Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar 16. janúar 2025 10:30 Um daginn var komið að máli við mig varðandi græna vegginn í Álfabakka og var honum réttilega hallmælt. Eftir samtalið rann það svo upp fyrir mér að síðan ég útskrifaðist úr arkitektanámi þá hefur fólk reglulega komið á tal við mig til að kvarta yfir arkitektum. Það er ekki verið að kvarta yfir að arkitektarnir séu að teikna ljót hús heldur frekar að þeir séu að standa fastir á sínu varðandi fagurfræðilega eða hugmyndafræðilega nálgun. Það að huga að fagurfræði er þá iðulega teiknað upp sem einhver sérviska arkitektsins en svo er slegið upp í gríni að arkitektinn hafi “löggiltan smekk”. Svo þegar rætt var við mig um græna vegginn rann það upp fyrir mér að í fyrsta skipti væri verið að kvarta yfir raunverulegum ljótleika við mig. Loksins skipti fagurfræði máli. Viðmælandi minn hallmælti svo vissulega Reykjavíkurborg og stjórnsýslunni í kringum ákvörðunartökuna og látið var í veðri vaka að “svona hús” ætti ekki heima þarna hjá greyið íbúðablokkinni. Ég hugsaði hinsvegar með mér hvar “svona hús”, risastór og ljót, ættu þá eiginlega heima? Hver dregur svo stutta stráið og þarf að nota risastóra, ljóta húsið? Kannski er það bara ég en mér finnst “svona hús” eiginlega furðulega algeng og meira að segja í hversdagslegum athöfnum okkar við að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur. Á Selfossi, bær sem þekktur er fyrir rómantískan en vissulega sviðsettan menningararf, fer veigamesta verslun bæjarins fram í stórum og þunglamalegun stálgrindarhúsum og meira að segja bakkaríið lítur út eins og eins og hálfklárað lagerhúsnæði. Það leiðir okkur svo að spurningunni af hverju lagerhús eru eins og þau eru? Af hverju er allt í lagi að vinnuumhverfi starfsmanna á lager séu gluggalaus og óvistleg? Til að bæta gráu ofan á svart eru lagerhús oft staðsett saman í einsleitum atvinnuhúsahverfum sem eru bókstaflega grá og næstum svört; gróðursnauð, óþægileg og einsleit. Það er synd að þetta sé svona því það er ekkert sem segir að stór stálgrindarhús geti ekki verið falleg og upplífgandi. Byggingar sem er sneyddar allri gleði og fegurð virðast þó ekki þykja tilkomumál þar sem þær eru ótrúlega algengar. Í því ljósi má spyrja sig hvort það hafi ekki bara verið tímaspursmál hvenær eitt stykki einsleitt stálgrindarhús myndi lauma sér framan við stofugluggann hjá fólki? Auðvitað á þetta á ekki að geta gerst. En eins sorglegt og það hljómar þá kom þetta mér bara ekkert á óvart. Ég hef svo oft fengið glósur um að “hugsa bara um praktíkina og ekki að gleyma mér í einhverri fagurfræði”. Þegar ég svara til baka um að notagildi og fagurfræði geti farið saman og að fallegt umhverfi stuðli að vellíðan og gleði þá eru slíkar útskýringar leiddar hjá sér. Græni veggurinn sýnir skýrt fram á að það er ekki nóg að “hugsa bara um praktíkina” og ekkert annað. Það er sannarlega tímabært að spyrja stærri spurninga. Hver er hugmyndfræði verkefnisins? Hvernig vinnum við með fegurðina? Mun fólki líða vel og verða jafnvel innblásið í hversdagslegum athöfnum sínum? Hvað er þetta umhverfi að segja okkur? Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Um daginn var komið að máli við mig varðandi græna vegginn í Álfabakka og var honum réttilega hallmælt. Eftir samtalið rann það svo upp fyrir mér að síðan ég útskrifaðist úr arkitektanámi þá hefur fólk reglulega komið á tal við mig til að kvarta yfir arkitektum. Það er ekki verið að kvarta yfir að arkitektarnir séu að teikna ljót hús heldur frekar að þeir séu að standa fastir á sínu varðandi fagurfræðilega eða hugmyndafræðilega nálgun. Það að huga að fagurfræði er þá iðulega teiknað upp sem einhver sérviska arkitektsins en svo er slegið upp í gríni að arkitektinn hafi “löggiltan smekk”. Svo þegar rætt var við mig um græna vegginn rann það upp fyrir mér að í fyrsta skipti væri verið að kvarta yfir raunverulegum ljótleika við mig. Loksins skipti fagurfræði máli. Viðmælandi minn hallmælti svo vissulega Reykjavíkurborg og stjórnsýslunni í kringum ákvörðunartökuna og látið var í veðri vaka að “svona hús” ætti ekki heima þarna hjá greyið íbúðablokkinni. Ég hugsaði hinsvegar með mér hvar “svona hús”, risastór og ljót, ættu þá eiginlega heima? Hver dregur svo stutta stráið og þarf að nota risastóra, ljóta húsið? Kannski er það bara ég en mér finnst “svona hús” eiginlega furðulega algeng og meira að segja í hversdagslegum athöfnum okkar við að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur. Á Selfossi, bær sem þekktur er fyrir rómantískan en vissulega sviðsettan menningararf, fer veigamesta verslun bæjarins fram í stórum og þunglamalegun stálgrindarhúsum og meira að segja bakkaríið lítur út eins og eins og hálfklárað lagerhúsnæði. Það leiðir okkur svo að spurningunni af hverju lagerhús eru eins og þau eru? Af hverju er allt í lagi að vinnuumhverfi starfsmanna á lager séu gluggalaus og óvistleg? Til að bæta gráu ofan á svart eru lagerhús oft staðsett saman í einsleitum atvinnuhúsahverfum sem eru bókstaflega grá og næstum svört; gróðursnauð, óþægileg og einsleit. Það er synd að þetta sé svona því það er ekkert sem segir að stór stálgrindarhús geti ekki verið falleg og upplífgandi. Byggingar sem er sneyddar allri gleði og fegurð virðast þó ekki þykja tilkomumál þar sem þær eru ótrúlega algengar. Í því ljósi má spyrja sig hvort það hafi ekki bara verið tímaspursmál hvenær eitt stykki einsleitt stálgrindarhús myndi lauma sér framan við stofugluggann hjá fólki? Auðvitað á þetta á ekki að geta gerst. En eins sorglegt og það hljómar þá kom þetta mér bara ekkert á óvart. Ég hef svo oft fengið glósur um að “hugsa bara um praktíkina og ekki að gleyma mér í einhverri fagurfræði”. Þegar ég svara til baka um að notagildi og fagurfræði geti farið saman og að fallegt umhverfi stuðli að vellíðan og gleði þá eru slíkar útskýringar leiddar hjá sér. Græni veggurinn sýnir skýrt fram á að það er ekki nóg að “hugsa bara um praktíkina” og ekkert annað. Það er sannarlega tímabært að spyrja stærri spurninga. Hver er hugmyndfræði verkefnisins? Hvernig vinnum við með fegurðina? Mun fólki líða vel og verða jafnvel innblásið í hversdagslegum athöfnum sínum? Hvað er þetta umhverfi að segja okkur? Höfundur er arkitekt.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun