Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 08:35 Trump og Trudeau hafa ekki talað saman frá því Donald varð forseti. Þeir þurfa væntanlega að gera það núna þegar þjóðirnar hafa lagt tolla á innflutning hvor annars. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt háa tolla á þrjú stærstu viðskiptalönd Bandaríkjanna, Kína, Mexíkó og Kanada. Þeim tollum verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust og eru Kanada og Mexíkó farin að undirbúa eigin tolla á Bandaríkin. Trump sagði Bandaríkin munu leggja 25 prósent tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollar á kanadíska orku eru hins vegar lægri, aðeins tíu prósent. Hann hótaði í nóvember að leggja tollana á ef þjóðirnar myndu ekki bregðast við fíkniefnasmygli og ólöglegum innflytjendum sem kæmu inn í Bandaríkin. Trump samþykkti tollaðgerðirnar í gær og taka þær gildi á þriðjudag. BBC greinir frá. Bæði Kanada og Mexíkó hafa sagst munu bregðast við með sínum eigin tollum en geri þjóðirnar það hyggst Trump hækka tollana enn meira. Innflutningur frá löndunum þremur er meira en 40 prósent af heildarinnflutningi inn í Bandaríkin. „Tollatilkynning dagsins í dag er nauðsynleg til að gera Kína, Mexíkó og Kanada ábyrg fyrir loforðum sínum um að stöðva flæði eiturlyfja inn í Bandaríkin,“ sagði í tilkynningu frá Hvíta húsinu á X á laugardag. Þá skrifaði Trump á miðill sinn, Truth Social, að aðgerðirnar væru framkvæmdar vegna gríðarlegrar ógnar sem standi af ólöglegum innflytjendum og lífshættulegum eiturlyfjum á borð við fentanýl sem dræpu bandaríska borgara. Vandamálin ekki leyst með tollum Tollar eru stór hluti af efnahagslegri sýn Trump næstu árin. Hann telur þá geta eflt bandarískt atvinnulíf, varið bandarísk störf og hækkað skatttekjur. Í tilkynningu Hvíta hússins var mexíkóska ríkisstjórnin einnig sökuð um að vera í „óþolandi bandalagi“ með mexíkóskum fíkniefnabarónum og samtökum. Claudia Sheinbaum ætlar að bregðast við tollum Bandaríkjum með ýmsum aðgerðum, þar á meðal tollum á bandarískar vörur.Getty Forseti Mexíkó, Claudia Sheinbaum, segir ásakanirnar rógburð og kallaði eftir því að Bandaríkin gerðu meira til að koma í veg fyrir ólöglegt flæði skotvopna frá Bandaríkjunum til Mexíkó. „Vandamálin verða ekki leyst með tollum heldur með því að tala saman,“ sagði Sheinbaum. Hún hefur samt sem áður fyrirskipað efnahagsráðherra sínum að bregðast við með aðgerðum. Meðal þeirra verða viðbraðgstollar upp á 25 prósent á vörur frá Bandaríkjunum. Milljarðar Bandaríkjadala í spilunum Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur einnig sagt að ríkisstjórn Kanada muni bregðast við aðgerðunum. „Við viljum ekki vera í þessari stöðu, við báðum ekki um þetta,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. „En við munum ekki hætta að vernda kanadísku þjóðina.“ Kanadíska ríkisstjórnin hyggst setja 25 prósenta tolla á bandarískar vörur að andvirði 155 milljarða dala (22 þúsund milljarðar króna). Fyrst munu tollarnir hafa áhrif á um fimmtung þessa fyrnnefnds innflutnings og eftir þrjár vikur bætist restin við. Justin Trudeau hefur verið forsætisráðherra Kanada frá 2015 en tíð hans lýkur í október þegar kosið verður um nýtt þing.AP/Sean Kilpatrick Bandarískar vörur sem verða fyrir áhrifum eru bjórar, vín, ávextir og ávaxtasafar, grænmeti, fatnaður, heimilistæki og húsgögn meðal annars. Þá verða einnig álögur á timbur og plastefni. Trudeau hefur ekki talað við Trump frá innsetningu þess síðarnefnda en hann segist ætla að halda línunni opinni. Tollar væru ekki besta leiðin til að bregðast við ástandinu á landamærunum. Kanada er stærsti erlendi birgir Bandaríkjanna þegar kemur að hráolíu. Samkvæmt nýjustu opinberu tölum kom 61 prósent innfluttrar olíu til Bandaríkjanna, milli janúars og nóvembers á síðasta ári, frá Kanada. Hagfræðingar telja að tollar Bandaríkjamanna og viðbrögð við þeim munu hækka verð á fjölda vara, bílum, timbri, stáli og ýmsum mat. Bílaiðnaðurinn gæti fengið sérstaklega mikinn skell þar sem bílavarahlutir fara á milli landanna þriggja mörgum sinnum áður en bandarískur bíll verður til. Meðalbílaverð á bandarískum bíl gæti hækkað um þrjú þúsund bandaríkjadali samkvæmt TD Economics. Ætla að leggja fram kæru Kínverska ríkisstjórnin sagði í yfirlýsingu að hún væri mjög óánægð með álögurnar og væri eindregið á móti þeim. Tíu prósenta skattur bætist ofan á þá tolla sem bæði Trump og Biden settu á kínverskar vörur. Kínverjar hyggjast einnig leggja fram kæru til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) á hendur Bandaríkjunum vegna „ólögmætra viðskiptaaðgerða“ og gera gagnráðstafanir til að vernda hagsmuni sína og réttindi. Ding Xuexiang, varaforseti Kína, sagði við Alþjóðaefnahagsráðið í Davos í Sviss í síðasta mánuði að Kínverjar væru að leita að lausn sem myndi hagnast báðum aðilum til að draga úr spennu milli þjóðanna. Bandaríkin Kanada Donald Trump Kína Skattar og tollar Tengdar fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú vera að íhuga að leggja tíu prósent viðbótartoll á allar vörur frá Kína frá og með næstu mánaðarmótum. Í ræðu sinni á setningarathöfninni í fyrradag fór fremur lítið fyrir tollatali en hann talaði fjálglega um tolla í kosningabaráttunni. 22. janúar 2025 06:53 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Trump sagði Bandaríkin munu leggja 25 prósent tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollar á kanadíska orku eru hins vegar lægri, aðeins tíu prósent. Hann hótaði í nóvember að leggja tollana á ef þjóðirnar myndu ekki bregðast við fíkniefnasmygli og ólöglegum innflytjendum sem kæmu inn í Bandaríkin. Trump samþykkti tollaðgerðirnar í gær og taka þær gildi á þriðjudag. BBC greinir frá. Bæði Kanada og Mexíkó hafa sagst munu bregðast við með sínum eigin tollum en geri þjóðirnar það hyggst Trump hækka tollana enn meira. Innflutningur frá löndunum þremur er meira en 40 prósent af heildarinnflutningi inn í Bandaríkin. „Tollatilkynning dagsins í dag er nauðsynleg til að gera Kína, Mexíkó og Kanada ábyrg fyrir loforðum sínum um að stöðva flæði eiturlyfja inn í Bandaríkin,“ sagði í tilkynningu frá Hvíta húsinu á X á laugardag. Þá skrifaði Trump á miðill sinn, Truth Social, að aðgerðirnar væru framkvæmdar vegna gríðarlegrar ógnar sem standi af ólöglegum innflytjendum og lífshættulegum eiturlyfjum á borð við fentanýl sem dræpu bandaríska borgara. Vandamálin ekki leyst með tollum Tollar eru stór hluti af efnahagslegri sýn Trump næstu árin. Hann telur þá geta eflt bandarískt atvinnulíf, varið bandarísk störf og hækkað skatttekjur. Í tilkynningu Hvíta hússins var mexíkóska ríkisstjórnin einnig sökuð um að vera í „óþolandi bandalagi“ með mexíkóskum fíkniefnabarónum og samtökum. Claudia Sheinbaum ætlar að bregðast við tollum Bandaríkjum með ýmsum aðgerðum, þar á meðal tollum á bandarískar vörur.Getty Forseti Mexíkó, Claudia Sheinbaum, segir ásakanirnar rógburð og kallaði eftir því að Bandaríkin gerðu meira til að koma í veg fyrir ólöglegt flæði skotvopna frá Bandaríkjunum til Mexíkó. „Vandamálin verða ekki leyst með tollum heldur með því að tala saman,“ sagði Sheinbaum. Hún hefur samt sem áður fyrirskipað efnahagsráðherra sínum að bregðast við með aðgerðum. Meðal þeirra verða viðbraðgstollar upp á 25 prósent á vörur frá Bandaríkjunum. Milljarðar Bandaríkjadala í spilunum Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur einnig sagt að ríkisstjórn Kanada muni bregðast við aðgerðunum. „Við viljum ekki vera í þessari stöðu, við báðum ekki um þetta,“ sagði hann á blaðamannafundi á laugardag. „En við munum ekki hætta að vernda kanadísku þjóðina.“ Kanadíska ríkisstjórnin hyggst setja 25 prósenta tolla á bandarískar vörur að andvirði 155 milljarða dala (22 þúsund milljarðar króna). Fyrst munu tollarnir hafa áhrif á um fimmtung þessa fyrnnefnds innflutnings og eftir þrjár vikur bætist restin við. Justin Trudeau hefur verið forsætisráðherra Kanada frá 2015 en tíð hans lýkur í október þegar kosið verður um nýtt þing.AP/Sean Kilpatrick Bandarískar vörur sem verða fyrir áhrifum eru bjórar, vín, ávextir og ávaxtasafar, grænmeti, fatnaður, heimilistæki og húsgögn meðal annars. Þá verða einnig álögur á timbur og plastefni. Trudeau hefur ekki talað við Trump frá innsetningu þess síðarnefnda en hann segist ætla að halda línunni opinni. Tollar væru ekki besta leiðin til að bregðast við ástandinu á landamærunum. Kanada er stærsti erlendi birgir Bandaríkjanna þegar kemur að hráolíu. Samkvæmt nýjustu opinberu tölum kom 61 prósent innfluttrar olíu til Bandaríkjanna, milli janúars og nóvembers á síðasta ári, frá Kanada. Hagfræðingar telja að tollar Bandaríkjamanna og viðbrögð við þeim munu hækka verð á fjölda vara, bílum, timbri, stáli og ýmsum mat. Bílaiðnaðurinn gæti fengið sérstaklega mikinn skell þar sem bílavarahlutir fara á milli landanna þriggja mörgum sinnum áður en bandarískur bíll verður til. Meðalbílaverð á bandarískum bíl gæti hækkað um þrjú þúsund bandaríkjadali samkvæmt TD Economics. Ætla að leggja fram kæru Kínverska ríkisstjórnin sagði í yfirlýsingu að hún væri mjög óánægð með álögurnar og væri eindregið á móti þeim. Tíu prósenta skattur bætist ofan á þá tolla sem bæði Trump og Biden settu á kínverskar vörur. Kínverjar hyggjast einnig leggja fram kæru til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) á hendur Bandaríkjunum vegna „ólögmætra viðskiptaaðgerða“ og gera gagnráðstafanir til að vernda hagsmuni sína og réttindi. Ding Xuexiang, varaforseti Kína, sagði við Alþjóðaefnahagsráðið í Davos í Sviss í síðasta mánuði að Kínverjar væru að leita að lausn sem myndi hagnast báðum aðilum til að draga úr spennu milli þjóðanna.
Bandaríkin Kanada Donald Trump Kína Skattar og tollar Tengdar fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú vera að íhuga að leggja tíu prósent viðbótartoll á allar vörur frá Kína frá og með næstu mánaðarmótum. Í ræðu sinni á setningarathöfninni í fyrradag fór fremur lítið fyrir tollatali en hann talaði fjálglega um tolla í kosningabaráttunni. 22. janúar 2025 06:53 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú vera að íhuga að leggja tíu prósent viðbótartoll á allar vörur frá Kína frá og með næstu mánaðarmótum. Í ræðu sinni á setningarathöfninni í fyrradag fór fremur lítið fyrir tollatali en hann talaði fjálglega um tolla í kosningabaráttunni. 22. janúar 2025 06:53