Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Aron Guðmundsson skrifar 14. desember 2024 09:30 Orri Óskarsson, sóknarmaður Íslands mun leika stórt hlutverk í komandi undankeppni Íslands fyrir HM 2026 í fótbolta. Hann er einn af þessum frambærilegum sóknarmönnum sem Baldur Sigurðsson segir Ísland eiga. vísir/Hulda Margrét Dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2026 í fótbolta karla í gær. Íslenska landsliðið var í pottinum og tekur sérfræðingurinn og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Baldur Sigurðsson ekki undir bölsýnisspár um möguleika Íslands. Hann hefur trú. Ísland mun verða í krefjandi riðli með sigurvegaranum úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni sem og Úkraínu og Azerbaijan. Efsta lið hvers riðils fer beint áfram. Liðin í 2.sæti fara í umspil. „Mér lýst bara nokkuð vel á þetta. Að sjálfsögðu hefði maður alltaf geta óskað sér betri riðils en mér finnst þetta ekkert svartnætti. Maður varð strax var við neikvæðnisraddir en ég er ekki alveg jafn neikvæður. Ef ég horfi á liðin sem við erum að fara mæta. Tökum fyrst efsta styrkleikaflokkinn fyrir þar sem að við mætum annað hvort Frökkum eða Króötum þá finnst mér líklegt að við séum að fara fá Frakkana í okkar riðil. Staðan hjá þeim hefur verið betri. Í Úkraínu erum við svo að fara mæta andstæðingi sem við könnumst nú við. Mættum þeim nú síðast í umspili á síðasta ári úti og vorum býsna nálægt því að slá þá út. Ég er miðlungs sáttur með þetta. Hef ekki miklar áhyggjur af Azerbaíjan en það verða vissulega mjög krefjandi leikir við Úkraínu og liðið úr efsta styrkleikaflokki. Ég sé möguleika.“ Klippa: Bjartsýnn á möguleika Íslands í undankeppni HM Ef horft sé á riðilinn með raunsæis gleraugum ætti baráttan um annað sætið að vera við Úkraínu. „Sem mér finnst alveg gerlegt. Úkraína er skrýtinn andstæðingur að mæta. Geta gert bestu landsliðum heims skráveifu en maður sér það þó einnig á úrslitum þeirra að þeir geta dottið niður og átt slæm úrslit á móti minni spámönnum sem við kannski erum í þessu tilfelli. Mér finnst íslenska liðið spennandi. Finnst við hafa lið sem getur strítt þessum stærri liðum ef við náum aðeins að þétta varnarleikinn því sóknarlega lítum við frábærlega út ef við höfum úr öllum okkar mönnum að velja. Það er spennandi mót fram undan. Fyrsta HM sem að ég féll fyrir var árið 1994 í Bandaríkjunum. Ég er fæddur árið 1985 og það vekur upp frábærar minningar að hugsa til þess að Ísland gæti mögulega verið með lið á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu og verð fyrsti maður til að kaupa mér miða á leiki Íslands á HM ef við förum þangað. Ég vona að við förum áfram úr þessum riðli.“ Ísland hefur leik í riðlakeppninni í september á næsta ári og henni lýkur í nóvember, eins konar hraðmót. Óvíst er á þessari stundu hver muni stýra liðinu í undankeppninni. Leit að landsliðsþjálfara stendur yfir. Sá mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. „Mómentum, meiðsli, hvaða þjálfara erum við að fara fá í brúna og hvaða tíma hefur hann til að undirbúa sig. Nú liggur dálítið á. Nú þurfum við að fara fá inn þjálfara. Fá inn verkefni og hann þarf að fá tíma. Öll smáatriði skipta máli í þessum heimi. Sérstaklega þegar að þú ert kominn inn í þennan landsliðsheim. Nú ærið verkefni framu og mjög spennandi að sjá hvað KSÍ ætlar að gera með þjálfarann.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Ísland mun verða í krefjandi riðli með sigurvegaranum úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni sem og Úkraínu og Azerbaijan. Efsta lið hvers riðils fer beint áfram. Liðin í 2.sæti fara í umspil. „Mér lýst bara nokkuð vel á þetta. Að sjálfsögðu hefði maður alltaf geta óskað sér betri riðils en mér finnst þetta ekkert svartnætti. Maður varð strax var við neikvæðnisraddir en ég er ekki alveg jafn neikvæður. Ef ég horfi á liðin sem við erum að fara mæta. Tökum fyrst efsta styrkleikaflokkinn fyrir þar sem að við mætum annað hvort Frökkum eða Króötum þá finnst mér líklegt að við séum að fara fá Frakkana í okkar riðil. Staðan hjá þeim hefur verið betri. Í Úkraínu erum við svo að fara mæta andstæðingi sem við könnumst nú við. Mættum þeim nú síðast í umspili á síðasta ári úti og vorum býsna nálægt því að slá þá út. Ég er miðlungs sáttur með þetta. Hef ekki miklar áhyggjur af Azerbaíjan en það verða vissulega mjög krefjandi leikir við Úkraínu og liðið úr efsta styrkleikaflokki. Ég sé möguleika.“ Klippa: Bjartsýnn á möguleika Íslands í undankeppni HM Ef horft sé á riðilinn með raunsæis gleraugum ætti baráttan um annað sætið að vera við Úkraínu. „Sem mér finnst alveg gerlegt. Úkraína er skrýtinn andstæðingur að mæta. Geta gert bestu landsliðum heims skráveifu en maður sér það þó einnig á úrslitum þeirra að þeir geta dottið niður og átt slæm úrslit á móti minni spámönnum sem við kannski erum í þessu tilfelli. Mér finnst íslenska liðið spennandi. Finnst við hafa lið sem getur strítt þessum stærri liðum ef við náum aðeins að þétta varnarleikinn því sóknarlega lítum við frábærlega út ef við höfum úr öllum okkar mönnum að velja. Það er spennandi mót fram undan. Fyrsta HM sem að ég féll fyrir var árið 1994 í Bandaríkjunum. Ég er fæddur árið 1985 og það vekur upp frábærar minningar að hugsa til þess að Ísland gæti mögulega verið með lið á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu og verð fyrsti maður til að kaupa mér miða á leiki Íslands á HM ef við förum þangað. Ég vona að við förum áfram úr þessum riðli.“ Ísland hefur leik í riðlakeppninni í september á næsta ári og henni lýkur í nóvember, eins konar hraðmót. Óvíst er á þessari stundu hver muni stýra liðinu í undankeppninni. Leit að landsliðsþjálfara stendur yfir. Sá mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. „Mómentum, meiðsli, hvaða þjálfara erum við að fara fá í brúna og hvaða tíma hefur hann til að undirbúa sig. Nú liggur dálítið á. Nú þurfum við að fara fá inn þjálfara. Fá inn verkefni og hann þarf að fá tíma. Öll smáatriði skipta máli í þessum heimi. Sérstaklega þegar að þú ert kominn inn í þennan landsliðsheim. Nú ærið verkefni framu og mjög spennandi að sjá hvað KSÍ ætlar að gera með þjálfarann.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira