Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar 7. febrúar 2025 15:00 Samgöngustofa hefur fyrirskipað Isavia að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar frá miðnætti 8. febrúar. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugvéla. Í samkomulagi milli ríkis og borgar um framtíð og hlutverk Reykjavíkurflugvallar hefur verið ákvæði um að fara þurfi í trjáfellingar í Öskjuhlíð en Reykjavíkurborg hefur aðeins framkvæmt lítinn hluta af því verkefni. Hik hefur verið hjá borgaryfirvöldum að sinna þessari skyldu sinni og þess vegna er fyrrnefndum flugbrautum lokað. Þessi staða hefur valdið miklu umróti og skapað óöryggi hjá þjóðinni. Fólk óttast sérstaklega að ekki verði hægt að sinna sjúkraflugi eins og áður. Það muni hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur sjúklinga til hins verra að mati fagaðila. Á ári hverju eru fluttir 950 til 1000 sjúklingar með sjúkraflugi.Í um 45% tilfella er um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráðaþjónustu á Landspítala. Þar er átt við sjúklinga þar sem hver mínúta skiptir máli og á það við um sjúklinga sem fá heilablóðfall, kransæðaþrengingar og alvarlega fjöláverka. Í slíkum tilfellum myndi lengdur flutningstími geta dregið verulega úr lífslíkum og batahorfum viðkomandi sjúklinga. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill minna á að samkvæmt landslögum eiga landmenn jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu. Til að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að hafa öruggt sjúkraflug sem hægt er að treysta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi og ýmis bæjarfélög hafa sent frá sér yfirlýsingar til borgarstjórnar þar sem aðilar lýsa yfir þungum áhyggjum yfir þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin. Borgarfulltrúi Flokks fólksins tekur þessar yfirlýsingar og áhyggjur alvarlega og hvetur borgaryfirvöld að bregðast við með ábyrgð og leysa máli sem fyrst. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Flokkur fólksins Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Samgöngustofa hefur fyrirskipað Isavia að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar frá miðnætti 8. febrúar. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugvéla. Í samkomulagi milli ríkis og borgar um framtíð og hlutverk Reykjavíkurflugvallar hefur verið ákvæði um að fara þurfi í trjáfellingar í Öskjuhlíð en Reykjavíkurborg hefur aðeins framkvæmt lítinn hluta af því verkefni. Hik hefur verið hjá borgaryfirvöldum að sinna þessari skyldu sinni og þess vegna er fyrrnefndum flugbrautum lokað. Þessi staða hefur valdið miklu umróti og skapað óöryggi hjá þjóðinni. Fólk óttast sérstaklega að ekki verði hægt að sinna sjúkraflugi eins og áður. Það muni hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur sjúklinga til hins verra að mati fagaðila. Á ári hverju eru fluttir 950 til 1000 sjúklingar með sjúkraflugi.Í um 45% tilfella er um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráðaþjónustu á Landspítala. Þar er átt við sjúklinga þar sem hver mínúta skiptir máli og á það við um sjúklinga sem fá heilablóðfall, kransæðaþrengingar og alvarlega fjöláverka. Í slíkum tilfellum myndi lengdur flutningstími geta dregið verulega úr lífslíkum og batahorfum viðkomandi sjúklinga. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill minna á að samkvæmt landslögum eiga landmenn jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu. Til að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að hafa öruggt sjúkraflug sem hægt er að treysta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi og ýmis bæjarfélög hafa sent frá sér yfirlýsingar til borgarstjórnar þar sem aðilar lýsa yfir þungum áhyggjum yfir þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin. Borgarfulltrúi Flokks fólksins tekur þessar yfirlýsingar og áhyggjur alvarlega og hvetur borgaryfirvöld að bregðast við með ábyrgð og leysa máli sem fyrst. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun