„Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. desember 2024 22:55 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir víðtækt samráð hafa verið haft við íbúa í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. Í vikunni var fjallað um stærðarinnar vöruhús sem hefur verið reist örfáum metrum frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúi í húsinu sagðist vera afar ósáttur með nýbygginguna, hávaðann sem fylgdi framkvæmdunum og útsýni sem er ekkert sérstaklega spennandi. Í dag sendi byggingaraðilinn, félagið Álfabakki 2 ehf., frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að framkvæmdirnar væru með öllu í takti við gildandi deiliskipulag. Allar teikningar hafi verið staðfestar af hálfu borgarinnar. Hagar koma til með að leigja bygginguna þegar hún er fullkláruð, en að öðru leyti kemur fyrirtækið ekki að framkvæmdunum. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að leyfa uppbygginguna en borgarstjóri segist vilja hefja samtal við eigendur hússins um að lækka það. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út. Ég held að enginn hafi alveg áttað sig á því hvað væri að gerast fyrr en við sjáum þetta rísa. Að mínu viti er þetta algjörlega óásættanlegt. Það gengur ekki að koma svona fram gagnvart íbúum í borginni,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Borgin beri vissulega ábyrgð á því að skipulagið hafi komist í gegn. En hvernig getur það gerst að þetta verði svona án þess að borgin taki neitt sérstaklega eftir því? „Það þarf að rýna í það mjög vel. Horfast í augu við okkar ábyrgð í þessu og ábyrgð uppbyggingaraðilans sem er að framkvæma þarna. Það þarf að hanna hús svo þau falli inn í umhverfið,“ segir Einar. Uppbyggingin hafi átt sér langan aðdraganda. „Ég alla vega áttaði mig ekki á því hvernig þetta myndi koma til með að líta út og mér finnst þetta ekki ganga. Þannig nú stígum við aðeins inn í og reynum að mæta áhyggjum íbúa,“ segir Einar. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Í vikunni var fjallað um stærðarinnar vöruhús sem hefur verið reist örfáum metrum frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúi í húsinu sagðist vera afar ósáttur með nýbygginguna, hávaðann sem fylgdi framkvæmdunum og útsýni sem er ekkert sérstaklega spennandi. Í dag sendi byggingaraðilinn, félagið Álfabakki 2 ehf., frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að framkvæmdirnar væru með öllu í takti við gildandi deiliskipulag. Allar teikningar hafi verið staðfestar af hálfu borgarinnar. Hagar koma til með að leigja bygginguna þegar hún er fullkláruð, en að öðru leyti kemur fyrirtækið ekki að framkvæmdunum. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að leyfa uppbygginguna en borgarstjóri segist vilja hefja samtal við eigendur hússins um að lækka það. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út. Ég held að enginn hafi alveg áttað sig á því hvað væri að gerast fyrr en við sjáum þetta rísa. Að mínu viti er þetta algjörlega óásættanlegt. Það gengur ekki að koma svona fram gagnvart íbúum í borginni,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Borgin beri vissulega ábyrgð á því að skipulagið hafi komist í gegn. En hvernig getur það gerst að þetta verði svona án þess að borgin taki neitt sérstaklega eftir því? „Það þarf að rýna í það mjög vel. Horfast í augu við okkar ábyrgð í þessu og ábyrgð uppbyggingaraðilans sem er að framkvæma þarna. Það þarf að hanna hús svo þau falli inn í umhverfið,“ segir Einar. Uppbyggingin hafi átt sér langan aðdraganda. „Ég alla vega áttaði mig ekki á því hvernig þetta myndi koma til með að líta út og mér finnst þetta ekki ganga. Þannig nú stígum við aðeins inn í og reynum að mæta áhyggjum íbúa,“ segir Einar.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira