Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar 16. janúar 2025 10:30 Um daginn var komið að máli við mig varðandi græna vegginn í Álfabakka og var honum réttilega hallmælt. Eftir samtalið rann það svo upp fyrir mér að síðan ég útskrifaðist úr arkitektanámi þá hefur fólk reglulega komið á tal við mig til að kvarta yfir arkitektum. Það er ekki verið að kvarta yfir að arkitektarnir séu að teikna ljót hús heldur frekar að þeir séu að standa fastir á sínu varðandi fagurfræðilega eða hugmyndafræðilega nálgun. Það að huga að fagurfræði er þá iðulega teiknað upp sem einhver sérviska arkitektsins en svo er slegið upp í gríni að arkitektinn hafi “löggiltan smekk”. Svo þegar rætt var við mig um græna vegginn rann það upp fyrir mér að í fyrsta skipti væri verið að kvarta yfir raunverulegum ljótleika við mig. Loksins skipti fagurfræði máli. Viðmælandi minn hallmælti svo vissulega Reykjavíkurborg og stjórnsýslunni í kringum ákvörðunartökuna og látið var í veðri vaka að “svona hús” ætti ekki heima þarna hjá greyið íbúðablokkinni. Ég hugsaði hinsvegar með mér hvar “svona hús”, risastór og ljót, ættu þá eiginlega heima? Hver dregur svo stutta stráið og þarf að nota risastóra, ljóta húsið? Kannski er það bara ég en mér finnst “svona hús” eiginlega furðulega algeng og meira að segja í hversdagslegum athöfnum okkar við að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur. Á Selfossi, bær sem þekktur er fyrir rómantískan en vissulega sviðsettan menningararf, fer veigamesta verslun bæjarins fram í stórum og þunglamalegun stálgrindarhúsum og meira að segja bakkaríið lítur út eins og eins og hálfklárað lagerhúsnæði. Það leiðir okkur svo að spurningunni af hverju lagerhús eru eins og þau eru? Af hverju er allt í lagi að vinnuumhverfi starfsmanna á lager séu gluggalaus og óvistleg? Til að bæta gráu ofan á svart eru lagerhús oft staðsett saman í einsleitum atvinnuhúsahverfum sem eru bókstaflega grá og næstum svört; gróðursnauð, óþægileg og einsleit. Það er synd að þetta sé svona því það er ekkert sem segir að stór stálgrindarhús geti ekki verið falleg og upplífgandi. Byggingar sem er sneyddar allri gleði og fegurð virðast þó ekki þykja tilkomumál þar sem þær eru ótrúlega algengar. Í því ljósi má spyrja sig hvort það hafi ekki bara verið tímaspursmál hvenær eitt stykki einsleitt stálgrindarhús myndi lauma sér framan við stofugluggann hjá fólki? Auðvitað á þetta á ekki að geta gerst. En eins sorglegt og það hljómar þá kom þetta mér bara ekkert á óvart. Ég hef svo oft fengið glósur um að “hugsa bara um praktíkina og ekki að gleyma mér í einhverri fagurfræði”. Þegar ég svara til baka um að notagildi og fagurfræði geti farið saman og að fallegt umhverfi stuðli að vellíðan og gleði þá eru slíkar útskýringar leiddar hjá sér. Græni veggurinn sýnir skýrt fram á að það er ekki nóg að “hugsa bara um praktíkina” og ekkert annað. Það er sannarlega tímabært að spyrja stærri spurninga. Hver er hugmyndfræði verkefnisins? Hvernig vinnum við með fegurðina? Mun fólki líða vel og verða jafnvel innblásið í hversdagslegum athöfnum sínum? Hvað er þetta umhverfi að segja okkur? Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn var komið að máli við mig varðandi græna vegginn í Álfabakka og var honum réttilega hallmælt. Eftir samtalið rann það svo upp fyrir mér að síðan ég útskrifaðist úr arkitektanámi þá hefur fólk reglulega komið á tal við mig til að kvarta yfir arkitektum. Það er ekki verið að kvarta yfir að arkitektarnir séu að teikna ljót hús heldur frekar að þeir séu að standa fastir á sínu varðandi fagurfræðilega eða hugmyndafræðilega nálgun. Það að huga að fagurfræði er þá iðulega teiknað upp sem einhver sérviska arkitektsins en svo er slegið upp í gríni að arkitektinn hafi “löggiltan smekk”. Svo þegar rætt var við mig um græna vegginn rann það upp fyrir mér að í fyrsta skipti væri verið að kvarta yfir raunverulegum ljótleika við mig. Loksins skipti fagurfræði máli. Viðmælandi minn hallmælti svo vissulega Reykjavíkurborg og stjórnsýslunni í kringum ákvörðunartökuna og látið var í veðri vaka að “svona hús” ætti ekki heima þarna hjá greyið íbúðablokkinni. Ég hugsaði hinsvegar með mér hvar “svona hús”, risastór og ljót, ættu þá eiginlega heima? Hver dregur svo stutta stráið og þarf að nota risastóra, ljóta húsið? Kannski er það bara ég en mér finnst “svona hús” eiginlega furðulega algeng og meira að segja í hversdagslegum athöfnum okkar við að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur. Á Selfossi, bær sem þekktur er fyrir rómantískan en vissulega sviðsettan menningararf, fer veigamesta verslun bæjarins fram í stórum og þunglamalegun stálgrindarhúsum og meira að segja bakkaríið lítur út eins og eins og hálfklárað lagerhúsnæði. Það leiðir okkur svo að spurningunni af hverju lagerhús eru eins og þau eru? Af hverju er allt í lagi að vinnuumhverfi starfsmanna á lager séu gluggalaus og óvistleg? Til að bæta gráu ofan á svart eru lagerhús oft staðsett saman í einsleitum atvinnuhúsahverfum sem eru bókstaflega grá og næstum svört; gróðursnauð, óþægileg og einsleit. Það er synd að þetta sé svona því það er ekkert sem segir að stór stálgrindarhús geti ekki verið falleg og upplífgandi. Byggingar sem er sneyddar allri gleði og fegurð virðast þó ekki þykja tilkomumál þar sem þær eru ótrúlega algengar. Í því ljósi má spyrja sig hvort það hafi ekki bara verið tímaspursmál hvenær eitt stykki einsleitt stálgrindarhús myndi lauma sér framan við stofugluggann hjá fólki? Auðvitað á þetta á ekki að geta gerst. En eins sorglegt og það hljómar þá kom þetta mér bara ekkert á óvart. Ég hef svo oft fengið glósur um að “hugsa bara um praktíkina og ekki að gleyma mér í einhverri fagurfræði”. Þegar ég svara til baka um að notagildi og fagurfræði geti farið saman og að fallegt umhverfi stuðli að vellíðan og gleði þá eru slíkar útskýringar leiddar hjá sér. Græni veggurinn sýnir skýrt fram á að það er ekki nóg að “hugsa bara um praktíkina” og ekkert annað. Það er sannarlega tímabært að spyrja stærri spurninga. Hver er hugmyndfræði verkefnisins? Hvernig vinnum við með fegurðina? Mun fólki líða vel og verða jafnvel innblásið í hversdagslegum athöfnum sínum? Hvað er þetta umhverfi að segja okkur? Höfundur er arkitekt.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun