Jimmy Carter kvaddur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 18:37 Á skiltunum segir að Carter hafi verið heiðursmaður, og honum þakkað fyrir störf sín í þágu Bandaríkjanna. Alex Brandon/Getty Sex daga útför Jimmy Carter, 39. forseta Bandaríkjanna, er hafin. Carter lést 29. desember síðastliðinn, 100 ára að aldri. Útförin hófst í dag með því að bílalest fylgdi líkbíl með kistu forsetans frá Plains, heimabæ Carters í Georgíuríki, til borgarinnar Atlanta í sama ríki. Þar mun kista forsetans fyrrverandi liggja og fólk getur vottað honum virðingu sína í tvo daga. Fólk bíður hér eftir því að útförin hefjist.AP Þann 7. janúar verður Carter flogið til Wsahington D.C., höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem fer fram opinber útför. Að henni lokinni mun fólki gefast kostur á að votta Carter virðingu sína í aðra tvo daga, þar sem hann mun liggja í hvelfingu þinghúss Bandaríkjanna. Þann 9. janúar fer fram minningarathöfn í þjóðardómkirkjunni í Washington D.C. Meðal þeirra sem fá boð í athöfnina eru fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, en fjórir sem gegnt hafa embættinu eru enn á lífi í dag. Búist er við því að þeir mæti allir til athafnarinnar, ásamt eiginkonum sínum. Líkbíll forsetans fyrrverandi nemur hér staðar við búgarðinn þar sem Carter sleit barnskónum.AP Carter var líkt og áður sagði 39. forseti Bandaríkjanna, en hann gegndi embættinu í eitt kjörtímabil, árin 1977 til 1981. Hann sóttist eftir endurkjöri en laut í lægra haldi fyrir Ronald Reagan. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Eiginkona Carters, Rosalynn Carter, lést í nóvember 2023, 96 ára að aldri. Þau höfðu verið gift frá árinu 1946. Blaðamaður Vísis gerði lífshlaupi Carters ítarleg skil í október á síðasta ári, þegar Carter varð hundrað ára. Þá umfjöllun má sjá hér að neðan. Jimmy Carter Bandaríkin Tengdar fréttir Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. 29. desember 2024 21:23 Þau kvöddu á árinu 2024 Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2024 09:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Útförin hófst í dag með því að bílalest fylgdi líkbíl með kistu forsetans frá Plains, heimabæ Carters í Georgíuríki, til borgarinnar Atlanta í sama ríki. Þar mun kista forsetans fyrrverandi liggja og fólk getur vottað honum virðingu sína í tvo daga. Fólk bíður hér eftir því að útförin hefjist.AP Þann 7. janúar verður Carter flogið til Wsahington D.C., höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem fer fram opinber útför. Að henni lokinni mun fólki gefast kostur á að votta Carter virðingu sína í aðra tvo daga, þar sem hann mun liggja í hvelfingu þinghúss Bandaríkjanna. Þann 9. janúar fer fram minningarathöfn í þjóðardómkirkjunni í Washington D.C. Meðal þeirra sem fá boð í athöfnina eru fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, en fjórir sem gegnt hafa embættinu eru enn á lífi í dag. Búist er við því að þeir mæti allir til athafnarinnar, ásamt eiginkonum sínum. Líkbíll forsetans fyrrverandi nemur hér staðar við búgarðinn þar sem Carter sleit barnskónum.AP Carter var líkt og áður sagði 39. forseti Bandaríkjanna, en hann gegndi embættinu í eitt kjörtímabil, árin 1977 til 1981. Hann sóttist eftir endurkjöri en laut í lægra haldi fyrir Ronald Reagan. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Eiginkona Carters, Rosalynn Carter, lést í nóvember 2023, 96 ára að aldri. Þau höfðu verið gift frá árinu 1946. Blaðamaður Vísis gerði lífshlaupi Carters ítarleg skil í október á síðasta ári, þegar Carter varð hundrað ára. Þá umfjöllun má sjá hér að neðan.
Jimmy Carter Bandaríkin Tengdar fréttir Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. 29. desember 2024 21:23 Þau kvöddu á árinu 2024 Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2024 09:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. 29. desember 2024 21:23
Þau kvöddu á árinu 2024 Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda. 25. desember 2024 09:01