Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 09:01 Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu. Það gleður mig að vera í ríkisstjórn sem er samstíga um stóru málin. Að reka ríkið betur, gæta öryggi fólksins í landinu og standa vörð um jafnrétti í íslensku samfélagi. Eflum löggæslu Mín fyrstu verk í dómsmálaráðuneytinu voru að setja af stað vinnu um að fjölga lögreglumönnum og taka við fleiri nemum í lögreglufræði í haust. Eins hefur verið sett af stað vinna við frumvarp um öryggisráðstafanir fyrir einstaklinga sem eru metnir hættulegir sem og endurskoðun á lögum og framkvæmd um nálgunarbann. Það eiga ekki að teljast mannréttindi að ógna fólki með ofsóknum eða áreiti. Sameinum sýslumenn Eitt mesta framfaramálið á þessu vorþingi er frumvarp um sameiningu sýslumannsembætta úr níu í eitt. Þessi breyting þýðir að yfirbygging minnkar en þjónusta helst óbreytt eða batnar. Starfsstöðvar verða enn um allt land og aðgengi jafngreitt að þjónustu. Með sameiningunni verður hægt að hraða innleiðingu stafrænna lausna sem mun skila sér í betri þjónustu við almenning á landinu öllu. Við sameiningu verður hægt að leita þjónustu hvar sem er. Síðast en ekki síst verður einfaldara að færa sérhæfð verkefni út til starfstöðva í landsbyggðunum og þannig efla starfsemina á landsvísu. Með þessu færum við sýslumannsembættið einfaldlega inn í framtíðina. Útlendingalög í samræmi við nágrannaríki Við komu í dómsmálaráðuneytið bjóst ég við því að frumvarp um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa brotið alvarlega af sér væri til. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hamrað á því í fjölmiðlum. Upp úr dúrnum kom að þetta hafði aðallega verið til umræðu í fjölmiðlum en engin vinna átt sér stað. Ég setti því þá vinnu í forgang til þess að geta lagt fram slíkt frumvarp í vor. Orð eru til alls fyrst en það þarf líka að láta verkin tala. Þessi lagabreyting er í takti við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að samræma reglur um útlendinga við nágrannaríkin. Aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi Meðal fleiri mála sem ég mæli fyrir eru nauðsynlegar lagabreytingar til að hafa betri upplýsingar um farþega sem koma hingað til lands með flugi. Þetta er mikilvæg breyting fyrir löggæsluna í landinu og um leið öryggi fólksins í landinu. Í þingmálaskránni má einnig finna breytingar um endurheimt ávinnings af ólöglegri starfsemi. Þetta eru mikilvægar lagabreytingar sem geta m.a. reynst hjálplegar við að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Jafnréttismál í forgrunni Ég er líka jafnréttis- og mannréttindaráðherra og mun hafa þau mál í forgangi í mínum störfum, rétt eins og áður. Jafnréttismál tóna vel við verkefni dómsmálaráðuneytisins og mikil tækifæri eru fyrir hendi til að bæta stöðu kvenna, til dæmis þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Með breytingum í heimsmálunum þurfum við sömuleiðis að standa þétt með hinsegin samfélaginu og tryggja réttindi og öryggi þess hóps. Á þessu þingi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir næstu ár. Ein af mikilvægari aðgerðum þar er endurskoðun á virðismati starfa. Ekki er vanþörf á. Það er næsta skref hvað varðar launajafnrétti kynjanna - það er að skoða kjör þeirra stétta sem hafa í gegnum tíðina verið skilgreindar sem kvennastéttir. Nú hef ég stiklað á stóru um áherslumál dómsmálaráðuneytisins á vorþingi. Það mætti hafa töluvert fleiri orð um hvert mál. Ég mun eftir fremsta megni kynna þessi mál betur, eitt af öðru. Það hefur verið merkileg upplifun að stíga fyrstu skref í dómsmálaráðuneytinu og ánægjulegt að kynnast því færa fólki sem þar starfar. Ég er þakklát fyrir traustið sem Viðreisn hlaut í kosningum og er einbeitt í því að standa undir því trausti. Höfundur er dómsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu. Það gleður mig að vera í ríkisstjórn sem er samstíga um stóru málin. Að reka ríkið betur, gæta öryggi fólksins í landinu og standa vörð um jafnrétti í íslensku samfélagi. Eflum löggæslu Mín fyrstu verk í dómsmálaráðuneytinu voru að setja af stað vinnu um að fjölga lögreglumönnum og taka við fleiri nemum í lögreglufræði í haust. Eins hefur verið sett af stað vinna við frumvarp um öryggisráðstafanir fyrir einstaklinga sem eru metnir hættulegir sem og endurskoðun á lögum og framkvæmd um nálgunarbann. Það eiga ekki að teljast mannréttindi að ógna fólki með ofsóknum eða áreiti. Sameinum sýslumenn Eitt mesta framfaramálið á þessu vorþingi er frumvarp um sameiningu sýslumannsembætta úr níu í eitt. Þessi breyting þýðir að yfirbygging minnkar en þjónusta helst óbreytt eða batnar. Starfsstöðvar verða enn um allt land og aðgengi jafngreitt að þjónustu. Með sameiningunni verður hægt að hraða innleiðingu stafrænna lausna sem mun skila sér í betri þjónustu við almenning á landinu öllu. Við sameiningu verður hægt að leita þjónustu hvar sem er. Síðast en ekki síst verður einfaldara að færa sérhæfð verkefni út til starfstöðva í landsbyggðunum og þannig efla starfsemina á landsvísu. Með þessu færum við sýslumannsembættið einfaldlega inn í framtíðina. Útlendingalög í samræmi við nágrannaríki Við komu í dómsmálaráðuneytið bjóst ég við því að frumvarp um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa brotið alvarlega af sér væri til. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hamrað á því í fjölmiðlum. Upp úr dúrnum kom að þetta hafði aðallega verið til umræðu í fjölmiðlum en engin vinna átt sér stað. Ég setti því þá vinnu í forgang til þess að geta lagt fram slíkt frumvarp í vor. Orð eru til alls fyrst en það þarf líka að láta verkin tala. Þessi lagabreyting er í takti við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að samræma reglur um útlendinga við nágrannaríkin. Aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi Meðal fleiri mála sem ég mæli fyrir eru nauðsynlegar lagabreytingar til að hafa betri upplýsingar um farþega sem koma hingað til lands með flugi. Þetta er mikilvæg breyting fyrir löggæsluna í landinu og um leið öryggi fólksins í landinu. Í þingmálaskránni má einnig finna breytingar um endurheimt ávinnings af ólöglegri starfsemi. Þetta eru mikilvægar lagabreytingar sem geta m.a. reynst hjálplegar við að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Jafnréttismál í forgrunni Ég er líka jafnréttis- og mannréttindaráðherra og mun hafa þau mál í forgangi í mínum störfum, rétt eins og áður. Jafnréttismál tóna vel við verkefni dómsmálaráðuneytisins og mikil tækifæri eru fyrir hendi til að bæta stöðu kvenna, til dæmis þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Með breytingum í heimsmálunum þurfum við sömuleiðis að standa þétt með hinsegin samfélaginu og tryggja réttindi og öryggi þess hóps. Á þessu þingi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir næstu ár. Ein af mikilvægari aðgerðum þar er endurskoðun á virðismati starfa. Ekki er vanþörf á. Það er næsta skref hvað varðar launajafnrétti kynjanna - það er að skoða kjör þeirra stétta sem hafa í gegnum tíðina verið skilgreindar sem kvennastéttir. Nú hef ég stiklað á stóru um áherslumál dómsmálaráðuneytisins á vorþingi. Það mætti hafa töluvert fleiri orð um hvert mál. Ég mun eftir fremsta megni kynna þessi mál betur, eitt af öðru. Það hefur verið merkileg upplifun að stíga fyrstu skref í dómsmálaráðuneytinu og ánægjulegt að kynnast því færa fólki sem þar starfar. Ég er þakklát fyrir traustið sem Viðreisn hlaut í kosningum og er einbeitt í því að standa undir því trausti. Höfundur er dómsmálaráðherra
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun