Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2025 18:02 Donald Trump og Vladimír Pútín töluðu saman í um eina og hálfa klukkustund. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Rússlands, Vladimír Pútín í dag í síma um Úkraínu, Miðausturlönd, orkumál, gervigreind og peningamál. Trump segir símtalið hafa verið langt og mjög árangursríkt í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump segir þá hafa rætt sögu Bandaríkjanna og Rússlands, hvað þessar þjóðir eigi sameiginlegt og að þau hafi barist saman í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir hafi rætt þau mannslíf sem hafi tapast í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir séu sammála um að það þurfi að koma í veg fyrir að fleiri látist í stríði Rússlands og Úkraínu og að þeir hafi ákveðið að vinna saman, mjög náið, meðal annars með því að heimsækja land hvors annars. Trump sagði þá báða ætla að mynda teymi til að hefja samningaviðræður og að hann ætli að hafa samband við forseta Úkraínu, Volodomír Selenskíj, til að segja honum frá því samtali sem hann átti við Pútín. Fleiri ættu ekki að deyja Trump greindi einnig frá því að hann hafi beðið Marco Rubio, utanríkisráðherra sinn, John Ratcliffe, yfirmann CIA, Michael Waltz þjóðaröryggisráðgjafa sinn og sendiherrann Steve Witkoff að leiða samningaviðræðurnar. „…ég hef sterka tilfinningu fyrir því að þær verði árangursríkar,“ sagði Trump í færslu sinni. „Milljónir hafa látist í stríði sem hefði ekki gerst hefði ég verið forseti, en það gerðist, svo það verður að taka enda. Það ættu ekki fleiri að tapa lífi sínu,“ sagði Trump. Hann þakkaði Pútín fyrir tíma hans og fyrir að sleppa Bandaríkjamanninum Marc Fogel úr haldi í gær. Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður stjórnvalda í Rússlandi hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Færsla Max Seddon á X.X Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Varanleg lausn Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Rússlandi, segir á samfélagsmiðlinum X að Pútín hafa sagst opinn fyrir langtímalausnum vegna innrásarinnar í Úkraínu, og áréttaði að það væri grundvallaratriði að útkljá ástæðurnar fyrir innrásinni. Þetta þýddi að horfið yrði frá NATO aðild Úkraínu og að austurhluti landnsins yrði á ný færður undir leppstjórnina í Kænugarði. Í frétt á rússneska miðlinum RIA segir að Pútín hafi í símtalinu talað um að ávarpa rót vandans sem leiddi til innrásarinnar og að hann væri sammála Trump að hægt væri að komast að varanlegri lausn með friðsömum viðræðum. Donald Trump Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Trump segir þá hafa rætt sögu Bandaríkjanna og Rússlands, hvað þessar þjóðir eigi sameiginlegt og að þau hafi barist saman í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir hafi rætt þau mannslíf sem hafi tapast í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir séu sammála um að það þurfi að koma í veg fyrir að fleiri látist í stríði Rússlands og Úkraínu og að þeir hafi ákveðið að vinna saman, mjög náið, meðal annars með því að heimsækja land hvors annars. Trump sagði þá báða ætla að mynda teymi til að hefja samningaviðræður og að hann ætli að hafa samband við forseta Úkraínu, Volodomír Selenskíj, til að segja honum frá því samtali sem hann átti við Pútín. Fleiri ættu ekki að deyja Trump greindi einnig frá því að hann hafi beðið Marco Rubio, utanríkisráðherra sinn, John Ratcliffe, yfirmann CIA, Michael Waltz þjóðaröryggisráðgjafa sinn og sendiherrann Steve Witkoff að leiða samningaviðræðurnar. „…ég hef sterka tilfinningu fyrir því að þær verði árangursríkar,“ sagði Trump í færslu sinni. „Milljónir hafa látist í stríði sem hefði ekki gerst hefði ég verið forseti, en það gerðist, svo það verður að taka enda. Það ættu ekki fleiri að tapa lífi sínu,“ sagði Trump. Hann þakkaði Pútín fyrir tíma hans og fyrir að sleppa Bandaríkjamanninum Marc Fogel úr haldi í gær. Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður stjórnvalda í Rússlandi hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Færsla Max Seddon á X.X Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Varanleg lausn Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Rússlandi, segir á samfélagsmiðlinum X að Pútín hafa sagst opinn fyrir langtímalausnum vegna innrásarinnar í Úkraínu, og áréttaði að það væri grundvallaratriði að útkljá ástæðurnar fyrir innrásinni. Þetta þýddi að horfið yrði frá NATO aðild Úkraínu og að austurhluti landnsins yrði á ný færður undir leppstjórnina í Kænugarði. Í frétt á rússneska miðlinum RIA segir að Pútín hafi í símtalinu talað um að ávarpa rót vandans sem leiddi til innrásarinnar og að hann væri sammála Trump að hægt væri að komast að varanlegri lausn með friðsömum viðræðum.
Donald Trump Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49
Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59
Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“