Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 23. desember 2024 00:30 Logi Einarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir faðmast við lyklaskiptin. Vísir/Viktor Ellefu ráðherrar tóku við lyklum að ráðuneytum sínum í dag. Það var gert ýmist með handaböndum eða faðmlögum. Í dag tók daginn að lengja á nýjan leik sem segja má að sé merki um nýtt upphaf þegar ráðherrar tóku við lyklum. Lyklaskiptunum voru gerð góð skil í kvöldfréttum Stöðvar 2 líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Dagurinn hófst í Stjórnarráðinu þar sem að Kristrún Frostadóttir tók við lyklum frá Bjarna Benediktssyni en hann átti reyndar eftir að afhenda tvenna lykla til viðbótar. Kristrún tekin við Stjórnarráðinu af Bjarna.Vísir/Viktor Næst var það utanríkisráðuneytið en þar tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við lyklum frá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur en þær áttu tilfinningaríka stund saman. „Ég er mjög glöð að þú sért að taka við þessu ráðuneyti,“ sagði Þórdís við arftaka sinn Þorgerði. Þórdís og Þorgerður féllust í faðma.Vísir/Viktor Bjarni og Inga Sæland féllust síðan í faðma í félagsráðuneytinu og hinu megin við ganginn í sama húsi varð Alma Möller fyrsti læknirinn til að taka við lyklum að heilbrigðisráðuneytinu. Þá tók Hanna Katrín Friðriksson við lyklum að atvinnuvegaráðuneytinu, áður matvælaráðuneytinu þangað sem fleiri málaflokkar verða færðir undir. Alma Möller tók við lykli úr hönd ráðuneytisstjóra.Vísir/Viktor Í dómsmálaráðuneytinu var skipt á lykli og nútímalegu korti þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók við lyklavöldum af Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Í umhverfisráðuneytinu kom Guðlaugur Þór klyfjaður gjöfum og veitti Jóhanni Páli Jóhannsyni arftaka sínum ítarlegt lesefni en í fjármálaráðuneytinu gaf Sigurður Ingi Jóhannsson nýjum fjármálaráðherra, Daða Má Kristóferssyni bók um ála. Sigurður Ingi og Daði Már kátir við lyklaskiptin.Vísir/Viktor Eyjólfur Ármannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýjir ráðherrar Flokks fólksins, fengu einnig lykla að sínum ráðuneytum. Loks tók Logi Einarsson við lyklum í háskóla- og nýsköpunarráðuneytinu, en hann tók einnig myndskreytingar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í sátt. Áslaug lét Loga hafa lykil.Vísir/Viktor Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Lyklaskiptunum voru gerð góð skil í kvöldfréttum Stöðvar 2 líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Dagurinn hófst í Stjórnarráðinu þar sem að Kristrún Frostadóttir tók við lyklum frá Bjarna Benediktssyni en hann átti reyndar eftir að afhenda tvenna lykla til viðbótar. Kristrún tekin við Stjórnarráðinu af Bjarna.Vísir/Viktor Næst var það utanríkisráðuneytið en þar tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við lyklum frá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur en þær áttu tilfinningaríka stund saman. „Ég er mjög glöð að þú sért að taka við þessu ráðuneyti,“ sagði Þórdís við arftaka sinn Þorgerði. Þórdís og Þorgerður féllust í faðma.Vísir/Viktor Bjarni og Inga Sæland féllust síðan í faðma í félagsráðuneytinu og hinu megin við ganginn í sama húsi varð Alma Möller fyrsti læknirinn til að taka við lyklum að heilbrigðisráðuneytinu. Þá tók Hanna Katrín Friðriksson við lyklum að atvinnuvegaráðuneytinu, áður matvælaráðuneytinu þangað sem fleiri málaflokkar verða færðir undir. Alma Möller tók við lykli úr hönd ráðuneytisstjóra.Vísir/Viktor Í dómsmálaráðuneytinu var skipt á lykli og nútímalegu korti þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók við lyklavöldum af Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Í umhverfisráðuneytinu kom Guðlaugur Þór klyfjaður gjöfum og veitti Jóhanni Páli Jóhannsyni arftaka sínum ítarlegt lesefni en í fjármálaráðuneytinu gaf Sigurður Ingi Jóhannsson nýjum fjármálaráðherra, Daða Má Kristóferssyni bók um ála. Sigurður Ingi og Daði Már kátir við lyklaskiptin.Vísir/Viktor Eyjólfur Ármannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýjir ráðherrar Flokks fólksins, fengu einnig lykla að sínum ráðuneytum. Loks tók Logi Einarsson við lyklum í háskóla- og nýsköpunarráðuneytinu, en hann tók einnig myndskreytingar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í sátt. Áslaug lét Loga hafa lykil.Vísir/Viktor
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira