Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2025 19:00 Tómas Dagur Helgason er flugrekstrarstjóri Norlandair. Vísir/Vésteinn Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi. Isavia lokaði austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar að skipun Samgöngustofu í gær, vegna þess að ekki er búið að fella tré í Öskjuhlíð sem hindri aðflug véla að brautinni. Hins vegar hefur verið óheimilt að nota hana að næturlagi frá 10. janúar síðastliðnum. Ekki lent í myrkri og vestanátt Félagið Norlandair stendur í áætlanaflugi, leiguflugi og sjúkraflugi. Flugrekstrarstjórinn segir vandræðin hafa verið næg þegar ekki mátti lenda á nóttunni. „Við höfum þurft að hafna sjúkraflugi hingað inn til Reykjavíkur, í myrkri þar sem var sterk vestanátt,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Útlit sé fyrir að veruleg röskun verði á sjúkraflugi. „Og við erum að tala um sjúkraflug þar sem er bráðaþjónusta sem þarf, og tímaháð þjónusta. Það þarf að koma fólki á LSH á mjög stuttum tíma. Og hvað eigum við að gera? Við getum ekki lent. Staðan er bara grafalvarleg og þetta gengur ekkert upp.“ Pólitískri störukeppni verði að linna Vandræðin vegna veðurs séu þegar byrjuð og muni halda áfram. „Það eru mannslíf í húfi. Við verðum að hætta þessari pólitísku störukeppni, svo ég tali bara hreint út. Það verður að fara að gera eitthvað í þessu máli,“ segir Tómas. Einhverjir nefni sjúkraflug til Keflavíkur, og þaðan sé hægt að koma sjúklingum til Reykjavíkur. „Sannarlega rétt, en það er mjög tímafrekt. Það tekur allt að klukkutíma að koma sjúklingi frá Keflavík til Reykjavík með öllu því sem þarf.“ Leita á náðir stjórnmálanna Félagið eigi fund með heilbrigðisráðuneytinu á morgun og viti til þess að velferðarnefnd hafi málið einnig til skoðunar. „Þetta er sannarlega eitthvað sem verður að gera, burtséð frá því hvort borgarmeirihlutinn hafi fallið eða hvað er í gangi. Þetta þolir enga bið. Það verður bara að byrja á þessu núna í vikunni.“ Í huga Tómasar er aðeins ein lausn á málinu. „Það verður að fella trén eða stytta þau verulega, taka ofan af þeim. Það er í raun ekkert annað sem hægt er að gera í stöðunni.“ Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tré Tengdar fréttir Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Isavia lokaði austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar að skipun Samgöngustofu í gær, vegna þess að ekki er búið að fella tré í Öskjuhlíð sem hindri aðflug véla að brautinni. Hins vegar hefur verið óheimilt að nota hana að næturlagi frá 10. janúar síðastliðnum. Ekki lent í myrkri og vestanátt Félagið Norlandair stendur í áætlanaflugi, leiguflugi og sjúkraflugi. Flugrekstrarstjórinn segir vandræðin hafa verið næg þegar ekki mátti lenda á nóttunni. „Við höfum þurft að hafna sjúkraflugi hingað inn til Reykjavíkur, í myrkri þar sem var sterk vestanátt,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Útlit sé fyrir að veruleg röskun verði á sjúkraflugi. „Og við erum að tala um sjúkraflug þar sem er bráðaþjónusta sem þarf, og tímaháð þjónusta. Það þarf að koma fólki á LSH á mjög stuttum tíma. Og hvað eigum við að gera? Við getum ekki lent. Staðan er bara grafalvarleg og þetta gengur ekkert upp.“ Pólitískri störukeppni verði að linna Vandræðin vegna veðurs séu þegar byrjuð og muni halda áfram. „Það eru mannslíf í húfi. Við verðum að hætta þessari pólitísku störukeppni, svo ég tali bara hreint út. Það verður að fara að gera eitthvað í þessu máli,“ segir Tómas. Einhverjir nefni sjúkraflug til Keflavíkur, og þaðan sé hægt að koma sjúklingum til Reykjavíkur. „Sannarlega rétt, en það er mjög tímafrekt. Það tekur allt að klukkutíma að koma sjúklingi frá Keflavík til Reykjavík með öllu því sem þarf.“ Leita á náðir stjórnmálanna Félagið eigi fund með heilbrigðisráðuneytinu á morgun og viti til þess að velferðarnefnd hafi málið einnig til skoðunar. „Þetta er sannarlega eitthvað sem verður að gera, burtséð frá því hvort borgarmeirihlutinn hafi fallið eða hvað er í gangi. Þetta þolir enga bið. Það verður bara að byrja á þessu núna í vikunni.“ Í huga Tómasar er aðeins ein lausn á málinu. „Það verður að fella trén eða stytta þau verulega, taka ofan af þeim. Það er í raun ekkert annað sem hægt er að gera í stöðunni.“
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tré Tengdar fréttir Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09