Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar 1. febrúar 2025 14:30 Ég hef undanfarið skrifað nokkrar greinar um ástand sjávarauðlinda þjóðarinnar. Hvernig 40 ára tilraun með kvótasetningu hefur mistekist algjörlega. Mikilvægir nytjastofnar humars og rækju hafa hrunið, og flestir botnfiskstofnar hafa minnkað. Þetta eru ekki einhverjar persónulegar hugleiðingar mínar, heldur byggt á tölulegum upplýsingum úr skýrslum Hafró. Og enn dökknar útlitið. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar verðmætasta nytjafiskstofn; þorskinn. Stofninn hefur minnkað. Alvarlegast er þó að þorskstofninn er nánast svelltur. Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, sem er ein uppistaðan í aflanum, 5.7 kg. Eftir nokkurra ára loðnuveiði, 1983, var þyngdin komin í 4,1kg og 1991 eftir mikil loðnuveiðiár, var þyngdin komin niður í 3,8kg. Hver 7 ára einstaklingur misst tæp 2kg af lífmassa. Nýjustu mælingar frá 2024 gefa 4,2 kg sem er enn langt undir þeirri þyngd sem var. Þorskur er ránfiskur, og ef engin önnur fæða er í boði, þá étur hann eigið ungviði. Nú finnst ekki næg loðna til að senda flotann til veiða, loðnubrestur. Rétt eins og árin; , 2008/9, 2018/19, 2019/20, 2023/24. Á síðast liðnum 10 árum hefur verið loðnubrestur í 6 vertíðar. Eru sérfræðingar okkar ekki farnir að sjá nein merki um að loðnustofninn sé að gefa eftir? Og, ef við skoðum aflatölur um landaða loðnu. Afli á árunum1996-2005 Samtals: 9.927.000 tonn – 100% Afli á árunum 2006-2015 Samtals: 3.269.000 tonn Afli á árunum 2016-2025 Samtals: 1.732.000 tonn – 17+% Hrun Þessar tölur sýna að á hverjum áratug hrynur veiðin. Og, hvað er gert? Það er notuð enn meiri tækni, jafnvel gervigreind, til að finna síðustu torfuna. Ráðgjöf Hafró sem gerir ráð fyrir „að geymd séu 400 þúsund tonn árlega“, er löngu komin í strand. Ef ekki verður gripið í taumana, þá má gera ráð fyrir að loðnustofninn hrynji alveg á vakt Hafró, rétt eins og humarinn, rækjan og lúðan. Hvenær ætla ráðamenn að vakna? Hrynji loðnustofninn munu botnfiskstofnar verða illa úti, þegar allt að 40% af fæðu þeirra hverfur nánast. Höfundur er útgerðartæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarið skrifað nokkrar greinar um ástand sjávarauðlinda þjóðarinnar. Hvernig 40 ára tilraun með kvótasetningu hefur mistekist algjörlega. Mikilvægir nytjastofnar humars og rækju hafa hrunið, og flestir botnfiskstofnar hafa minnkað. Þetta eru ekki einhverjar persónulegar hugleiðingar mínar, heldur byggt á tölulegum upplýsingum úr skýrslum Hafró. Og enn dökknar útlitið. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar verðmætasta nytjafiskstofn; þorskinn. Stofninn hefur minnkað. Alvarlegast er þó að þorskstofninn er nánast svelltur. Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, sem er ein uppistaðan í aflanum, 5.7 kg. Eftir nokkurra ára loðnuveiði, 1983, var þyngdin komin í 4,1kg og 1991 eftir mikil loðnuveiðiár, var þyngdin komin niður í 3,8kg. Hver 7 ára einstaklingur misst tæp 2kg af lífmassa. Nýjustu mælingar frá 2024 gefa 4,2 kg sem er enn langt undir þeirri þyngd sem var. Þorskur er ránfiskur, og ef engin önnur fæða er í boði, þá étur hann eigið ungviði. Nú finnst ekki næg loðna til að senda flotann til veiða, loðnubrestur. Rétt eins og árin; , 2008/9, 2018/19, 2019/20, 2023/24. Á síðast liðnum 10 árum hefur verið loðnubrestur í 6 vertíðar. Eru sérfræðingar okkar ekki farnir að sjá nein merki um að loðnustofninn sé að gefa eftir? Og, ef við skoðum aflatölur um landaða loðnu. Afli á árunum1996-2005 Samtals: 9.927.000 tonn – 100% Afli á árunum 2006-2015 Samtals: 3.269.000 tonn Afli á árunum 2016-2025 Samtals: 1.732.000 tonn – 17+% Hrun Þessar tölur sýna að á hverjum áratug hrynur veiðin. Og, hvað er gert? Það er notuð enn meiri tækni, jafnvel gervigreind, til að finna síðustu torfuna. Ráðgjöf Hafró sem gerir ráð fyrir „að geymd séu 400 þúsund tonn árlega“, er löngu komin í strand. Ef ekki verður gripið í taumana, þá má gera ráð fyrir að loðnustofninn hrynji alveg á vakt Hafró, rétt eins og humarinn, rækjan og lúðan. Hvenær ætla ráðamenn að vakna? Hrynji loðnustofninn munu botnfiskstofnar verða illa úti, þegar allt að 40% af fæðu þeirra hverfur nánast. Höfundur er útgerðartæknir.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun