Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 13:39 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Valdimír Pútín, forseti Rússlands, skoraði í morgun Vesturlönd á hólm í Úkraínu. Pútín sagði að Vesturlönd ættu að koma öllum sínum bestu loftvarnarkerfum fyrir í Kænugarði og reyna að stöðva eldflaugaárás Rússa á borgina. Hann sagði vestræn loftvarnarkerfi ekki eiga séns á að stöðva nýlega eldflaug Rússa. Samkvæmt TASS sagði Pútín á blaðamannafundi í morgun að sérfræðingar á Vesturlöndum mættu velja skotmarkið. Sérstaklega var hann að tala um eldflaug sem kallast Oreshnik en þar er um að ræða meðaldræga skotflaug sem borið getur nokkra sjálfstæða sprengjuodda. Eldflaug af þessari gerð var í fyrsta sinn skotið að Úkraínu í síðasta mánuði. Sjá einnig: Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Skotflaugar af þessari gerð virka þannig að þeim er skotið hátt á loft og þar sleppa þær mörgum sprengjuoddum sem eru hannaðir til að falla til jarðar á gífurlegum hraða og hæfa skotmörk þar. Rússar segja Oreshnik-eldflaugina nýja af nálinni en sérfræðingar hafa dregið það í efa og segja að breytta gerð af eldri eldflaugum sé um að ræða. Um vestræna sérfræðinga sem efa getu Oreshnik sagði Pútín að þeir mættu velja skotmarkið í „tæknilegu einvígi“. Þar gætu þeir komið loft- og eldflaugavarnarkerfum fyrir og reyna að stöðva skotflaugina. „Við sjáum hvað gerist. Við erum tilbúnir í slíka tilraun,“ sagði Pútín, samkvæmt TASS fréttaveitunni. Eldflaugar af þessari gerð geta borið kjarnorkuvopn en það á við um margar af þeim gerðum eldflauga, bæði stýriflaugar og skotflaugar, sem Rússar hafa skotið að borgum Úkraínu undanfarin þrjú ár. Sjá einnig: Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Oreshnik eru einnig sagðar mjög dýrar í framleiðslu og telja Bandaríkjamenn að Rússar eigi tiltölulega fáar eldflaugar. Þær eru einnig sagðar bera minni sprengjuodda en aðrar eldflaugar sem Rússar skjóta reglulega að skotmörkum í Úkraínu. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína NATO Tengdar fréttir „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. 18. desember 2024 10:52 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Samkvæmt TASS sagði Pútín á blaðamannafundi í morgun að sérfræðingar á Vesturlöndum mættu velja skotmarkið. Sérstaklega var hann að tala um eldflaug sem kallast Oreshnik en þar er um að ræða meðaldræga skotflaug sem borið getur nokkra sjálfstæða sprengjuodda. Eldflaug af þessari gerð var í fyrsta sinn skotið að Úkraínu í síðasta mánuði. Sjá einnig: Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Skotflaugar af þessari gerð virka þannig að þeim er skotið hátt á loft og þar sleppa þær mörgum sprengjuoddum sem eru hannaðir til að falla til jarðar á gífurlegum hraða og hæfa skotmörk þar. Rússar segja Oreshnik-eldflaugina nýja af nálinni en sérfræðingar hafa dregið það í efa og segja að breytta gerð af eldri eldflaugum sé um að ræða. Um vestræna sérfræðinga sem efa getu Oreshnik sagði Pútín að þeir mættu velja skotmarkið í „tæknilegu einvígi“. Þar gætu þeir komið loft- og eldflaugavarnarkerfum fyrir og reyna að stöðva skotflaugina. „Við sjáum hvað gerist. Við erum tilbúnir í slíka tilraun,“ sagði Pútín, samkvæmt TASS fréttaveitunni. Eldflaugar af þessari gerð geta borið kjarnorkuvopn en það á við um margar af þeim gerðum eldflauga, bæði stýriflaugar og skotflaugar, sem Rússar hafa skotið að borgum Úkraínu undanfarin þrjú ár. Sjá einnig: Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Oreshnik eru einnig sagðar mjög dýrar í framleiðslu og telja Bandaríkjamenn að Rússar eigi tiltölulega fáar eldflaugar. Þær eru einnig sagðar bera minni sprengjuodda en aðrar eldflaugar sem Rússar skjóta reglulega að skotmörkum í Úkraínu.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína NATO Tengdar fréttir „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. 18. desember 2024 10:52 Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
„Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Undanfarna daga hafa fregnir borist af því að dátar Kims Jong Un frá Norður-Kóreu hafi tekið þátt í bardögum gegn úkraínskum hermönnum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þar eru þeir sagðir hafa orðið fyrir mannfalli en úkraínskir hermenn hafa sagt þá sækja fram án stuðnings og bryndreka. 18. desember 2024 10:52
Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Tvö rússnesk olíuskip með alls 27 innanborðs eru stórskemmd eftir hremmingar á Svartahafi, í Kerch-sundi sem sker Rússland og Krímskaga. 15. desember 2024 20:09
Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32
Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. 11. desember 2024 13:20