„Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 14:43 Inga Sæland og Bjarni Benediktsson. Vísir/Viktor Eftir að hafa afhent Kristrúnu Frostadóttur lyklana að Stjórnarráðinu fyrr í dag afhenti Bjarni Benediktsson einnig Ingu Sæland lyklana að félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Hann hefur stýrt því frá því Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti fyrr á árinu. Bjarni sagði einnig að hann vonaðist til þess að Ingu myndi líða vel í ráðuneytinu og þó hann hafði verið þar í stuttan tíma hefði hann fundið fyrir því að hlutirnir væru í traustum skorðum hjá vönduðum mannskap. Inga þakkaði kærlega fyrir sig og krafðist svo þess að fá knús. „Þú bjóst nú ekki alveg við því að lykillinn færi til hennar Ingu en þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn,“ sagði Inga. Bjarni svaraði um hæl og rifjaði upp að Inga hefði sagt honum fyrir nokkru að hún hefði kíkt í sína kristalskúlu og vissi hvernig þetta myndi allt saman þróast. Þau göntuðust sín á milli og Inga sagði að hún hlakkaði til að takast á við Bjarna þar sem þau hefðu nú skipt um sæti við borðið. Hann væri kominn í stjórnarandstöðu. Inga sagðist í kjölfarið vera í einhverju ævintýri. Þetta hefði allt gerst svo hratt. „Ég er ekki alveg búin að átta mig á öllu þessu trausti sem búið er að sýna okkur. Allri þessari hlýju, þessari hvatningu og velvild, því það er bara búið að vera öll þjóðin meira og minna að hvetja okkur til dáða. Þessar yndislegu konur sem hafa verið að vinna með mér að þessari stjórnarmyndun. Við erum bara að uppskera eins og við höfum sáð og ég er óendanlega þakklát fyrir það,“ sagði Inga. Hún sagði að hennar fyrsta verkefni væri að kynnast fólkinu í ráðuneytinu og kynna sér stöðuna. Verkefnin sem þau stæðu frammi fyrir væru umfangsmikil. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Félagsmál Tengdar fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. 22. desember 2024 14:07 „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Bjarni sagði einnig að hann vonaðist til þess að Ingu myndi líða vel í ráðuneytinu og þó hann hafði verið þar í stuttan tíma hefði hann fundið fyrir því að hlutirnir væru í traustum skorðum hjá vönduðum mannskap. Inga þakkaði kærlega fyrir sig og krafðist svo þess að fá knús. „Þú bjóst nú ekki alveg við því að lykillinn færi til hennar Ingu en þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn,“ sagði Inga. Bjarni svaraði um hæl og rifjaði upp að Inga hefði sagt honum fyrir nokkru að hún hefði kíkt í sína kristalskúlu og vissi hvernig þetta myndi allt saman þróast. Þau göntuðust sín á milli og Inga sagði að hún hlakkaði til að takast á við Bjarna þar sem þau hefðu nú skipt um sæti við borðið. Hann væri kominn í stjórnarandstöðu. Inga sagðist í kjölfarið vera í einhverju ævintýri. Þetta hefði allt gerst svo hratt. „Ég er ekki alveg búin að átta mig á öllu þessu trausti sem búið er að sýna okkur. Allri þessari hlýju, þessari hvatningu og velvild, því það er bara búið að vera öll þjóðin meira og minna að hvetja okkur til dáða. Þessar yndislegu konur sem hafa verið að vinna með mér að þessari stjórnarmyndun. Við erum bara að uppskera eins og við höfum sáð og ég er óendanlega þakklát fyrir það,“ sagði Inga. Hún sagði að hennar fyrsta verkefni væri að kynnast fólkinu í ráðuneytinu og kynna sér stöðuna. Verkefnin sem þau stæðu frammi fyrir væru umfangsmikil.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Félagsmál Tengdar fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. 22. desember 2024 14:07 „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Ein allra besta jólagjöfin“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. 22. desember 2024 14:07
„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22
Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24