Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 3. janúar 2025 13:00 Græni veggurinn, vöruskemman verður rædd í borgarstjórn Reykjavíkur 7. janúar 2025 af tveimur flokkum minnihlutans. Borgarfulltrúi Flokks fólksins mun leggja til að að borgarstjórn samþykki að fela innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar eða öðrum óháðum aðila að gera stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli er varðar Álfabakka 2a, Suður-Mjódd, vöruskemmunni. Málið er grafalvarlegt enda um að ræða eitt mesta skipulagsslys meirihlutans og skipulagsyfirvalda sem munað er eftir. Kjarni málsins er sá að vöruhús við Álfabakka hefur verið reist fáeinum metrum frá íbúðablokk. Við íbúum blokkarinnar blasir 13 metra hár grænn gluggalaus veggur. Fólk er eðlilega miður sín og spyr sig hvernig svona gat gerst. Engan renndi í grun um að þarna væri verið að byggja svo stórt vöruhús (skemmu) sem lokar fyrir allt útsýni frá þeim íbúðum sem snúa að vöruhúsinu. Ræða þarf tildrög þessa máls, hvað fór úrskeiðis og hvernig þetta gat raunverulega gerst. Jafnframt er kallað eftir að ábyrgðaraðilar axli ábyrgð. Enn er verið að deila um hverjir það eru og þess þá heldur er mikilvægt að fá almennilega stjórnsýsluúttekt á málinu. Það sem skiptir mestu máli nú er að framkvæmdir séu stöðvaðar hafi þær ekki þegar verið stöðvaðar. Svona getur þetta ekki verið Hefja þarf vinnu við að finna ásættanlega lausn á þessu máli, lausn sem íbúar geta unað við. Ekki verður liðið að bjóða íbúum upp á að stara á grænan vegg vöruhússins þegar horft er út um stofugluggann. Þess má geta að þegar borgarráð veitti heimildir fyrir uppbyggingunni (heimild til að selja byggingarrétt og leggja á gatnagerðargjöld fyrir Álfabakka 2a) þann 15. júní 2023 lá skýrt fyrir í gögnum málsins að um þjónustu- og verslunarlóð væri að ræða. Reykjavíkurborg, umhverfis- og skipulagsráð og formaður ráðsins á þessum tíma bera fulla ábyrgð á að hafa veitt alltof rúmar byggingarheimildir og þegar sjá mátti hvert stefndi var ekki nóg gert til að sporna við þessu mikla skipulagsslysi. Beita hefði þurft öllum ráðum til að stöðva þessa óheillaframkvæmd. Í tillögunni um stjórnsýsluúttekt er lögð áhersla að að skoða: 1. Feril ákvarðana í málinu 2. Tímalínu málsins, frá upphafi 3. Regluverk og framkvæmd þess, með áherslu á hvort farið hafi verið eftir gildandi lögum og reglum 4. Eftirlitsferla, með sérstakri áherslu á hvernig staðið var að eftirliti við byggingu vöruhússins 5. Athugsemdir íbúa og hvernig unnið var úr þeim athugasemdum Hvernig þessu ótrúlega máli lyktar er stór spurning. Íbúar þeirra íbúða sem snúa að skemmunni verða að fá útsýnið sitt aftur sem vöruskemman byrgir nú alfarið. Mikilvægt er að öllum steinum verði velt við til að greina veikleika í stjórnsýslunni og tryggja að slík mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni. Tillaga um stjórnsýsluúttekt var áður lögð fram af Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki á fundi borgarstjórnar 17. desember 2024 og var þá óskað eftir að hún yrði tekin á dagskrá með afbrigðum. Því hafnaði meirihlutinn. Tillaga um afbrigði var felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna sat hjá við afgreiðslu málsins. Höfundur er þingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Viðreisn Vinstri græn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Græni veggurinn, vöruskemman verður rædd í borgarstjórn Reykjavíkur 7. janúar 2025 af tveimur flokkum minnihlutans. Borgarfulltrúi Flokks fólksins mun leggja til að að borgarstjórn samþykki að fela innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar eða öðrum óháðum aðila að gera stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli er varðar Álfabakka 2a, Suður-Mjódd, vöruskemmunni. Málið er grafalvarlegt enda um að ræða eitt mesta skipulagsslys meirihlutans og skipulagsyfirvalda sem munað er eftir. Kjarni málsins er sá að vöruhús við Álfabakka hefur verið reist fáeinum metrum frá íbúðablokk. Við íbúum blokkarinnar blasir 13 metra hár grænn gluggalaus veggur. Fólk er eðlilega miður sín og spyr sig hvernig svona gat gerst. Engan renndi í grun um að þarna væri verið að byggja svo stórt vöruhús (skemmu) sem lokar fyrir allt útsýni frá þeim íbúðum sem snúa að vöruhúsinu. Ræða þarf tildrög þessa máls, hvað fór úrskeiðis og hvernig þetta gat raunverulega gerst. Jafnframt er kallað eftir að ábyrgðaraðilar axli ábyrgð. Enn er verið að deila um hverjir það eru og þess þá heldur er mikilvægt að fá almennilega stjórnsýsluúttekt á málinu. Það sem skiptir mestu máli nú er að framkvæmdir séu stöðvaðar hafi þær ekki þegar verið stöðvaðar. Svona getur þetta ekki verið Hefja þarf vinnu við að finna ásættanlega lausn á þessu máli, lausn sem íbúar geta unað við. Ekki verður liðið að bjóða íbúum upp á að stara á grænan vegg vöruhússins þegar horft er út um stofugluggann. Þess má geta að þegar borgarráð veitti heimildir fyrir uppbyggingunni (heimild til að selja byggingarrétt og leggja á gatnagerðargjöld fyrir Álfabakka 2a) þann 15. júní 2023 lá skýrt fyrir í gögnum málsins að um þjónustu- og verslunarlóð væri að ræða. Reykjavíkurborg, umhverfis- og skipulagsráð og formaður ráðsins á þessum tíma bera fulla ábyrgð á að hafa veitt alltof rúmar byggingarheimildir og þegar sjá mátti hvert stefndi var ekki nóg gert til að sporna við þessu mikla skipulagsslysi. Beita hefði þurft öllum ráðum til að stöðva þessa óheillaframkvæmd. Í tillögunni um stjórnsýsluúttekt er lögð áhersla að að skoða: 1. Feril ákvarðana í málinu 2. Tímalínu málsins, frá upphafi 3. Regluverk og framkvæmd þess, með áherslu á hvort farið hafi verið eftir gildandi lögum og reglum 4. Eftirlitsferla, með sérstakri áherslu á hvernig staðið var að eftirliti við byggingu vöruhússins 5. Athugsemdir íbúa og hvernig unnið var úr þeim athugasemdum Hvernig þessu ótrúlega máli lyktar er stór spurning. Íbúar þeirra íbúða sem snúa að skemmunni verða að fá útsýnið sitt aftur sem vöruskemman byrgir nú alfarið. Mikilvægt er að öllum steinum verði velt við til að greina veikleika í stjórnsýslunni og tryggja að slík mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni. Tillaga um stjórnsýsluúttekt var áður lögð fram af Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki á fundi borgarstjórnar 17. desember 2024 og var þá óskað eftir að hún yrði tekin á dagskrá með afbrigðum. Því hafnaði meirihlutinn. Tillaga um afbrigði var felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna sat hjá við afgreiðslu málsins. Höfundur er þingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun