Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 20. janúar 2025 11:31 Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á það kynjamisrétti sem enn er til staðar. Við ríðum á vaðið með tölfræði um atvinnuþátttöku kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði út frá gögnum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka hefur afgerandi áhrif á afkomumöguleika fólks. Skert atvinnuþátttaka dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði og möguleikum á framgangi á vinnumarkaði. Á Íslandi er vinnumarkaðurinn kynjaður rétt eins og flest önnur svið samfélagsins þó atvinnuþátttaka bæði karla og kvenna sé ein sú mesta meðal OECD ríkja. Þrátt fyrir þessa miklu atvinnuþátttöku kvenna er hún minni en karla, þær vinna styttri vinnudag og eru frekar í hlutastörfum. Þetta hefur neikvæð áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og ævitekjur þeirra. Atvinnuþátttaka Mynd: Atvinnuþátttaka (% af mannfjölda) eftir aldri á árinu 2023. Atvinnuþátttaka karla á Íslandi er meiri en kvenna nema í yngsta aldurshópnum 16-24 ára þrátt fyrir að hærra hlutfall kvenna en karla séu í framhaldsskóla- eða háskólanámi. Atvinnuþátttakan meðal kvenna er mest á aldrinum 25-54 ára, líkt og karla, en athygli vekur hversu lág hún er í aldurshópnum 55-74 ára. Um 46% kvenna eru utan vinnumarkaðar í þessum aldurshópi en aðeins um 30% karla. Hluti af þessum hópi er auðvitað kominn á ellilífeyrisaldur en staða eldri kvenna virðist verri en karla á vinnumarkaði. Í þessu sambandi má benda sérstaklega á að mun fleiri konur en karlar eru öryrkjar og þeim fjölgar með hækkandi aldri eins og rannsókn sem unnin var fyrir ÖBÍ 2019 leiddi í ljós. Vinnutími og hlutastörf Mynd: Vinnustundir karla og kvenna á árinu 2023 Konur vinna að jafnaði tæpum 7 stundum skemur en karlar af launavinnu á viku. Ef litið er til kvenna í fullu starfi vinna þær að jafnaði 4,6 stundum skemur á viku en karlar. Karlar hafa því líklega meiri möguleika á að vinna yfirvinnu en konur og hátt hlutfall kvenna vinnur hjá hinu opinbera þar sem vinnuvikan er að jafnaði styttri. Hins vegar sýna rannsóknir að konur í gagnkynhneigðum parasamböndum beri meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna og aðstandenda og vinni þar af leiðandi fleiri ólaunaðar stundir. Þegar litið er til hlutastarfandi vinna konur rúmlega tveimur tímum skemur en karlar á viku og eru karlar því líklega að jafnaði í hærra starfshlutfalli en konur í hlutastörfum. Eins og fram hefur komið eru konur mun líklegri til að vera í hlutastarfi en karlar. Ef litið er til aldurshópsins 25-64 ára sjáum við að innan við 10% karla eru í hlutastarfi en um fjórðungar kvenna á vinnumarkaði. Mynd: Í hlutastarfi (% af starfandi) á árinu 2023. Í óbirtri rannsókn byggðri á könnun Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins á stöðu launafólks 2024 kemur fram að barnlausar konur og karlar séu jafnlíkleg til að vera í hlutastörfum. Hins vegar aukast líkurnar á því að mæður séu í hlutastarfi með hverju barni en það dregur úr líkum á að karlar séu í hlutastarfi ef þeir eru feður. Það eru að öllu jöfnu konurnar sem brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Þá kemur einnig fram að fæðingarorlof karla hafi engin áhrif á möguleika þeirra til fjárhagslegs sjálfstæðis á meðan konurnar eru í miklu meiri mæli háðar mökum sínum um fjárhagslega framfærslu. Í könnun Vörðu um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs frá 2023 kemur fram að aðeins 68% kvenna sem eiga börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára eru í fullu starfi en 96% karla. Barneignir draga því að jafnaði úr atvinnuþátttöku kvenna og ógna fjárhagslegu sjálfstæði þeirra en slíkra áhrifa gætir ekki á karla. Helstu tæki stjórnvalda til að bregðast við þessu ójafnrétti er með löggjöf um jafna skiptingu foreldra á fæðingarorlofi, með því að tryggja öllum börnum dagsvistun um leið og fæðingarorlofi lýkur, tryggja leikskólavist í samræmi við fulla vinnu foreldra á viðráðanlegu verði og öruggt aðgengi að frístundaheimilum fyrir yngri