„Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 14:49 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er glaður í hjartanu yfir viðtökum almennings sem birtast í fjölda tillagna til hagræðingar í samráðsgátt. Vísir/Vilhelm Það kemur fyllilega til greina að endurskoða innkaupareglur ríkisins á flugmiðum segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkið hefur verið sakað um óeðlilega viðskiptahætti en ráðherra segir mikilvægt að finna hagstæðustu lausnina fyrir ríkið, hvort sem það varðar kostnað vegna vinnuferða eða annarra innkaupa hins opinbera. Daði kveðst himinlifandi með áhuga almennings á skilvirkni í ríkisrekstri. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að forsvarsmenn flugfélagsins Play hafi til skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Flugfélagið hefur lagt það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið verði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana starfa sinna vegna. Athygli var jafnframt vakin á því, að síðastliðin tvö ár hafi ríkið aðeins keypt um 1,4% allra keyptra flugmiða af Play sem er langt frá því að endurspegla markaðshlutdeild félagsins. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vel koma til greina að endurskoða núverandi fyrirkomulag. „Það er fyllilega á borðinu að skoða þessi innkaup eins og öll önnur innkaup. Þessi tillaga hefur komið fram ítrekað í sögunni og þarna þurfum við bara að leita til markaðsaðila um tilboð og finna þar hagkvæmustu lausnina fyrir ríkið,“ segir Daði. Vilja vinna hratt úr tillögum Borist hafa ríflega 3200 tillögur í samráðsgátt þar sem almenningur hefur kost á að leggja fram tillögur að hagræðingu í rekstri hins opinbera. Þá hafa forstöðumenn hjá ríkinu verið beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum að vinna úr öllum þeim tillögum sem berast. „Við erum að klára núna skipun á þriggja manna hópi sem mun stýra vinnunni og síðan munu starfsmenn ráðuneytis koma að því. Markmiðið er að vinna eins hratt úr þessu og kostur er að þetta klárist núna á vormánuðum. Það er sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta sem nýskipaðs fjármála- og efnahagsráðherra, hvað þjóðinni er umhugað um skilvirkan rekstur hins opinbera, það eru góðar fréttir,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Play Rekstur hins opinbera Viðreisn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að forsvarsmenn flugfélagsins Play hafi til skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Flugfélagið hefur lagt það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið verði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana starfa sinna vegna. Athygli var jafnframt vakin á því, að síðastliðin tvö ár hafi ríkið aðeins keypt um 1,4% allra keyptra flugmiða af Play sem er langt frá því að endurspegla markaðshlutdeild félagsins. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vel koma til greina að endurskoða núverandi fyrirkomulag. „Það er fyllilega á borðinu að skoða þessi innkaup eins og öll önnur innkaup. Þessi tillaga hefur komið fram ítrekað í sögunni og þarna þurfum við bara að leita til markaðsaðila um tilboð og finna þar hagkvæmustu lausnina fyrir ríkið,“ segir Daði. Vilja vinna hratt úr tillögum Borist hafa ríflega 3200 tillögur í samráðsgátt þar sem almenningur hefur kost á að leggja fram tillögur að hagræðingu í rekstri hins opinbera. Þá hafa forstöðumenn hjá ríkinu verið beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum að vinna úr öllum þeim tillögum sem berast. „Við erum að klára núna skipun á þriggja manna hópi sem mun stýra vinnunni og síðan munu starfsmenn ráðuneytis koma að því. Markmiðið er að vinna eins hratt úr þessu og kostur er að þetta klárist núna á vormánuðum. Það er sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta sem nýskipaðs fjármála- og efnahagsráðherra, hvað þjóðinni er umhugað um skilvirkan rekstur hins opinbera, það eru góðar fréttir,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Play Rekstur hins opinbera Viðreisn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira