Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. desember 2024 12:31 Íslenskir fjárhundar á hátíð íslenska hundsins á Árbæjarsafni sumarið 2019. Vísir/Vilhelm Bresku hundaræktarsamtökin Kennel Club hefur viðurkennt íslenska fjárhundinn sem eina af 224 viðurkenndum hundategundum jarðar. Tegundin verður skráð í flokki hjarð- og fjárhunda frá 1. apríl næstkomandi. Í umfjöllun Guardian um málið segir að fyrstu heimildir um íslenska fjárhundinn sé að finna í Íslendingasögum. Þá sé vísað til íslenska fjárhundsins í öðrum þætti Hinriks V eftir Shakespeare. Miðillinn hefur eftir samtökunum að íslenski fjárhundurinn sé greindur og einstaklega vinalegur og notaður bæði í smalamennsku, bæði á kúm og hestum, og sem varðhundur. Tegundin verður 224. hundategundin sem samtökin viðurkenna. Pólskur veiðihundur var síðast viðurkenndur sem tegund af samtökunum í apríl síðastliðnum. Kennel Club samtökin eru þekktust fyrir hundasýninguna Crufts, sem er ein glæsilegasta hundasýning hundabransans á heimsvísu. Þrátt fyrir að hafa hlotið viðurkenningu samtakanna eru hundar af tegundinni ekki enn hæfir til að keppa í hundasýningum Kennel Club. Til þess að fá viðurkenningu Kennel Club samtakanna þarf hundategund að hafa fjölgað sér niður nokkrar kynslóðir. Þá er skilyrði að hægt sé að bera kennsl á einkenni og eiginleika tengda heilbrigði, skapgerð og feldi. Upplýsingar um íslenska fjárhundinn frá Kennel Club Hæð: 46 cm (kk) og 42 cm (kvk) Þyngd: 14 kg (kk) og 11 kg (kvk) Líftími: 12 til 14 ár Litir: rauður og hvítur, svartur og hvítur, rjómalitaður og hvítur, gylltur og hvítur, grár og hvítur, svartur og hvítur, gulbrúnn og hvítur, hvítur, rjómalitaður og svartur. Skap: „Íslenskur fjárhundur, eina íslenska hundategundin, er vinalegur og dyggur hjarðhundur, lítill eða miðstór að stærð. Norræn Spitz-tegund klædd þéttum feldi. Ákaflega hollur eiganda sínum.“ Hundar Dýr Bretland Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Tegundin verður skráð í flokki hjarð- og fjárhunda frá 1. apríl næstkomandi. Í umfjöllun Guardian um málið segir að fyrstu heimildir um íslenska fjárhundinn sé að finna í Íslendingasögum. Þá sé vísað til íslenska fjárhundsins í öðrum þætti Hinriks V eftir Shakespeare. Miðillinn hefur eftir samtökunum að íslenski fjárhundurinn sé greindur og einstaklega vinalegur og notaður bæði í smalamennsku, bæði á kúm og hestum, og sem varðhundur. Tegundin verður 224. hundategundin sem samtökin viðurkenna. Pólskur veiðihundur var síðast viðurkenndur sem tegund af samtökunum í apríl síðastliðnum. Kennel Club samtökin eru þekktust fyrir hundasýninguna Crufts, sem er ein glæsilegasta hundasýning hundabransans á heimsvísu. Þrátt fyrir að hafa hlotið viðurkenningu samtakanna eru hundar af tegundinni ekki enn hæfir til að keppa í hundasýningum Kennel Club. Til þess að fá viðurkenningu Kennel Club samtakanna þarf hundategund að hafa fjölgað sér niður nokkrar kynslóðir. Þá er skilyrði að hægt sé að bera kennsl á einkenni og eiginleika tengda heilbrigði, skapgerð og feldi. Upplýsingar um íslenska fjárhundinn frá Kennel Club Hæð: 46 cm (kk) og 42 cm (kvk) Þyngd: 14 kg (kk) og 11 kg (kvk) Líftími: 12 til 14 ár Litir: rauður og hvítur, svartur og hvítur, rjómalitaður og hvítur, gylltur og hvítur, grár og hvítur, svartur og hvítur, gulbrúnn og hvítur, hvítur, rjómalitaður og svartur. Skap: „Íslenskur fjárhundur, eina íslenska hundategundin, er vinalegur og dyggur hjarðhundur, lítill eða miðstór að stærð. Norræn Spitz-tegund klædd þéttum feldi. Ákaflega hollur eiganda sínum.“
Hundar Dýr Bretland Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira