Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 13. janúar 2025 11:01 Í síðustu viku féll dómur þar sem einn maður var fundinn sekur um að hafa ítrekað nauðgað andlega fatlaðri konu og látið hana hafa kynferðismök við aðra menn. Maðurinn braut einnig kynferðislega á andlega fötluðum syni konunnar og kærustu hans. Mér er gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig þrír menn sem voru fengnir heim til brotaþola til að brjóta á henni kynferðislega voru ekki ákærðir fyrir nauðgun. Samkvæmt ákæruvaldinu þóttu málin ekki talin líkleg til sakfellingar. Þess í stað voru mennirnir vitni; vitni að nauðgunum - sem þeir tóku þátt í. Konan var aldrei spurð neins Vitni E bar að hann hafi hitt ákærða og brotaþola í tví- eða þrígang þar sem hann braut á henni. Aðspurður um það hvernig brotaþoli hefði sýnt samþykki sitt kvaðst vitnið ekki muna það vel. Vitnið segir að það sem gert var á staðnum hafi verið stýrt af ákærða en ekki konunni. Vitni G hitti ákærða og brotaþola í eitt skipti. Vitnið kveður að engar umræður hafi verið á staðnum um hvað konan vildi. Vitni H segist hafa hitt ákærða og brotaþola í tvö til þrjú skipti þar sem hann braut á konunni. Vitni H hætti svo að tala við ákærða þegar ákærði vildi fá fleiri menn til að taka þátt. Vitnið talaði lítið sem ekkert við konuna sjálfa. Allir sögðu þeir að konan hafi virst samþykk en engin samskipti voru beint við hana. Samkvæmt ofangreindum vitnisburði er vart hægt að túlka þetta sem annað en kynferðisofbeldi. Þegnar gerandi hefur samræði eða önnur kynferðismök við þolanda án samþykkis er það nauðgun samkvæmt öllum skilgreiningum þess orðs. Ekkert vitnanna hafði fengið samþykki frá konunni sjálfri fyrir því sem fram fór. Ekkert vitnanna tilkynnti ákærða til lögreglu. Samþykki er ekki túlkunaratriði Engin manneskja getur gefið samþykki fyrir hönd annarrar manneskju. Í dag er ekki hægt að fela sig á bak við þá afsökun að hafa ekki skilning á hvað samþykki er. Það er ótrúlegt að vera að skrifa þessi orð í grein árið 2025. Erum við ekki komin lengra sem samfélag í að skilja grundvallar skilgreininguna á kynferðisofbeldi? Það er ekki úr lausu lofti gripið þegar talað er um að við stöndum nú frammi fyrir verulegu bakslagi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum enn að mata karlmenn á því hvað felst í samþykki og það er ekki boðlegt að þeir fái sífellt að fría sig ábyrgð þegar kemur að kynferðisbrotum. Hvers virði er samþykkisákvæði í lögum þar sem samþykki brotaþola þarf að liggja fyrir eða gáleysisákvæðið þegar því er ekki beitt? Dómurinn hrópandi kvenfyrirlitning Karlmenn þurfa að taka ábyrgð á því sem þeir gera. Uppræting kynbundins ofbeldis tekst ekki nema karlmenn taki ábyrgð á samskiptum, framkomu og gjörðum sínum. Í þessu tiltekna máli eru þrír brotaþolar sem hafa hlotið ómældan skaða af áralöngu ofbeldi. Ekki bara af hendi ákærða heldur einnig þeirra sem sluppu við ákæru. Þessi dómur er ekki bara hrópandi kvenfyrirlitning heldur segir okkur skýrt að þriðji aðili geti veitt samþykki. Að það megi nauðga, svo lengi sem einhver karl á internetinu leyfir þér það. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku féll dómur þar sem einn maður var fundinn sekur um að hafa ítrekað nauðgað andlega fatlaðri konu og látið hana hafa kynferðismök við aðra menn. Maðurinn braut einnig kynferðislega á andlega fötluðum syni konunnar og kærustu hans. Mér er gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig þrír menn sem voru fengnir heim til brotaþola til að brjóta á henni kynferðislega voru ekki ákærðir fyrir nauðgun. Samkvæmt ákæruvaldinu þóttu málin ekki talin líkleg til sakfellingar. Þess í stað voru mennirnir vitni; vitni að nauðgunum - sem þeir tóku þátt í. Konan var aldrei spurð neins Vitni E bar að hann hafi hitt ákærða og brotaþola í tví- eða þrígang þar sem hann braut á henni. Aðspurður um það hvernig brotaþoli hefði sýnt samþykki sitt kvaðst vitnið ekki muna það vel. Vitnið segir að það sem gert var á staðnum hafi verið stýrt af ákærða en ekki konunni. Vitni G hitti ákærða og brotaþola í eitt skipti. Vitnið kveður að engar umræður hafi verið á staðnum um hvað konan vildi. Vitni H segist hafa hitt ákærða og brotaþola í tvö til þrjú skipti þar sem hann braut á konunni. Vitni H hætti svo að tala við ákærða þegar ákærði vildi fá fleiri menn til að taka þátt. Vitnið talaði lítið sem ekkert við konuna sjálfa. Allir sögðu þeir að konan hafi virst samþykk en engin samskipti voru beint við hana. Samkvæmt ofangreindum vitnisburði er vart hægt að túlka þetta sem annað en kynferðisofbeldi. Þegnar gerandi hefur samræði eða önnur kynferðismök við þolanda án samþykkis er það nauðgun samkvæmt öllum skilgreiningum þess orðs. Ekkert vitnanna hafði fengið samþykki frá konunni sjálfri fyrir því sem fram fór. Ekkert vitnanna tilkynnti ákærða til lögreglu. Samþykki er ekki túlkunaratriði Engin manneskja getur gefið samþykki fyrir hönd annarrar manneskju. Í dag er ekki hægt að fela sig á bak við þá afsökun að hafa ekki skilning á hvað samþykki er. Það er ótrúlegt að vera að skrifa þessi orð í grein árið 2025. Erum við ekki komin lengra sem samfélag í að skilja grundvallar skilgreininguna á kynferðisofbeldi? Það er ekki úr lausu lofti gripið þegar talað er um að við stöndum nú frammi fyrir verulegu bakslagi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum enn að mata karlmenn á því hvað felst í samþykki og það er ekki boðlegt að þeir fái sífellt að fría sig ábyrgð þegar kemur að kynferðisbrotum. Hvers virði er samþykkisákvæði í lögum þar sem samþykki brotaþola þarf að liggja fyrir eða gáleysisákvæðið þegar því er ekki beitt? Dómurinn hrópandi kvenfyrirlitning Karlmenn þurfa að taka ábyrgð á því sem þeir gera. Uppræting kynbundins ofbeldis tekst ekki nema karlmenn taki ábyrgð á samskiptum, framkomu og gjörðum sínum. Í þessu tiltekna máli eru þrír brotaþolar sem hafa hlotið ómældan skaða af áralöngu ofbeldi. Ekki bara af hendi ákærða heldur einnig þeirra sem sluppu við ákæru. Þessi dómur er ekki bara hrópandi kvenfyrirlitning heldur segir okkur skýrt að þriðji aðili geti veitt samþykki. Að það megi nauðga, svo lengi sem einhver karl á internetinu leyfir þér það. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundu ofbeldi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun