Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2025 00:04 Komandi vika er síðasta vika Joe Biden í embætti. Samningamenn stefna að því að ljúka vopnahlésviðræðum áður en Trump tekur við embætti. AP Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir embættismanni viðloðandi viðræðurnar. Um miðnætti hafi orðið þáttaskil í viðræðunum, en bæði Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti og Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hafa átt þátt í viðræðunum. Miðillinn hefur eftir Biden að samningur sem hann lagði til og fæli í sér vopnahlé á Gasa og lausn gísla væri á barmi þess að verða að veruleika. Hamas hafi lýst yfir áhuga á að komast að samkomulagi. Gasa mynduð í dag frá suðurhluta Ísrael. AP/Ariel Schalit „Samkvæmt samningnum yrðu [...] gíslarnir frelsaðir, átökin yrðu minni, öryggi við Ísrael aukið sem og mannúðaraðstoð við Palestínumennina sem þurftu að þjást í þessu stríði sem Hamas byrjaði,“ sagði Biden í ræðu fyrr í kvöld. Ísraelskur embættismaður segir Reuters að allt tillagan feli í sér lausn allt að 33 gísla. Fram kemur að tillagan hafi verið kynnt bæði fulltrúum Ísraels og Hamas í Doha höfuðborg Katar í kvöld. Áframhaldandi viðræður séu fyrirhugaðar í fyrramálið. Búist er við að erindrekar bæði Trump og Biden verði viðstaddir. Þá hefur fréttastofa AP eftir bandarískum embættismanni að allar hliðar væru nær því að ná samkomulagi en nokkru sinni fyrr, en þó sé enn of snemmt að fagna. Tveir embættismenn, þar af einn tengdur Hamas, segja miðlinum að enn eigi samningamenn langt í land. Bandaríkjamenn hafi áður sagt vopnahlésviðræður á lokametrunum en ekkert orðið úr. Donald Trump verður formlega settur inn í embætti Bandaríkjaforseta mánudaginn 20. janúar. Heimildarmenn AP segja næsta sólarhring skipa lykilmáli í viðræðunum en efast um að samkomulagi verði náð innan þess tíma. Þó sé stefnt á að ná sáttum fyrir innsetningu Trump. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir embættismanni viðloðandi viðræðurnar. Um miðnætti hafi orðið þáttaskil í viðræðunum, en bæði Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti og Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hafa átt þátt í viðræðunum. Miðillinn hefur eftir Biden að samningur sem hann lagði til og fæli í sér vopnahlé á Gasa og lausn gísla væri á barmi þess að verða að veruleika. Hamas hafi lýst yfir áhuga á að komast að samkomulagi. Gasa mynduð í dag frá suðurhluta Ísrael. AP/Ariel Schalit „Samkvæmt samningnum yrðu [...] gíslarnir frelsaðir, átökin yrðu minni, öryggi við Ísrael aukið sem og mannúðaraðstoð við Palestínumennina sem þurftu að þjást í þessu stríði sem Hamas byrjaði,“ sagði Biden í ræðu fyrr í kvöld. Ísraelskur embættismaður segir Reuters að allt tillagan feli í sér lausn allt að 33 gísla. Fram kemur að tillagan hafi verið kynnt bæði fulltrúum Ísraels og Hamas í Doha höfuðborg Katar í kvöld. Áframhaldandi viðræður séu fyrirhugaðar í fyrramálið. Búist er við að erindrekar bæði Trump og Biden verði viðstaddir. Þá hefur fréttastofa AP eftir bandarískum embættismanni að allar hliðar væru nær því að ná samkomulagi en nokkru sinni fyrr, en þó sé enn of snemmt að fagna. Tveir embættismenn, þar af einn tengdur Hamas, segja miðlinum að enn eigi samningamenn langt í land. Bandaríkjamenn hafi áður sagt vopnahlésviðræður á lokametrunum en ekkert orðið úr. Donald Trump verður formlega settur inn í embætti Bandaríkjaforseta mánudaginn 20. janúar. Heimildarmenn AP segja næsta sólarhring skipa lykilmáli í viðræðunum en efast um að samkomulagi verði náð innan þess tíma. Þó sé stefnt á að ná sáttum fyrir innsetningu Trump.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sjá meira