði Norður- og Suður-Kivu héruðum. Sambærilegt kynferðisofbeldi hafi ekki sést á undanförnum árum. Catherine Russell, einn af leiðtogum UNICEF, segir frá því að kona hafi sagt starfsmönnum SÞ frá því að sex dætrum hennar hafi verið nauðgað ítrekað af vopnuðum mönnum sem voru í leit að mat. Yngsta dóttirin er tólf ára gömul. Sjá einnig: Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að starfsmenn heilbrigðisstofnana á svæðinu hafi frá 27. janúar til 2. febrúar tilkynnt 572 nauðgunarmál. Það hafi verið fimmföld aukning, borið saman við vikuna áður. Langavarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á svæðinu kringum Kivu-vatn, sem er mjög ríkt af góðmálmum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þúsundir eru sagðir hafa fallið í átökunum undanfarin ár og á aðra milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Uppreisnarmenn M23 njóta stuðning hers Rúanda og eru jafnvel sagðir taka við skipunum frá Kigali. Ráðamenn þar telja ríkinu ógnað af fjölmörgum uppreisnarhópum Húta sem þeir segja fá að starfa óáreittir í austurhluta Austur-Kongó.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Uppreisnarmenn sem lögðu á dögunum undir sig eina stærstu borg Austur-Kongó sækja nú fram að annarri borg. Meðlimir M23, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Rúanda, eru nú á leið til suðurs frá borginni Goma í átt að Bukavu, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. 29. janúar 2025 18:24 Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu. 27. janúar 2025 18:04 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Uppreisnarmenn sem lögðu á dögunum undir sig eina stærstu borg Austur-Kongó sækja nú fram að annarri borg. Meðlimir M23, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Rúanda, eru nú á leið til suðurs frá borginni Goma í átt að Bukavu, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. 29. janúar 2025 18:24
Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu. 27. janúar 2025 18:04