grunnskólabörn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Steinunn Bragadóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á það kynjamisrétti sem enn er til staðar. Við ríðum á vaðið með tölfræði um atvinnuþátttöku kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði út frá gögnum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka hefur afgerandi áhrif á afkomumöguleika fólks. Skert atvinnuþátttaka dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði og möguleikum á framgangi á vinnumarkaði. Á Íslandi er vinnumarkaðurinn kynjaður rétt eins og flest önnur svið samfélagsins þó atvinnuþátttaka bæði karla og kvenna sé ein sú mesta meðal OECD ríkja. Þrátt fyrir þessa miklu atvinnuþátttöku kvenna er hún minni en karla, þær vinna styttri vinnudag og eru frekar í hlutastörfum. Þetta hefur neikvæð áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og ævitekjur þeirra. Atvinnuþátttaka Mynd: Atvinnuþátttaka (% af mannfjölda) eftir aldri á árinu 2023. Atvinnuþátttaka karla á Íslandi er meiri en kvenna nema í yngsta aldurshópnum 16-24 ára þrátt fyrir að hærra hlutfall kvenna en karla séu í framhaldsskóla- eða háskólanámi. Atvinnuþátttakan meðal kvenna er mest á aldrinum 25-54 ára, líkt og karla, en athygli vekur hversu lág hún er í aldurshópnum 55-74 ára. Um 46% kvenna eru utan vinnumarkaðar í þessum aldurshópi en aðeins um 30% karla. Hluti af þessum hópi er auðvitað kominn á ellilífeyrisaldur en staða eldri kvenna virðist verri en karla á vinnumarkaði. Í þessu sambandi má benda sérstaklega á að mun fleiri konur en karlar eru öryrkjar og þeim fjölgar með hækkandi aldri eins og rannsókn sem unnin var fyrir ÖBÍ 2019 leiddi í ljós. Vinnutími og hlutastörf Mynd: Vinnustundir karla og kvenna á árinu 2023 Konur vinna að jafnaði tæpum 7 stundum skemur en karlar af launavinnu á viku. Ef litið er til kvenna í fullu starfi vinna þær að jafnaði 4,6 stundum skemur á viku en karlar. Karlar hafa því líklega meiri möguleika á að vinna yfirvinnu en konur og hátt hlutfall kvenna vinnur hjá hinu opinbera þar sem vinnuvikan er að jafnaði styttri. Hins vegar sýna rannsóknir að konur í gagnkynhneigðum parasamböndum beri meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna og aðstandenda og vinni þar af leiðandi fleiri ólaunaðar stundir. Þegar litið er til hlutastarfandi vinna konur rúmlega tveimur tímum skemur en karlar á viku og eru karlar því líklega að jafnaði í hærra starfshlutfalli en konur í hlutastörfum. Eins og fram hefur komið eru konur mun líklegri til að vera í hlutastarfi en karlar. Ef litið er til aldurshópsins 25-64 ára sjáum við að innan við 10% karla eru í hlutastarfi en um fjórðungar kvenna á vinnumarkaði. Mynd: Í hlutastarfi (% af starfandi) á árinu 2023. Í óbirtri rannsókn byggðri á könnun Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins á stöðu launafólks 2024 kemur fram að barnlausar konur og karlar séu jafnlíkleg til að vera í hlutastörfum. Hins vegar aukast líkurnar á því að mæður séu í hlutastarfi með hverju barni en það dregur úr líkum á að karlar séu í hlutastarfi ef þeir eru feður. Það eru að öllu jöfnu konurnar sem brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Þá kemur einnig fram að fæðingarorlof karla hafi engin áhrif á möguleika þeirra til fjárhagslegs sjálfstæðis á meðan konurnar eru í miklu meiri mæli háðar mökum sínum um fjárhagslega framfærslu. Í könnun Vörðu um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs frá 2023 kemur fram að aðeins 68% kvenna sem eiga börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára eru í fullu starfi en 96% karla. Barneignir draga því að jafnaði úr atvinnuþátttöku kvenna og ógna fjárhagslegu sjálfstæði þeirra en slíkra áhrifa gætir ekki á karla. Helstu tæki stjórnvalda til að bregðast við þessu ójafnrétti er með löggjöf um jafna skiptingu foreldra á fæðingarorlofi, með því að tryggja öllum börnum dagsvistun um leið og fæðingarorlofi lýkur, tryggja leikskólavist í samræmi við fulla vinnu foreldra á viðráðanlegu verði og öruggt aðgengi að frístundaheimilum fyrir yngri grunnskólabörn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar