Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar 9. febrúar 2025 13:00 Það var áhugavert að hlusta á viðtal í Íslandi í dag við Daníel Má Magnússon, síðasta skósmið miðborgarinnar, sem um mánaðarmótin lokaði skóvinnustofu sinni fyrir fullt og allt, eftir þungan rekstur síðustu ár. Í viðtalinu lýsti þessi geðþekki maður því vel hvernig það er að reka fyrirtæki. Hann hefur rekið fyrirtækið einn síns liðs og þurft að ganga í öll verk eins og svo margir atvinnurekendur þurfa gjarnan að gera. Má þar nefna að sjá um viðgerðir, vera birgðastjóri, lagerstarfsmaður, bókari og áfram mætti telja. Það sem meira er að hann hefur þurft að vinna launalaust suma mánuði til að láta reksturinn ganga upp og þá sleppt því að greiða sér laun. Þetta er heimur margra atvinnurekanda og frumkvöðla. Atvinnurekendur vinna nótt sem dag, ganga í öll störf og launagreiðslur til þeirra sjálfra mæta afgangi, þar sem reikningar og skuldbindingar gagnvart öðrum ganga framar eigin launatékka. Þetta fólk sýnir þrautsegju og er tilbúið að leggja bæði tíma sinn og fjárhag að veði. Það er ekki tekið út með sældinni einni saman og skiljanlegt að slíkt sé ekki hægt til lengri tíma. Daníel Már lýsir því í viðtalinu að það sé súrsæt tilfinning að loka fyrirtæki sínu en ákveðinn léttir að gerast launamaður annars staðar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum og öllu sem honum fylgir. Ég óska skósmiðnum velfarnaðar í nýju starfi. Mikilvægi atvinnurekstrar Atvinnurekendur og frumkvöðlar skipta íslenskt samfélag afar miklu máli. Um er að ræða fólk sem er að gera allt hvað það getur til að bjóða okkur hinum upp á lausnir, vörur eða þjónustu. Það sem meira er að atvinnurekstur stuðlar að verðmætasköpun í samfélaginu. Verðmætasköpun sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi, velferðarkerfi og byggja upp innviði. Stofnun Kerecis er frábært dæmi. Stofnandi þess fékk hugmynd, vann baki brotnu og tókst á við ótal áskoranir ásamt góðu fólki sem hafði trú á hugmyndinni með honum. Úr varð margra milljarða fyrirtæki sem í dag býður sjúklingum upp á einstaka lausn, er með öflugt fólk í vinnu í vel launuðum störfum og skapar gríðarleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Hvetjandi umhverfi Umhverfið fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla þarf að vera hvetjandi til að fólk hafi kjark og dug til að leggja slíkt á sig. Ábyrgð stjórnmálamanna við að skapa hvetjandi umhverfi er mikil. Skattaumhverfið, regluverkið, endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar, samgöngur, innviðir, samkeppnisumhverfið, aðgangur að orku og fleiri atriði skipta hér miklu máli. Hvatning til þingmanna Ég hvet nýjan þingheim til að hafa hag atvinnulífsins að leiðarljósi. Látið umræðuna í þingsal snúast um tækifærin til að fjölga einkareknum fyrirtækjum og vinnið markvisst að því að lækka skatta og gjöld og einfalda regluverkið. Standið með nýsköpunarfyrirtækjum sem hafa svo sannarlega skapað miklar tekjur fyrir samfélagið. Sem dæmi má nefna þá voru útflutningstekjur af hugverkaiðnaði um 320 milljarðar í fyrra. Sú upphæð getur tvöfaldast á stuttum tíma ef rétt er á spilum haldið. Þeir stjórnmálamenn sem vilja hækka skatta og gjöld á fyrirtæki, draga úr stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki og þrengja að fyrirtækjarekstri eru á villigötum. Slíkar aðgerðir munu þýða að fleiri fyrirtæki þurfa að loka eða segja upp starfsfólki, frumkvöðlum og atvinnurekendum fækkar og það dregur úr verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag. Við eigum að fagna frumkvöðlum og fjölbreyttum fyrirtækjum og ýta undir að fólk vilji stofna og reka fyrirtæki. Höfundur er frumkvöðull, fyrirtækjaeigandi og stjórnarformaður harðfiskverkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sigþrúður Ármann Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á viðtal í Íslandi í dag við Daníel Má Magnússon, síðasta skósmið miðborgarinnar, sem um mánaðarmótin lokaði skóvinnustofu sinni fyrir fullt og allt, eftir þungan rekstur síðustu ár. Í viðtalinu lýsti þessi geðþekki maður því vel hvernig það er að reka fyrirtæki. Hann hefur rekið fyrirtækið einn síns liðs og þurft að ganga í öll verk eins og svo margir atvinnurekendur þurfa gjarnan að gera. Má þar nefna að sjá um viðgerðir, vera birgðastjóri, lagerstarfsmaður, bókari og áfram mætti telja. Það sem meira er að hann hefur þurft að vinna launalaust suma mánuði til að láta reksturinn ganga upp og þá sleppt því að greiða sér laun. Þetta er heimur margra atvinnurekanda og frumkvöðla. Atvinnurekendur vinna nótt sem dag, ganga í öll störf og launagreiðslur til þeirra sjálfra mæta afgangi, þar sem reikningar og skuldbindingar gagnvart öðrum ganga framar eigin launatékka. Þetta fólk sýnir þrautsegju og er tilbúið að leggja bæði tíma sinn og fjárhag að veði. Það er ekki tekið út með sældinni einni saman og skiljanlegt að slíkt sé ekki hægt til lengri tíma. Daníel Már lýsir því í viðtalinu að það sé súrsæt tilfinning að loka fyrirtæki sínu en ákveðinn léttir að gerast launamaður annars staðar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum og öllu sem honum fylgir. Ég óska skósmiðnum velfarnaðar í nýju starfi. Mikilvægi atvinnurekstrar Atvinnurekendur og frumkvöðlar skipta íslenskt samfélag afar miklu máli. Um er að ræða fólk sem er að gera allt hvað það getur til að bjóða okkur hinum upp á lausnir, vörur eða þjónustu. Það sem meira er að atvinnurekstur stuðlar að verðmætasköpun í samfélaginu. Verðmætasköpun sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi, velferðarkerfi og byggja upp innviði. Stofnun Kerecis er frábært dæmi. Stofnandi þess fékk hugmynd, vann baki brotnu og tókst á við ótal áskoranir ásamt góðu fólki sem hafði trú á hugmyndinni með honum. Úr varð margra milljarða fyrirtæki sem í dag býður sjúklingum upp á einstaka lausn, er með öflugt fólk í vinnu í vel launuðum störfum og skapar gríðarleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Hvetjandi umhverfi Umhverfið fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla þarf að vera hvetjandi til að fólk hafi kjark og dug til að leggja slíkt á sig. Ábyrgð stjórnmálamanna við að skapa hvetjandi umhverfi er mikil. Skattaumhverfið, regluverkið, endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar, samgöngur, innviðir, samkeppnisumhverfið, aðgangur að orku og fleiri atriði skipta hér miklu máli. Hvatning til þingmanna Ég hvet nýjan þingheim til að hafa hag atvinnulífsins að leiðarljósi. Látið umræðuna í þingsal snúast um tækifærin til að fjölga einkareknum fyrirtækjum og vinnið markvisst að því að lækka skatta og gjöld og einfalda regluverkið. Standið með nýsköpunarfyrirtækjum sem hafa svo sannarlega skapað miklar tekjur fyrir samfélagið. Sem dæmi má nefna þá voru útflutningstekjur af hugverkaiðnaði um 320 milljarðar í fyrra. Sú upphæð getur tvöfaldast á stuttum tíma ef rétt er á spilum haldið. Þeir stjórnmálamenn sem vilja hækka skatta og gjöld á fyrirtæki, draga úr stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki og þrengja að fyrirtækjarekstri eru á villigötum. Slíkar aðgerðir munu þýða að fleiri fyrirtæki þurfa að loka eða segja upp starfsfólki, frumkvöðlum og atvinnurekendum fækkar og það dregur úr verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag. Við eigum að fagna frumkvöðlum og fjölbreyttum fyrirtækjum og ýta undir að fólk vilji stofna og reka fyrirtæki. Höfundur er frumkvöðull, fyrirtækjaeigandi og stjórnarformaður harðfiskverkunar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun