Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar 1. febrúar 2025 14:30 Ég hef undanfarið skrifað nokkrar greinar um ástand sjávarauðlinda þjóðarinnar. Hvernig 40 ára tilraun með kvótasetningu hefur mistekist algjörlega. Mikilvægir nytjastofnar humars og rækju hafa hrunið, og flestir botnfiskstofnar hafa minnkað. Þetta eru ekki einhverjar persónulegar hugleiðingar mínar, heldur byggt á tölulegum upplýsingum úr skýrslum Hafró. Og enn dökknar útlitið. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar verðmætasta nytjafiskstofn; þorskinn. Stofninn hefur minnkað. Alvarlegast er þó að þorskstofninn er nánast svelltur. Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, sem er ein uppistaðan í aflanum, 5.7 kg. Eftir nokkurra ára loðnuveiði, 1983, var þyngdin komin í 4,1kg og 1991 eftir mikil loðnuveiðiár, var þyngdin komin niður í 3,8kg. Hver 7 ára einstaklingur misst tæp 2kg af lífmassa. Nýjustu mælingar frá 2024 gefa 4,2 kg sem er enn langt undir þeirri þyngd sem var. Þorskur er ránfiskur, og ef engin önnur fæða er í boði, þá étur hann eigið ungviði. Nú finnst ekki næg loðna til að senda flotann til veiða, loðnubrestur. Rétt eins og árin; , 2008/9, 2018/19, 2019/20, 2023/24. Á síðast liðnum 10 árum hefur verið loðnubrestur í 6 vertíðar. Eru sérfræðingar okkar ekki farnir að sjá nein merki um að loðnustofninn sé að gefa eftir? Og, ef við skoðum aflatölur um landaða loðnu. Afli á árunum1996-2005 Samtals: 9.927.000 tonn – 100% Afli á árunum 2006-2015 Samtals: 3.269.000 tonn Afli á árunum 2016-2025 Samtals: 1.732.000 tonn – 17+% Hrun Þessar tölur sýna að á hverjum áratug hrynur veiðin. Og, hvað er gert? Það er notuð enn meiri tækni, jafnvel gervigreind, til að finna síðustu torfuna. Ráðgjöf Hafró sem gerir ráð fyrir „að geymd séu 400 þúsund tonn árlega“, er löngu komin í strand. Ef ekki verður gripið í taumana, þá má gera ráð fyrir að loðnustofninn hrynji alveg á vakt Hafró, rétt eins og humarinn, rækjan og lúðan. Hvenær ætla ráðamenn að vakna? Hrynji loðnustofninn munu botnfiskstofnar verða illa úti, þegar allt að 40% af fæðu þeirra hverfur nánast. Höfundur er útgerðartæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarið skrifað nokkrar greinar um ástand sjávarauðlinda þjóðarinnar. Hvernig 40 ára tilraun með kvótasetningu hefur mistekist algjörlega. Mikilvægir nytjastofnar humars og rækju hafa hrunið, og flestir botnfiskstofnar hafa minnkað. Þetta eru ekki einhverjar persónulegar hugleiðingar mínar, heldur byggt á tölulegum upplýsingum úr skýrslum Hafró. Og enn dökknar útlitið. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar verðmætasta nytjafiskstofn; þorskinn. Stofninn hefur minnkað. Alvarlegast er þó að þorskstofninn er nánast svelltur. Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, sem er ein uppistaðan í aflanum, 5.7 kg. Eftir nokkurra ára loðnuveiði, 1983, var þyngdin komin í 4,1kg og 1991 eftir mikil loðnuveiðiár, var þyngdin komin niður í 3,8kg. Hver 7 ára einstaklingur misst tæp 2kg af lífmassa. Nýjustu mælingar frá 2024 gefa 4,2 kg sem er enn langt undir þeirri þyngd sem var. Þorskur er ránfiskur, og ef engin önnur fæða er í boði, þá étur hann eigið ungviði. Nú finnst ekki næg loðna til að senda flotann til veiða, loðnubrestur. Rétt eins og árin; , 2008/9, 2018/19, 2019/20, 2023/24. Á síðast liðnum 10 árum hefur verið loðnubrestur í 6 vertíðar. Eru sérfræðingar okkar ekki farnir að sjá nein merki um að loðnustofninn sé að gefa eftir? Og, ef við skoðum aflatölur um landaða loðnu. Afli á árunum1996-2005 Samtals: 9.927.000 tonn – 100% Afli á árunum 2006-2015 Samtals: 3.269.000 tonn Afli á árunum 2016-2025 Samtals: 1.732.000 tonn – 17+% Hrun Þessar tölur sýna að á hverjum áratug hrynur veiðin. Og, hvað er gert? Það er notuð enn meiri tækni, jafnvel gervigreind, til að finna síðustu torfuna. Ráðgjöf Hafró sem gerir ráð fyrir „að geymd séu 400 þúsund tonn árlega“, er löngu komin í strand. Ef ekki verður gripið í taumana, þá má gera ráð fyrir að loðnustofninn hrynji alveg á vakt Hafró, rétt eins og humarinn, rækjan og lúðan. Hvenær ætla ráðamenn að vakna? Hrynji loðnustofninn munu botnfiskstofnar verða illa úti, þegar allt að 40% af fæðu þeirra hverfur nánast. Höfundur er útgerðartæknir.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar