Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2025 22:01 Gull er alltaf eftirsótt og er talið halda virði sín betur en aðrir hlutir. Víða um austurhluta eru gullnámur í eigu hernaðarhópa. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty Þrír kínverskir ríkisborgar voru handteknir með tólf gullstangir og 800 þúsund Bandaríkjadali (um 113 milljónir íslenskra króna) í seðlum í Austur-Kongó. BBC greinir frá málinu, Jacques Purusi, ríkisstjóri Suður-Kivu-héraðs í austurhluta landsins, greindi frá því að mennirnir hefðu falið gullstangirnar og peningaseðlana undir sætum bílanna sem þeir ferðuðust um á. Hann greindi einnig frá því að aðgerðum lögreglu hefði verið haldið leyndum eftir að annar hópur Kínverja, sem var sakaður um að reka ólöglega gullnámu á svæðinu, var leystur úr haldi í síðasta mánuði. Ekki kemur fram nákvæmlega hve mikið af gulli mennirnir voru með, þ.e. stærð gullstanganna. Hefðbundin eins kílóa gullstöng er metin á 85 þúsund Bandaríkjadali sem myndi þýða að tólf slíkar væru virði rúmlega einnar milljónar Bandaríkjadala (um 141 milljón króna). Auðæfum Kongó rænt svo áratugum skiptir Austurhluti Kongó er afar ríkur af gulli, demöntum og ýmiss konar steinefnum sem eru notuð í batterý fyrir bæði síma og rafbíla. Þessum miklu auðævum landsins hefur verið rænt af erlendum hópum frá því á 19. öld og er ein helsta ástæðan fyrir óstöðugleika á svæðinu. Sjálfstæðar hersveitir ráða yfir mörgum námum í austurhluta Kongó og hafa leiðtogar þeirra auðgast með því að selja málma og gull til milliliða. Purusi sagði við fjölmiðla að sumir þessara eðalmálmasala séu í samskiptum við áhrifafólk í höfuðborginni Kinshasa og það sé ástæðan fyrir því að þessi nýjasta lögregluaðgerð var framkvæmd leynilega. Handtakan byggð á ábendingu og fannst fengurinn eftir mikla leit í bílum mannanna skammt frá landamærunum að Rúanda. Menn sigta jarðveginn í leit að gulli í norðausturhluta Kongó.Getty Sautján Kínverjum sleppt úr haldi Ríkisstjórinn sagði blaðamönnum í síðasta mánuði að hann hefði verið hneykslaður að heyra að sautján Kínverjar, sem höfðu verið handteknir vegna gruns um að þeir rækju ólöglega gullnámu, hefðu verið frelsaðir og þeim leyft að snúa aftur til Kína. Þetta græfi undan tilraunum yfirvalda til að hreinsa til í þessum iðnaði landsins. Reuters hafði eftir Purusi að mennirnir hefðu skuldað tíu milljónir Bandaríkjadala (um það bil 1,4 milljarðar) í skatta og sektir til ríkisstjórnar Kongó. Kínverjar hafa ekki svarað ásökunum. Gull er gull, hver sem á því heldur.Getty Austur-Kongó Kína Námuvinnsla Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
BBC greinir frá málinu, Jacques Purusi, ríkisstjóri Suður-Kivu-héraðs í austurhluta landsins, greindi frá því að mennirnir hefðu falið gullstangirnar og peningaseðlana undir sætum bílanna sem þeir ferðuðust um á. Hann greindi einnig frá því að aðgerðum lögreglu hefði verið haldið leyndum eftir að annar hópur Kínverja, sem var sakaður um að reka ólöglega gullnámu á svæðinu, var leystur úr haldi í síðasta mánuði. Ekki kemur fram nákvæmlega hve mikið af gulli mennirnir voru með, þ.e. stærð gullstanganna. Hefðbundin eins kílóa gullstöng er metin á 85 þúsund Bandaríkjadali sem myndi þýða að tólf slíkar væru virði rúmlega einnar milljónar Bandaríkjadala (um 141 milljón króna). Auðæfum Kongó rænt svo áratugum skiptir Austurhluti Kongó er afar ríkur af gulli, demöntum og ýmiss konar steinefnum sem eru notuð í batterý fyrir bæði síma og rafbíla. Þessum miklu auðævum landsins hefur verið rænt af erlendum hópum frá því á 19. öld og er ein helsta ástæðan fyrir óstöðugleika á svæðinu. Sjálfstæðar hersveitir ráða yfir mörgum námum í austurhluta Kongó og hafa leiðtogar þeirra auðgast með því að selja málma og gull til milliliða. Purusi sagði við fjölmiðla að sumir þessara eðalmálmasala séu í samskiptum við áhrifafólk í höfuðborginni Kinshasa og það sé ástæðan fyrir því að þessi nýjasta lögregluaðgerð var framkvæmd leynilega. Handtakan byggð á ábendingu og fannst fengurinn eftir mikla leit í bílum mannanna skammt frá landamærunum að Rúanda. Menn sigta jarðveginn í leit að gulli í norðausturhluta Kongó.Getty Sautján Kínverjum sleppt úr haldi Ríkisstjórinn sagði blaðamönnum í síðasta mánuði að hann hefði verið hneykslaður að heyra að sautján Kínverjar, sem höfðu verið handteknir vegna gruns um að þeir rækju ólöglega gullnámu, hefðu verið frelsaðir og þeim leyft að snúa aftur til Kína. Þetta græfi undan tilraunum yfirvalda til að hreinsa til í þessum iðnaði landsins. Reuters hafði eftir Purusi að mennirnir hefðu skuldað tíu milljónir Bandaríkjadala (um það bil 1,4 milljarðar) í skatta og sektir til ríkisstjórnar Kongó. Kínverjar hafa ekki svarað ásökunum. Gull er gull, hver sem á því heldur.Getty
Austur-Kongó Kína Námuvinnsla Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira