Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2025 18:04 Hermenn frá Austur-Kongó fóru yfir landamærin til Rúanda í dag og gáfust upp. Herinn hefur átt í miklum átökum við uppreisnarmenn M23, sem njóta stuðnings yfirvalda í Rúanda. EPA/MOISE NIYONZIMA Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið borgina, þar sem um tvær milljónir búa, eftir tiltölulega hörð átök undanfarið. Hundruð þúsunda eru talin hafa leitað skjóls í Goma undanfarnar vikur vegna átaka á svæðinu. Enn berast þó fregnir af átökum á tilteknum svæðum í Goma, samkvæmt frétt France24. Reuters hefur eftir íbúum í Goma að fólk sé hrætt og flestir haldi sig heima. Erfitt sé að segja til um hvernig uppreisnarmennirnir muni haga sér og staðan sé mjög óljós. Ráðamenn í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, sagt „stríðsástand“ ríkja og hafa sakað Rúanda um ráðast á ríkið og það samsvari stríðsyfirlýsingu. Austur-Kongó sleit formlegum samskiptum við Rúanda um helgina. Blaðamenn ytra hafa eftir leiðtoga friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu að M23 njóti beins stuðnings hers Rúanda. Hermenn séu í Goma. Asked if UN peacekeepers have seen Rwandan troops on the ground in Goma, U.N. peacekeeping chief Jean-Pierre Lacroix said: "There's no question that there are Rwandan troops in Goma supporting the M23. Of course, it's difficult to tell exactly what the numbers are."— Martin Plaut (@martinplaut) January 27, 2025 Eldur kviknaði í fangelsi í Goma í morgun og hefur AP fréttaveitan eftir fanga að á þriðja þúsund sem afplánuðu þar hafi flúið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið í gær og samþykkti ályktun þar sem kallað er eftir því að M23 hörfi frá Goma og eru árásir uppreisnarmannanna fordæmdar sem brot á fullveldi Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Fjöldi fólks hefur flúið frá Austur-Kongó til Rúanda vegna átakanna í Norður-Kivu.EPA/MOISE NIYONZIMA Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Í maí 2023 sendu Suður-Afríka, Malaví, Tansanía og önnur ríki hermenn til að hjálpa her Austur-Kongó. Í júlí í fyrra var svo samið um vopnahlé en það hélt ekki. Undanfarna viku hafa að minnsta kosti þrettán friðargæsluliðar fallið í átökum. Hermenn Rúanda skoða vopn sem hermenn frá Austur-Kongó afhentu þegar þeir fóru yfir landamærin og gáfust upp.EPA/MOISE NIYONZIMA Funda á næstu dögum William Ruto, forseti Kenía hefur boðað til skyndifundar þjóðarleiðtoga Austur-Afríku og stendur til að halda hann á næstu dögum. Þangað munu væntanlega mæta bæði Félix Tshisekedi og Paul Kagame, forsetar Austur-Kongó og Rúanda. Vonir eru bundnar við að þar verði hægt að draga úr spennu og stöðva átökin. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið borgina, þar sem um tvær milljónir búa, eftir tiltölulega hörð átök undanfarið. Hundruð þúsunda eru talin hafa leitað skjóls í Goma undanfarnar vikur vegna átaka á svæðinu. Enn berast þó fregnir af átökum á tilteknum svæðum í Goma, samkvæmt frétt France24. Reuters hefur eftir íbúum í Goma að fólk sé hrætt og flestir haldi sig heima. Erfitt sé að segja til um hvernig uppreisnarmennirnir muni haga sér og staðan sé mjög óljós. Ráðamenn í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, sagt „stríðsástand“ ríkja og hafa sakað Rúanda um ráðast á ríkið og það samsvari stríðsyfirlýsingu. Austur-Kongó sleit formlegum samskiptum við Rúanda um helgina. Blaðamenn ytra hafa eftir leiðtoga friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu að M23 njóti beins stuðnings hers Rúanda. Hermenn séu í Goma. Asked if UN peacekeepers have seen Rwandan troops on the ground in Goma, U.N. peacekeeping chief Jean-Pierre Lacroix said: "There's no question that there are Rwandan troops in Goma supporting the M23. Of course, it's difficult to tell exactly what the numbers are."— Martin Plaut (@martinplaut) January 27, 2025 Eldur kviknaði í fangelsi í Goma í morgun og hefur AP fréttaveitan eftir fanga að á þriðja þúsund sem afplánuðu þar hafi flúið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið í gær og samþykkti ályktun þar sem kallað er eftir því að M23 hörfi frá Goma og eru árásir uppreisnarmannanna fordæmdar sem brot á fullveldi Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Fjöldi fólks hefur flúið frá Austur-Kongó til Rúanda vegna átakanna í Norður-Kivu.EPA/MOISE NIYONZIMA Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Í maí 2023 sendu Suður-Afríka, Malaví, Tansanía og önnur ríki hermenn til að hjálpa her Austur-Kongó. Í júlí í fyrra var svo samið um vopnahlé en það hélt ekki. Undanfarna viku hafa að minnsta kosti þrettán friðargæsluliðar fallið í átökum. Hermenn Rúanda skoða vopn sem hermenn frá Austur-Kongó afhentu þegar þeir fóru yfir landamærin og gáfust upp.EPA/MOISE NIYONZIMA Funda á næstu dögum William Ruto, forseti Kenía hefur boðað til skyndifundar þjóðarleiðtoga Austur-Afríku og stendur til að halda hann á næstu dögum. Þangað munu væntanlega mæta bæði Félix Tshisekedi og Paul Kagame, forsetar Austur-Kongó og Rúanda. Vonir eru bundnar við að þar verði hægt að draga úr spennu og stöðva átökin.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira