Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2025 15:32 Þorbjörg Sigríður reynir nú allt hvað af tekur að finna einhver klæði sem duga til að bera á vopnin er víst er að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari er allt annað en ánægð með vararíkissaksóknarann Helga Magnús. vísir/vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur látið það verða eitt sitt fyrsta verkefni í ráðuneytinu að reyna að komast til botns í ágreiningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Þorbjörg Sigríður segir, í samtali við fréttastofu, að hún hafi nú fundað með þeim báðum en sitt í hvoru lagi. „Já, það hefur aðeins hreyfst í þeim málum. Ég hef átt fundi með ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara, sitt í hvoru lagi til að ræða stöðu málsins.“ Verður að finnast lausn á þessum vanda Þorbjörg Sigríður sagði eftir fyrsta ríkisstjórnarfund ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu rétt að hún hefði fengið málið í fangið á fyrsta degi í ráðuneytinu. Þá hafði Helgi Magnús snúið aftur til starfa hjá embætti ríkissaksóknara en hann hafði verið í veikindaleyfi um margra vikna skeið. Þorbjörg Sigríður sagði þá bagalegt að þessi tvö gætu ekki starfað saman. „Það lá fyrir ákvörðun forvera míns í þessu máli. Í samhengi hlutanna er ekki langur tími liðinn en þetta mál er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir dómsmálaráðherra nú. Meginmarkmiðið það að kerfið virki og njóti trausts Spurð hvort hún meti það svo að hægt væri að ná niðurstöðu sem báðir aðilar gætu sætt sig við sagðist hún nú hafa hlustað á afstöðu beggja. „En stóra hagsmunamál almennings er að réttarkerfið virki. Við erum að horfa uppá það að ákæruvaldið, sem er veigamikill hlekkur í þeirri keðju sem réttarkerfið er, virki. Njóti trausts og sé starfhæft.“ Meginmarkmiðið væri að kerfið virkaði. Það væru þeir hagsmunirnir sem hún vildi fyrst og síðast verja í þessu máli. Fundirnir hefðu miðað að því að finna lausnir að teknu tilliti til þeirra. En snýst þetta mál ekki öðrum þræði um að ríkissaksóknari hafi vald yfir þeirri stofnun sem hún veitir forstöðu? „Jú, vitaskuld er það stórt atriði í málinu. Ákvörðun forvera míns, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, í málinu liggur fyrir um hverjar heimildir ríkissaksóknara voru til að áminna og annað í þeim efnum.“ Nú eru opinberir starfsmenn stundum færðir til í störfum sínum, er það eitthvað sem kemur til greina? „Ég er búin að hitta þau tvö og heyra þeirra sjónarmið. Markmið mitt er að kerfið fúnkeri og njóti trausts almennings og ég er vitaskuld ekki að fara að leysa úr því hér í viðtali við þig.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Dómsmál Viðreisn Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þorbjörg Sigríður segir, í samtali við fréttastofu, að hún hafi nú fundað með þeim báðum en sitt í hvoru lagi. „Já, það hefur aðeins hreyfst í þeim málum. Ég hef átt fundi með ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara, sitt í hvoru lagi til að ræða stöðu málsins.“ Verður að finnast lausn á þessum vanda Þorbjörg Sigríður sagði eftir fyrsta ríkisstjórnarfund ríkisstjórnarinnar á þorláksmessu rétt að hún hefði fengið málið í fangið á fyrsta degi í ráðuneytinu. Þá hafði Helgi Magnús snúið aftur til starfa hjá embætti ríkissaksóknara en hann hafði verið í veikindaleyfi um margra vikna skeið. Þorbjörg Sigríður sagði þá bagalegt að þessi tvö gætu ekki starfað saman. „Það lá fyrir ákvörðun forvera míns í þessu máli. Í samhengi hlutanna er ekki langur tími liðinn en þetta mál er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir dómsmálaráðherra nú. Meginmarkmiðið það að kerfið virki og njóti trausts Spurð hvort hún meti það svo að hægt væri að ná niðurstöðu sem báðir aðilar gætu sætt sig við sagðist hún nú hafa hlustað á afstöðu beggja. „En stóra hagsmunamál almennings er að réttarkerfið virki. Við erum að horfa uppá það að ákæruvaldið, sem er veigamikill hlekkur í þeirri keðju sem réttarkerfið er, virki. Njóti trausts og sé starfhæft.“ Meginmarkmiðið væri að kerfið virkaði. Það væru þeir hagsmunirnir sem hún vildi fyrst og síðast verja í þessu máli. Fundirnir hefðu miðað að því að finna lausnir að teknu tilliti til þeirra. En snýst þetta mál ekki öðrum þræði um að ríkissaksóknari hafi vald yfir þeirri stofnun sem hún veitir forstöðu? „Jú, vitaskuld er það stórt atriði í málinu. Ákvörðun forvera míns, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, í málinu liggur fyrir um hverjar heimildir ríkissaksóknara voru til að áminna og annað í þeim efnum.“ Nú eru opinberir starfsmenn stundum færðir til í störfum sínum, er það eitthvað sem kemur til greina? „Ég er búin að hitta þau tvö og heyra þeirra sjónarmið. Markmið mitt er að kerfið fúnkeri og njóti trausts almennings og ég er vitaskuld ekki að fara að leysa úr því hér í viðtali við þig.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Dómsmál Viðreisn Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09 Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09
Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. 5. september 2024 19:22