Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2025 16:52 Friðargæsluliðar á ferð um Goma þann 1. febrúar. Getty/Daniel Buuma Hundruðum kvenfanga var nauðgað og þær brenndar lifandi í borginni Goma í Austur-Kongó, eftir að hún féll í hendur uppreisnarmanna M23 og hers Rúanda í síðustu viku. Þegar fangelsi borgarinnar féll sluppu þaðan þúsundir manna en ráðist var á þann væng fangelsisins þar sem konunum var haldið. Vivian van de Perre, sem kemur að stjórn friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu og er í Goma, segir að hundruð kvenna hafi verið nauðgað í árásinni og að kveikt hafi verið í fangelsinu í kjölfarið. Í frétt Guardian segir að myndir af fangelsinu sýni mikinn eld loga þar þann 27. janúar, daginn sem borgin féll. Sjá einnig: Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Upplýsingar um ódæðið eru enn mjög takmarkaðar en van de Perre segir nokkur hundruð konur hafa verið í fangelsinu. Þeim hafi öllum verið nauðgað, þegar uppreisnarmennirnir tóku fangelsið og um fjögur þúsund menn flúðu, og þær hafi allar dáið í eldsvoðanum eftir það. Líklega er um að ræða versta ódæði uppreisnarmanna M23 í Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Lýstu óvænt yfir vopnahléi Leiðtogar M23 lýstu á mánudaginn óvænt yfir einhliða vopnahléi og sögðust ekki hafa áhuga á því að taka einnig borgina Bukavu, sem uppreisnarmenn M23 höfðu sótt í átt að eftir fall Goma. Van de Perre sagði í samtali við Guardian að það væru jákvæðar fréttir. Sérstaklega ef M23 hörfi frá Goma, því annars stefni í áframhaldandi átök. Her Austur-Kongó hafi nýverið fengið töluverðan liðsauka frá Búrúndí og að það hafi líklega leitt til breytinga hjá leiðtogum M23. Hún sagði einnig að friðargæsluliðar hefðu séð hermenn frá Rúanda með uppreisnarmönnum M23 í Goma og að alþjóðasamfélagið þyrfti að setja mikinn þrýsting á yfirvöld ríkisins. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Kynbundið ofbeldi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Vivian van de Perre, sem kemur að stjórn friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu og er í Goma, segir að hundruð kvenna hafi verið nauðgað í árásinni og að kveikt hafi verið í fangelsinu í kjölfarið. Í frétt Guardian segir að myndir af fangelsinu sýni mikinn eld loga þar þann 27. janúar, daginn sem borgin féll. Sjá einnig: Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Upplýsingar um ódæðið eru enn mjög takmarkaðar en van de Perre segir nokkur hundruð konur hafa verið í fangelsinu. Þeim hafi öllum verið nauðgað, þegar uppreisnarmennirnir tóku fangelsið og um fjögur þúsund menn flúðu, og þær hafi allar dáið í eldsvoðanum eftir það. Líklega er um að ræða versta ódæði uppreisnarmanna M23 í Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Lýstu óvænt yfir vopnahléi Leiðtogar M23 lýstu á mánudaginn óvænt yfir einhliða vopnahléi og sögðust ekki hafa áhuga á því að taka einnig borgina Bukavu, sem uppreisnarmenn M23 höfðu sótt í átt að eftir fall Goma. Van de Perre sagði í samtali við Guardian að það væru jákvæðar fréttir. Sérstaklega ef M23 hörfi frá Goma, því annars stefni í áframhaldandi átök. Her Austur-Kongó hafi nýverið fengið töluverðan liðsauka frá Búrúndí og að það hafi líklega leitt til breytinga hjá leiðtogum M23. Hún sagði einnig að friðargæsluliðar hefðu séð hermenn frá Rúanda með uppreisnarmönnum M23 í Goma og að alþjóðasamfélagið þyrfti að setja mikinn þrýsting á yfirvöld ríkisins.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Kynbundið ofbeldi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira