Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. janúar 2025 23:02 Lewis Hamilton mun keppa í rauðu á næsta tímabili í Formúlu 1. Jakub Porzycki/Getty Images Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, gæti ekki verið spenntari fyrir nýju upphafi en á næsta keppnistímabili mun hann keppa fyrir hönd Ferrari. Hamilton vann sjö heimsmeistaratitla á ferli sínum sem ökumaður Mercedes en frá og með 1. janúar á þessa ári er hann ökumaður Ferrari. Hann nýtti samfélagsmiðilinn Linkedin til að tjá sig um vistaskiptin. Lewis Hamilton had to update his job on LinkedIn 😅 pic.twitter.com/6KBU7XSdT4— ESPN F1 (@ESPNF1) January 3, 2025 Hann segist spenntur fyrir nýjum tækifærum og sé enn hungraður. Þá mælti hann með því að ef fólk væri að íhuga breytingar árið 2025 væri bara að taka þeim opnum örmum. „Hvort sem þú ert að íhuga að skipta um starfssvið, læra eitthvað nýtt eða takast á við nýja áskorun mundu þá hversu kraftmikið það er að finna sig upp á nýtt. Næsta tækifæri þitt er alltaf innan seilingar.“ The first official pictures of Lewis Hamilton wearing the red suit will be insane. pic.twitter.com/htVPiFNldW— Scuderia Ferrari News (@FerrariNewsUK_) January 3, 2025 Hamilton, sem fagnar fertugsafmæli sínu á næstu dögum, myndar á komandi tímabili eitt sterkasta teymi ökumanna í Formúlu 1 ásamt Charles Leclerc. Þá var Ferrari nærri búið að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða og stefnir á að gera gott betur á komandi leiktíð. Formúlu 1 tímabilið árið 2025 hefst í Melbourne í Ástralíu helgina 14. til 16. mars næstkomandi. Akstursíþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hamilton vann sjö heimsmeistaratitla á ferli sínum sem ökumaður Mercedes en frá og með 1. janúar á þessa ári er hann ökumaður Ferrari. Hann nýtti samfélagsmiðilinn Linkedin til að tjá sig um vistaskiptin. Lewis Hamilton had to update his job on LinkedIn 😅 pic.twitter.com/6KBU7XSdT4— ESPN F1 (@ESPNF1) January 3, 2025 Hann segist spenntur fyrir nýjum tækifærum og sé enn hungraður. Þá mælti hann með því að ef fólk væri að íhuga breytingar árið 2025 væri bara að taka þeim opnum örmum. „Hvort sem þú ert að íhuga að skipta um starfssvið, læra eitthvað nýtt eða takast á við nýja áskorun mundu þá hversu kraftmikið það er að finna sig upp á nýtt. Næsta tækifæri þitt er alltaf innan seilingar.“ The first official pictures of Lewis Hamilton wearing the red suit will be insane. pic.twitter.com/htVPiFNldW— Scuderia Ferrari News (@FerrariNewsUK_) January 3, 2025 Hamilton, sem fagnar fertugsafmæli sínu á næstu dögum, myndar á komandi tímabili eitt sterkasta teymi ökumanna í Formúlu 1 ásamt Charles Leclerc. Þá var Ferrari nærri búið að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða og stefnir á að gera gott betur á komandi leiktíð. Formúlu 1 tímabilið árið 2025 hefst í Melbourne í Ástralíu helgina 14. til 16. mars næstkomandi.
Akstursíþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira