Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 15:37 Brot úr Norður-kóreskri stýriflaug sem féll á Karkív-borg í Úkraínu. Getty/Denys Glushko Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. Þykir það til marks um það að eldflaugavísindamenn Norður-Kóreu hafi notað reynsluna af stríðinu í Úkraínu og Rússlandi til að betrumbæta eldflaugar sínar. Þetta kemur fram í frétt Reuters en einn heimildarmaður miðilsins úr úkraínska hernum segir að skotflaugarnar séu nú farnar að lenda um fimmtíu til hundrað metra frá skotmörkum sínum. Það eigi við rúmlega tuttugu síðustu skotflaugar frá Norður-Kóreu og sé mun betra en áður. Sérfræðingur suðurkóreskar hugveitu sem fjallar um hernaðarmál segir þessa þróun geta falið í sér mikla ógn gegn Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum, auk annarra ríkja ef Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, selji öðrum eldflaugar. „Þetta getur haft mikil áhrif á stöðugleika á svæðinu og í heiminum,“ sagði Yang Uk, áðurnefndur sérfræðingur. Eins og fram kemur í frétt Reuters hefur mikil þróun orðið á eldflaugaáætlun Norður-Kóreu á undanförnum árum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þó gefið Norður-kóreumönnum fyrsta tækifærið til að prófa eldflaugar sínar í átökum. Rússar eru sagðir hafa skotið um hundrað skammdrægum skotflaugum frá Norður-Kóreu að skotmörkum í Úkraínu frá lokum árs 2023. Þar að auki hafa Rússar fengið milljónir sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu, stórskotaliðsvopn og hermenn. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Norðurkóreskir hermenn hafa tekið þátt í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Fregnir hafa þó borist af því að þeir hafi verið teknir af víglínunni vegna gífurlegs mannfalls. Þá höfðu fjölmiðlar ytra eftir embættismönnum á Vesturlöndum að af um ellefu þúsund Kimdátum sem hefðu verið sendir til Rússlands hefðu þúsund fallið. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Bandaríkjamenn telji fleiri Kimdáta á leiðinni til Rússlands á næstunni. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. 23. janúar 2025 07:31 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Þykir það til marks um það að eldflaugavísindamenn Norður-Kóreu hafi notað reynsluna af stríðinu í Úkraínu og Rússlandi til að betrumbæta eldflaugar sínar. Þetta kemur fram í frétt Reuters en einn heimildarmaður miðilsins úr úkraínska hernum segir að skotflaugarnar séu nú farnar að lenda um fimmtíu til hundrað metra frá skotmörkum sínum. Það eigi við rúmlega tuttugu síðustu skotflaugar frá Norður-Kóreu og sé mun betra en áður. Sérfræðingur suðurkóreskar hugveitu sem fjallar um hernaðarmál segir þessa þróun geta falið í sér mikla ógn gegn Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum, auk annarra ríkja ef Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, selji öðrum eldflaugar. „Þetta getur haft mikil áhrif á stöðugleika á svæðinu og í heiminum,“ sagði Yang Uk, áðurnefndur sérfræðingur. Eins og fram kemur í frétt Reuters hefur mikil þróun orðið á eldflaugaáætlun Norður-Kóreu á undanförnum árum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þó gefið Norður-kóreumönnum fyrsta tækifærið til að prófa eldflaugar sínar í átökum. Rússar eru sagðir hafa skotið um hundrað skammdrægum skotflaugum frá Norður-Kóreu að skotmörkum í Úkraínu frá lokum árs 2023. Þar að auki hafa Rússar fengið milljónir sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu, stórskotaliðsvopn og hermenn. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Norðurkóreskir hermenn hafa tekið þátt í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Fregnir hafa þó borist af því að þeir hafi verið teknir af víglínunni vegna gífurlegs mannfalls. Þá höfðu fjölmiðlar ytra eftir embættismönnum á Vesturlöndum að af um ellefu þúsund Kimdátum sem hefðu verið sendir til Rússlands hefðu þúsund fallið. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Bandaríkjamenn telji fleiri Kimdáta á leiðinni til Rússlands á næstunni.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. 23. janúar 2025 07:31 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51
Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45
Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. 23. janúar 2025 07:31
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31