Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. desember 2024 11:49 Una Jónsdóttir er aðalhagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Verri afkoma ríkissjóðs en gert var ráð fyrir eru ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn, að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Hægara vaxtalækkunarferli og breytingar á fjárlögum skipti þar talsverðu máli. Fjármálaráðuneytið birti í gær tilkynningu þess efnis að heildarafkoma yrði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, væru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir ástæðu þess að gert sé ráð fyrir meiri halla en áður vera þá að útlit sé fyrir að tekjuöflun verði minni, og gjöld hærri. „Þessi hærri gjöld er meðal annars hægt að rekja til aukinna vaxtagjalda, sem segir okkur kannski að þau voru mögulega að gera ráð fyrir að vextir myndu lækka hraðar en þeir eru núna að gera,“ segir Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans. Kílómetragjöldin geti talið Minni áætluð tekjuöflun tengist þá breytingum á fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var um miðjan nóvember. „Þar sem eru einhverjar breytingar sem náðu ekki í gegn. Það er til dæmis hægt að nefna kílómetragjöldin sem fóru ekki í gegn. Það gæti verið þess valdandi að þau eru núna að gera ráð fyrir aðeins minni tekjuöflun.“ Mikil óvissa sé í efnahagsmálum almennt og því erfitt að spá fyrir um efnahagslega þætti á borð við afkomu ríkissjóðs. „Það er alveg eðlilegt að áætlanir taki breytingum og þá er bara mikilvægt að þær séu uppfærðar jafnóðum, rétt eins og er núna gert,“ segir Una. Stakkurinn þrengist Hún segir ljóst að breytingarnar muni hafa áhrif inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Það segir sig sjálft að ný ríkisstjórn tekur við aðeins verra búi en áætlað var. Það þýðir að verkefnið, að rétta stöðu ríkissjóðs, gæti orðið flóknara en áður var gert ráð fyrir.“ Koma verði í ljós hvernig útgjaldahugmyndir flokkanna sem nú ræða saman passa inn í þennan ramma, þegar þeir hafi sýnt almennilega á spilin. Almennt sé þó ljóst að aukinn halli sé ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn. „Ef hallinn er meiri en áætlað var þá er þeim þrengri stakkur búinn.“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, halda uppteknum hætti og hófu að funda í morgun. Þar að auki funda fulltrúar flokkanna þriggja í nokkrum vinnuhópum í dag, eins og verið hefur síðustu daga að því er segir í svari aðstoðarmanns Kristrúnar við fyrirspurn fréttastofu um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Fjármálaráðuneytið birti í gær tilkynningu þess efnis að heildarafkoma yrði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, væru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir ástæðu þess að gert sé ráð fyrir meiri halla en áður vera þá að útlit sé fyrir að tekjuöflun verði minni, og gjöld hærri. „Þessi hærri gjöld er meðal annars hægt að rekja til aukinna vaxtagjalda, sem segir okkur kannski að þau voru mögulega að gera ráð fyrir að vextir myndu lækka hraðar en þeir eru núna að gera,“ segir Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans. Kílómetragjöldin geti talið Minni áætluð tekjuöflun tengist þá breytingum á fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var um miðjan nóvember. „Þar sem eru einhverjar breytingar sem náðu ekki í gegn. Það er til dæmis hægt að nefna kílómetragjöldin sem fóru ekki í gegn. Það gæti verið þess valdandi að þau eru núna að gera ráð fyrir aðeins minni tekjuöflun.“ Mikil óvissa sé í efnahagsmálum almennt og því erfitt að spá fyrir um efnahagslega þætti á borð við afkomu ríkissjóðs. „Það er alveg eðlilegt að áætlanir taki breytingum og þá er bara mikilvægt að þær séu uppfærðar jafnóðum, rétt eins og er núna gert,“ segir Una. Stakkurinn þrengist Hún segir ljóst að breytingarnar muni hafa áhrif inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Það segir sig sjálft að ný ríkisstjórn tekur við aðeins verra búi en áætlað var. Það þýðir að verkefnið, að rétta stöðu ríkissjóðs, gæti orðið flóknara en áður var gert ráð fyrir.“ Koma verði í ljós hvernig útgjaldahugmyndir flokkanna sem nú ræða saman passa inn í þennan ramma, þegar þeir hafi sýnt almennilega á spilin. Almennt sé þó ljóst að aukinn halli sé ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn. „Ef hallinn er meiri en áætlað var þá er þeim þrengri stakkur búinn.“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, halda uppteknum hætti og hófu að funda í morgun. Þar að auki funda fulltrúar flokkanna þriggja í nokkrum vinnuhópum í dag, eins og verið hefur síðustu daga að því er segir í svari aðstoðarmanns Kristrúnar við fyrirspurn fréttastofu um stjórnarmyndunarviðræðurnar.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira