Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2025 13:16 Hilmar Þór Hilmarsson segir að vandamálið sé að í vopnahléi felist ekki heildarlausn. Tæplega 90 palestínskum föngum í Ísrael var sleppt úr Ofer fangelsinu í Ramallah í morgunsárið. Í gær var þremur ísraelskum gíslum sleppt úr haldi Hamas vegna vopnahlés sem samið var um á dögunum. Prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri segir vopnahlé skref í rétta átt en að engin varanleg pólitísk lausn sé í sjónmáli. Óhljóðin frá sprengjuregni á Gasa hefur vikið fyrir friði og ró eftir að vopnahlé tók gildi í gær og í morgun hefur fjöldi Palestínumanna, sem var í haldi Ísraelsmanna, snúið aftur til Gasa en svæðið er því sem næst rústir einar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir palestínskri konu, Söfuu Mahmoud, sem búið hefur í tjaldi með systrum sínum og föður í Khan Younis í marga mánuði, að henni hafi fundist nær óraunverulegt að hafa fengið óslitinn nætursvefn og frið frá sprengjum. Þrátt fyrir eyðilegginguna á Gasa sé það gríðarlega þýðingamikið að upplifa kyrrðina og hamingjuna um stund. En orðið um stund er lykilorð í þessu samhengi því Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í Háskolanum á Akureyri segir að það sé alls óvíst hvað taki við að loknu vopnahléi. Bandaríkin skipti gríðarlega miklu máli í alþjóðakerfinu. „Donald Trump er náttúrulega að taka við embætti í dag og hann stendur frammi fyrir mjög erfiðum málum. Úkraínumálið er enn óleyst og það eru vandamál í samskiptum við Kína þess vegna skiptir miklu máli fyrir hann að það sé einhvers staðar árangur.“ Trump hafi fagnað ákaft samkomulagi um vopnahlé á Gasa. „Auðvitað skiptir það máli og manni skilst að Trump hafi beitt Netanyahu töluverðum þrýstingi að koma á einhvers konar samkomulagi þannig að það sé hægt að koma hjálpargögnum á Gasasvæðið og hægt að frelsa eitthvað af þessum gíslum og fangar frá Gasasvæðinu þeir komist heim til sín aftur.“ Hilmar segir að vandamálið sé að í vopnahléi felist ekki heildarlausn. Það séu gríðarlega flókin viðfangsefni framundan og ekki víst að framtíðin verði friðvænleg í Mið-Austurlöndum í bráð. „Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að leysa þetta mál en Netanyahu talaði um að gera út af við Hamas, Hamas er ennþá lifandi sem samtök, ef við skoðum Hesbollah í Líbanon sem líka hefur verið í átökum við Ísraela, það er ennþá til og Hútar í Jemen eru ennþá til og það er slæmt samband milli Íran og Ísrael líka sem gæti leitt til átaka og auðvitað er þetta vopnahlé skref í rétta átt, en þetta er ekki nein varanleg lausn til að það verði varanlegur friður milli Ísrael og Palestínumanna.“ Ísrael Palestína Bandaríkin Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Heimur hins sterka og óvissan framundan Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum. 20. janúar 2025 10:00 Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. 20. janúar 2025 06:40 Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. 19. janúar 2025 19:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Óhljóðin frá sprengjuregni á Gasa hefur vikið fyrir friði og ró eftir að vopnahlé tók gildi í gær og í morgun hefur fjöldi Palestínumanna, sem var í haldi Ísraelsmanna, snúið aftur til Gasa en svæðið er því sem næst rústir einar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir palestínskri konu, Söfuu Mahmoud, sem búið hefur í tjaldi með systrum sínum og föður í Khan Younis í marga mánuði, að henni hafi fundist nær óraunverulegt að hafa fengið óslitinn nætursvefn og frið frá sprengjum. Þrátt fyrir eyðilegginguna á Gasa sé það gríðarlega þýðingamikið að upplifa kyrrðina og hamingjuna um stund. En orðið um stund er lykilorð í þessu samhengi því Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í Háskolanum á Akureyri segir að það sé alls óvíst hvað taki við að loknu vopnahléi. Bandaríkin skipti gríðarlega miklu máli í alþjóðakerfinu. „Donald Trump er náttúrulega að taka við embætti í dag og hann stendur frammi fyrir mjög erfiðum málum. Úkraínumálið er enn óleyst og það eru vandamál í samskiptum við Kína þess vegna skiptir miklu máli fyrir hann að það sé einhvers staðar árangur.“ Trump hafi fagnað ákaft samkomulagi um vopnahlé á Gasa. „Auðvitað skiptir það máli og manni skilst að Trump hafi beitt Netanyahu töluverðum þrýstingi að koma á einhvers konar samkomulagi þannig að það sé hægt að koma hjálpargögnum á Gasasvæðið og hægt að frelsa eitthvað af þessum gíslum og fangar frá Gasasvæðinu þeir komist heim til sín aftur.“ Hilmar segir að vandamálið sé að í vopnahléi felist ekki heildarlausn. Það séu gríðarlega flókin viðfangsefni framundan og ekki víst að framtíðin verði friðvænleg í Mið-Austurlöndum í bráð. „Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að leysa þetta mál en Netanyahu talaði um að gera út af við Hamas, Hamas er ennþá lifandi sem samtök, ef við skoðum Hesbollah í Líbanon sem líka hefur verið í átökum við Ísraela, það er ennþá til og Hútar í Jemen eru ennþá til og það er slæmt samband milli Íran og Ísrael líka sem gæti leitt til átaka og auðvitað er þetta vopnahlé skref í rétta átt, en þetta er ekki nein varanleg lausn til að það verði varanlegur friður milli Ísrael og Palestínumanna.“
Ísrael Palestína Bandaríkin Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Heimur hins sterka og óvissan framundan Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum. 20. janúar 2025 10:00 Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. 20. janúar 2025 06:40 Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. 19. janúar 2025 19:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Heimur hins sterka og óvissan framundan Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum. 20. janúar 2025 10:00
Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. 20. janúar 2025 06:40
Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. 19. janúar 2025 19:23