Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. desember 2024 11:49 Una Jónsdóttir er aðalhagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Verri afkoma ríkissjóðs en gert var ráð fyrir eru ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn, að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Hægara vaxtalækkunarferli og breytingar á fjárlögum skipti þar talsverðu máli. Fjármálaráðuneytið birti í gær tilkynningu þess efnis að heildarafkoma yrði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, væru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir ástæðu þess að gert sé ráð fyrir meiri halla en áður vera þá að útlit sé fyrir að tekjuöflun verði minni, og gjöld hærri. „Þessi hærri gjöld er meðal annars hægt að rekja til aukinna vaxtagjalda, sem segir okkur kannski að þau voru mögulega að gera ráð fyrir að vextir myndu lækka hraðar en þeir eru núna að gera,“ segir Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans. Kílómetragjöldin geti talið Minni áætluð tekjuöflun tengist þá breytingum á fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var um miðjan nóvember. „Þar sem eru einhverjar breytingar sem náðu ekki í gegn. Það er til dæmis hægt að nefna kílómetragjöldin sem fóru ekki í gegn. Það gæti verið þess valdandi að þau eru núna að gera ráð fyrir aðeins minni tekjuöflun.“ Mikil óvissa sé í efnahagsmálum almennt og því erfitt að spá fyrir um efnahagslega þætti á borð við afkomu ríkissjóðs. „Það er alveg eðlilegt að áætlanir taki breytingum og þá er bara mikilvægt að þær séu uppfærðar jafnóðum, rétt eins og er núna gert,“ segir Una. Stakkurinn þrengist Hún segir ljóst að breytingarnar muni hafa áhrif inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Það segir sig sjálft að ný ríkisstjórn tekur við aðeins verra búi en áætlað var. Það þýðir að verkefnið, að rétta stöðu ríkissjóðs, gæti orðið flóknara en áður var gert ráð fyrir.“ Koma verði í ljós hvernig útgjaldahugmyndir flokkanna sem nú ræða saman passa inn í þennan ramma, þegar þeir hafi sýnt almennilega á spilin. Almennt sé þó ljóst að aukinn halli sé ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn. „Ef hallinn er meiri en áætlað var þá er þeim þrengri stakkur búinn.“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, halda uppteknum hætti og hófu að funda í morgun. Þar að auki funda fulltrúar flokkanna þriggja í nokkrum vinnuhópum í dag, eins og verið hefur síðustu daga að því er segir í svari aðstoðarmanns Kristrúnar við fyrirspurn fréttastofu um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fjármálaráðuneytið birti í gær tilkynningu þess efnis að heildarafkoma yrði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, væru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir ástæðu þess að gert sé ráð fyrir meiri halla en áður vera þá að útlit sé fyrir að tekjuöflun verði minni, og gjöld hærri. „Þessi hærri gjöld er meðal annars hægt að rekja til aukinna vaxtagjalda, sem segir okkur kannski að þau voru mögulega að gera ráð fyrir að vextir myndu lækka hraðar en þeir eru núna að gera,“ segir Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans. Kílómetragjöldin geti talið Minni áætluð tekjuöflun tengist þá breytingum á fjárlagafrumvarpinu sem samþykkt var um miðjan nóvember. „Þar sem eru einhverjar breytingar sem náðu ekki í gegn. Það er til dæmis hægt að nefna kílómetragjöldin sem fóru ekki í gegn. Það gæti verið þess valdandi að þau eru núna að gera ráð fyrir aðeins minni tekjuöflun.“ Mikil óvissa sé í efnahagsmálum almennt og því erfitt að spá fyrir um efnahagslega þætti á borð við afkomu ríkissjóðs. „Það er alveg eðlilegt að áætlanir taki breytingum og þá er bara mikilvægt að þær séu uppfærðar jafnóðum, rétt eins og er núna gert,“ segir Una. Stakkurinn þrengist Hún segir ljóst að breytingarnar muni hafa áhrif inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. „Það segir sig sjálft að ný ríkisstjórn tekur við aðeins verra búi en áætlað var. Það þýðir að verkefnið, að rétta stöðu ríkissjóðs, gæti orðið flóknara en áður var gert ráð fyrir.“ Koma verði í ljós hvernig útgjaldahugmyndir flokkanna sem nú ræða saman passa inn í þennan ramma, þegar þeir hafi sýnt almennilega á spilin. Almennt sé þó ljóst að aukinn halli sé ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn. „Ef hallinn er meiri en áætlað var þá er þeim þrengri stakkur búinn.“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, halda uppteknum hætti og hófu að funda í morgun. Þar að auki funda fulltrúar flokkanna þriggja í nokkrum vinnuhópum í dag, eins og verið hefur síðustu daga að því er segir í svari aðstoðarmanns Kristrúnar við fyrirspurn fréttastofu um stjórnarmyndunarviðræðurnar.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira