Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. desember 2024 22:54 Mál Gisele Pelicot hefur vakið heimsathygli en hún fór fram á að málið yrði flutt í heyranda hljóði. Aðgerðasinnar í Frakklandi hafa gert ákall eftir harðari lögum vegna kynferðisbrota í kjölfar þess. EPA Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. Pelicot var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni á níu ára tímabili. Dómar yfir mönnunum féllu fyrir rúmri viku og þeir hafa til mánudags til að ákveða hvort þeir ætla að áfrýja. Mennirnir eiga yfir höfði sér þriggja til tuttugu ára fangelsisdóma. Mál þeirra fimmtán manna sem hafa áfrýjað verða flutt á ný fyrir dómstól í borginni Nimes, að því er kemur fram í frétt Guardian. Dómstóll í Avignon dæmdi 47 menn fyrir nauðgun, tvo menn fyrir tilraun til nauðgunar og tvo fyrir annars konar kynferðisbrot. Að Pelicot undanskildum fengu þeir allir vægari dóm en saksóknarar fóru fram á, en þeir hafa sama frest og hinir dæmdu til að áfrýja dómunum. Meðal þeirra sem hafa áfrýjað dómum sínum er hinn þrítugi Charly Arbo, starfsmaður á vínekru, sem heimsótti Pelicot sex sinnum og hlaut þrettán ára dóm. Redouan El Farihi, fyrrverandi svæfingahjúkrunarfræðingur á sextugsaldri, fékk átta ára dóm og ætlar að áfrýja. Hann sakar Dominique um að hafa platað sig og að hann hafi ekki vitað að Gisele hafi verið byrlað, þrátt fyrir að myndbandsupptökur af verknaðinum sýndu að hún væri bersýnilega meðvitundarlaus. Stéphane Babonneau, lögmaður Gisele Pelicot, segir umbjóðanda sinn munu mæta við réttarhöld þeirra mála sem búið er að áfrýja. Mál Dominique Pelicot Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38 Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Pelicot var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni á níu ára tímabili. Dómar yfir mönnunum féllu fyrir rúmri viku og þeir hafa til mánudags til að ákveða hvort þeir ætla að áfrýja. Mennirnir eiga yfir höfði sér þriggja til tuttugu ára fangelsisdóma. Mál þeirra fimmtán manna sem hafa áfrýjað verða flutt á ný fyrir dómstól í borginni Nimes, að því er kemur fram í frétt Guardian. Dómstóll í Avignon dæmdi 47 menn fyrir nauðgun, tvo menn fyrir tilraun til nauðgunar og tvo fyrir annars konar kynferðisbrot. Að Pelicot undanskildum fengu þeir allir vægari dóm en saksóknarar fóru fram á, en þeir hafa sama frest og hinir dæmdu til að áfrýja dómunum. Meðal þeirra sem hafa áfrýjað dómum sínum er hinn þrítugi Charly Arbo, starfsmaður á vínekru, sem heimsótti Pelicot sex sinnum og hlaut þrettán ára dóm. Redouan El Farihi, fyrrverandi svæfingahjúkrunarfræðingur á sextugsaldri, fékk átta ára dóm og ætlar að áfrýja. Hann sakar Dominique um að hafa platað sig og að hann hafi ekki vitað að Gisele hafi verið byrlað, þrátt fyrir að myndbandsupptökur af verknaðinum sýndu að hún væri bersýnilega meðvitundarlaus. Stéphane Babonneau, lögmaður Gisele Pelicot, segir umbjóðanda sinn munu mæta við réttarhöld þeirra mála sem búið er að áfrýja.
Mál Dominique Pelicot Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38 Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38
Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31
Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“