52 ár fyrir Southport-morðin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 18:50 Teiknuð mynd af Axel Rudakubana þar sem hann öskrar yfir dómsalinn. AP/Elizabeth Cook Átján ára karlmaður sem játaði að hafa stungið þrjár ungar stelpur til bana í Southport á Englandi var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Morðin ollu miklum óeirðum í Bretlandi. Axel Rudakubana, þá sautján ára, réðist inn á Taylor Swift sumarnámskeið þann 29. júlí 2024. Þar stakk hann þrjár ungar stúlkur til bana ásamt því að slasa tíu aðra, bæði börn og fullorðna. Stúlkurnar þrjár hétu Elsie Dot Stancombe, 7 ára, Alice da Silva Aguiar, 9 ára og Bebe King, 6 ára. „Það er góður hlutur að þessi börn eru látin, ég er svo glaður,“ sagði Rudakubana við lögreglu þegar hann var handtekinn á vettvangi árásarinnar. Rudakubana játaði að hafa stungið stúlkurnar til bana þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool á mánudag. Hann var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi í dag. Hann var einnig ákærður fyrir tíu morðtilraunir, vörslu eggvopns og tvö hryðjuverkatengd brot. Rudakubana hafði búið til eitrið rísín og átti handbók frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Fyrir morðin var hann dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Þá var hann dæmdur í að minnsta kosti átján ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á átta börnum og að minnsta kosti sextán ár fyrir tilraun til manndráps á tveimur fullorðnum einstaklingum. Vegna vörslu á eggvopni var Rudakubana dæmdur í átján mánaða gæsluvarðhald. Fyrir að búa til rísín eitrið var hann dæmdur í tólf ára gæsluvarðhald og vegna vörslu á al-Qaeda handbók var hann dæmdur átján mánaða gæsluvarðhald. Rudakubana afplánar alla dómana á sama tíma og situr því inni í að minnsta kosti 52 ár. Miklar óeirðir í Englandi og á Norður-Írlandi Rudakubana var lengi vel ekki nafngreindur þar sem hann var undir lögaldri. Það olli mikilli upplýsingaóreiðu og voru tveir handteknir fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um árásarmanninn. Miklar óeirðir brutust út í víðs vegar um England eftir árásina, sérstaklega meðal hópa hægriöfgamanna og útlendingahatara. Rudakubana fæddist í Wales en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Rúmlega fjögur hundruð manns voru handteknir og um hundrað kærðir í tengslum við uppþotin. Hnífaárás í Southport England Bretland Erlend sakamál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Axel Rudakubana, þá sautján ára, réðist inn á Taylor Swift sumarnámskeið þann 29. júlí 2024. Þar stakk hann þrjár ungar stúlkur til bana ásamt því að slasa tíu aðra, bæði börn og fullorðna. Stúlkurnar þrjár hétu Elsie Dot Stancombe, 7 ára, Alice da Silva Aguiar, 9 ára og Bebe King, 6 ára. „Það er góður hlutur að þessi börn eru látin, ég er svo glaður,“ sagði Rudakubana við lögreglu þegar hann var handtekinn á vettvangi árásarinnar. Rudakubana játaði að hafa stungið stúlkurnar til bana þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool á mánudag. Hann var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi í dag. Hann var einnig ákærður fyrir tíu morðtilraunir, vörslu eggvopns og tvö hryðjuverkatengd brot. Rudakubana hafði búið til eitrið rísín og átti handbók frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Fyrir morðin var hann dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Þá var hann dæmdur í að minnsta kosti átján ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á átta börnum og að minnsta kosti sextán ár fyrir tilraun til manndráps á tveimur fullorðnum einstaklingum. Vegna vörslu á eggvopni var Rudakubana dæmdur í átján mánaða gæsluvarðhald. Fyrir að búa til rísín eitrið var hann dæmdur í tólf ára gæsluvarðhald og vegna vörslu á al-Qaeda handbók var hann dæmdur átján mánaða gæsluvarðhald. Rudakubana afplánar alla dómana á sama tíma og situr því inni í að minnsta kosti 52 ár. Miklar óeirðir í Englandi og á Norður-Írlandi Rudakubana var lengi vel ekki nafngreindur þar sem hann var undir lögaldri. Það olli mikilli upplýsingaóreiðu og voru tveir handteknir fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um árásarmanninn. Miklar óeirðir brutust út í víðs vegar um England eftir árásina, sérstaklega meðal hópa hægriöfgamanna og útlendingahatara. Rudakubana fæddist í Wales en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Rúmlega fjögur hundruð manns voru handteknir og um hundrað kærðir í tengslum við uppþotin.
Hnífaárás í Southport England Bretland Erlend sakamál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira