Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar 11. desember 2024 08:03 Vandinn að segja satt Þorsteinn Pálsson, framámaður í Viðreisn var álitsgjafi í þætti á Stöð 2 fyrir stuttu. Þar sagði hann meðal annars: „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir“. Til þessara ummæla hefur víða verið vitnað. En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera? Um það get ég upplýst Þorstein og þá sem hafa áhuga á að kynna sér sannleikann. Í fyrsta lagi verða vextir Vinnslustöðvarinnar á yfirstandandi ári af erlendum lánum (aðallega evrum) ríflega 8%. Í öðru lagi verða vextir erlendra lána (aðallega dollara) í fiskvinnslu í Eyjum sem ég þekki til um 11%. Í þriðja lagi verða vextir dótturfélags Vinnslustöðvarinnar í Portúgal af lánum þess í ár um 6%, en lánin eru öll í evrum. Í fjórða lagi eru óverðtryggðir vextir nákomins ættingja míns liðlega 8% af húsnæðisláni í íslenskum krónum. Dæmi nú hver fyrir sig um sannleiksgildi orða Þorsteins Pálssonar. Þess ber að geta að erlend lán Vinnslustöðvarinnar og fiskvinnslunnar í Eyjum eru tekin hjá íslenskum bönkum. Skýring hærri vaxta Þorsteinn Pálsson er fyrrverandi fjármálaráðherra. Við verðum að gera meiri kröfu til hans af þeim ástæðum. Þorsteinn þekkir nægjanlega marga í Eyjum eða innan sjávarútvegsins til að taka eitt eða fleiri símtöl til að átta sig á aðstæðum dagsins í dag. Hann þekkir áreiðanlega einnig vel til innan bankakerfisins og hefði hæglega getað aflað sér upplýsinga. Í ágætri grein Benedikts Gíslasonar, bankastjóra Arion banka, sem hann birti nýverið lýsir hann hvernig regluverk og skattlagning hefur áhrif á vaxtakjör íslenskra fyrirtækja og heimila. Þar lýsir hann því af hvaða ástæðu dótturfélag Vinnslustöðvarinnar í Portúgal greiðir lægri vexti í evrum en móðurfélagið á Íslandi sem er þó í ábyrgð fyrir megninu að lánum dótturfélagsins en þessar eru þær helstar: Vegna hærri eiginfjárkröfur til bankakerfisins. Vegna hærri skatta á íslenska banka. Vegna hærri óvaxtaberandi bindiskyldu. Vegna annarra álaga og íþyngjandi reglna íslenskra stjórnvalda sem rakin eru í greininni. Ein ástæðan er lakara lánshæfismat bankanna sem er afleiðing neikvæðrar umræða stjórnmálamanna um bankakerfið, auk annarra atriða. Með milliliðalausum viðskiptum við erlenda banka má komast hjá íslenska álaginu sem Benedikt nefnir í grein sinni. Afleiðingar þess eru að veikjum íslenska bankakerfið (samkeppnishæfni þess minnkar), tekjur verða minni, bankamönnum fækkar, skattar til ríkis og sveitarfélaga lækka og við búum til spíral sem aftur leiðir til þess að vaxtaálög hækka (vegna óhagkvæmni) og lífskjör okkar versna. Af þessu leiðir svo að verðmæti bankanna lækkar og hluthafar þeirra tapa, þar á meðal íslenska ríkið sem á stóran hlut í bankakerfinu! Vandinn að segja satt Þorsteinn Pálsson var þingmaður Suðurkjördæmis á árunum 1983 - 1999. Við upphaf þingferilsins árið 1983 geysaði óðaverðbólga en í lok þingmannsferils hans voru íslensk efnahagsmál komin í þokkalegt jafnvægi. Á þessum tíma kom hann oft til Eyja og hitti þar bæði fiskverkafólk sem og útvegsbændur. Hann þekkti vel til stöðu sjávarútvegs enda var hann lengi sjávarútvegsráðherra. Árið 2011 skrifaði Þorsteinn grein sem bar heitið: „Vandinn að segja satt“ en þar segir meðal annars: „Óumdeilt er að aflahlutdeildarkerfið leiddi til samþjöppunar í rekstri. Fiskiskip eru færri, sjómenn eru færri og fiskvinnslustöðvar eru færri. Trúlega er þessi mikla hagræðing helsta undirrót óánægjunnar. Ekki er unnt að mæla á móti því að þessi hagræðing gekk gegn hagsmunum nokkurra byggða og útgerða sem hurfu úr rekstri og sjómanna sem misstu vinnu. Á móti kemur að ekki er lengur þörf á millifærslum og gengislækkunum á kostnað almennings. Með rökum er ekki unnt að staðhæfa að efnahagsáhrif kerfisins hafi verið öndverð almannahagsmunum eða stangist á við þjóðareignarsjónarmiðið. Vissulega má deila um hvort er mikilvægara: Fjöldi starfa eða hagræðing. Það er val. Að lofa hvoru tveggja er skrök.“ Hér er allt satt og rétt sem Þorsteinn skrifar eins og staðreyndir dagsins í dag leiða í ljós. Sannleikur dagsins í dag Viðreisnarmaðurinn, Þorsteinn Pálsson, hefur hvorki heimsótt fiskverkakonur né útvegsbændur í Eyjum í tæpan áratug, svo ég viti til, til að kynna sér stöðu þeirra. Þá hefði hann nefnilega áttað sig á að fiskverkakonurnar eru frá Evrópu, einkum Portúgal og Póllandi. (Í Póllandi er ekki evra. Grunnvextir í Póllandi hafa verið svipaðir og á evru, en þó ívið hærri.) Þær eru ekki heima hjá sér til að njóta lágra vaxta í þeim löndum eða eru í Eyjum vegna veðurblíðu, heldur vegna hárra launa og möguleika á atvinnu. Laun evrópsku kvennanna í Eyjum eru nú með þeim hæstu sem þær eiga kost á innan evrópska efnahagssvæðisins. Laun fiskvinnslufólks í nokkrum löndum Evrópusambandsins sem við þekkjum til eru á bilinu 7 – 15 evrur á tímann. Þar til viðbótar bætast launatengdir skattar og önnur gjöld. Kostnaður evrópsks fiskvinnslufyrirtækis á unnin tíma er þá á bilinu 10 – 20 evrur. Sambærilegur kostnaður Vinnslustöðvarinnar er rúmlega 30 evrur á klukkustundina. Eftir þessu sækist evrópska fiskvinnslufólkið og þess vegna er það á Íslandi en ekki heima hjá sér að njóta lágra vaxta. Hvers vegna greiðir sjávarútvegurinn svo há laun? Þorsteinn Pálsson á heiður af því að hafa stutt við þær breytingar sem hann sjálfur lýsti hér að ofan. Í sömu grein sagði Þorsteinn einnig: „Krafan um að hámarka arðinn af auðlindinni í þágu heildarinnar er eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna. Spurningin er bara: Hvernig? Hagræðingin styrkir krónuna sem aftur bætir kjör almennings. Þetta lögmál virkar líka í hina áttina. Vilja menn það?“ Hér er einmitt kjarni málsins. Hagræðing innan sjávarútvegsins hefur styrkt krónuna og bætt kjör almennings eða viljum við fara í hina áttina eins og Þorsteinn lýsir svo vel. Sjávarútvegurinn hefur getu til að til að greiða há laun eins og ég hef lýst, verið arðssamur og staðið undir byggð víðsvegar um landið eins og Þorsteinn lýsti í annarri grein sem hann birti árið 2009 undir fyrirsögninni: Markaðslausnir í sjávarútvegi: „Þetta kerfi hefur leitt til þess að við eigum nú færri en stærri og sterkari sjávarútvegsfyrirtæki en áður. Þau geta flest jafnað innbyrðis sveiflur í veiði og markaðsverði á ákveðnum tegundum. Við stöðug efnahagsskilyrði skila þau arði sem nýtist til fjárfestingar og atvinnusköpunar á öðrum sviðum. Að sama skapi eflast bæjarfélögin.“ Einmitt þetta hefur gerst í Eyjum þar sem fyrrum eigendur útgerðar hafa ráðist í stærstu einstöku fjárfestingu Eyjanna frá upphafi byggðar þar. Þorsteinn annar Þorsteinn Pálsson er ekki lengur í forsvari fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur Viðreisn en sá flokkur hefur einmitt talað fyrir uppboðum og fyrningu aflaheimilda. Það var mér einkar ánægjulegt að sjá svar hans við þeim hugmyndum og Samfylkingarinnar sem hann birti í grein sinni árið 2011: og heitir Aðgangsorð pólitískra vinsælda. Þar segir meðal annars: „Fyrirtæki sem missa veiðiheimildir [vegna fyrningar] standa uppi með óbreytta fjárfestingu og minni tekjur. Sá mikli fjöldi nýliða sem bætist við þarf að fjárfesta í skipum og fiskvinnsluhúsum án þess að fá nægjanlegar tekjur. Bæði ný og gömul fyrirtæki þurfa síðan að standa undir hærra auðlindagjaldi.“ Við skulum láta þessi orð sjálfstæðismannsins Þorsteins Pálssonar vera lokaorð við svargrein minni til viðreisnarmannsins Þorsteins Pálssonar. Eins og ég þekki manninn Þorstein Pálsson þá veit hann í hjarta sínu hvor maðurinn hefur rétt fyrir sér. Hann var áður þeim vanda vaxinn að segja satt. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vandinn að segja satt Þorsteinn Pálsson, framámaður í Viðreisn var álitsgjafi í þætti á Stöð 2 fyrir stuttu. Þar sagði hann meðal annars: „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir“. Til þessara ummæla hefur víða verið vitnað. En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera? Um það get ég upplýst Þorstein og þá sem hafa áhuga á að kynna sér sannleikann. Í fyrsta lagi verða vextir Vinnslustöðvarinnar á yfirstandandi ári af erlendum lánum (aðallega evrum) ríflega 8%. Í öðru lagi verða vextir erlendra lána (aðallega dollara) í fiskvinnslu í Eyjum sem ég þekki til um 11%. Í þriðja lagi verða vextir dótturfélags Vinnslustöðvarinnar í Portúgal af lánum þess í ár um 6%, en lánin eru öll í evrum. Í fjórða lagi eru óverðtryggðir vextir nákomins ættingja míns liðlega 8% af húsnæðisláni í íslenskum krónum. Dæmi nú hver fyrir sig um sannleiksgildi orða Þorsteins Pálssonar. Þess ber að geta að erlend lán Vinnslustöðvarinnar og fiskvinnslunnar í Eyjum eru tekin hjá íslenskum bönkum. Skýring hærri vaxta Þorsteinn Pálsson er fyrrverandi fjármálaráðherra. Við verðum að gera meiri kröfu til hans af þeim ástæðum. Þorsteinn þekkir nægjanlega marga í Eyjum eða innan sjávarútvegsins til að taka eitt eða fleiri símtöl til að átta sig á aðstæðum dagsins í dag. Hann þekkir áreiðanlega einnig vel til innan bankakerfisins og hefði hæglega getað aflað sér upplýsinga. Í ágætri grein Benedikts Gíslasonar, bankastjóra Arion banka, sem hann birti nýverið lýsir hann hvernig regluverk og skattlagning hefur áhrif á vaxtakjör íslenskra fyrirtækja og heimila. Þar lýsir hann því af hvaða ástæðu dótturfélag Vinnslustöðvarinnar í Portúgal greiðir lægri vexti í evrum en móðurfélagið á Íslandi sem er þó í ábyrgð fyrir megninu að lánum dótturfélagsins en þessar eru þær helstar: Vegna hærri eiginfjárkröfur til bankakerfisins. Vegna hærri skatta á íslenska banka. Vegna hærri óvaxtaberandi bindiskyldu. Vegna annarra álaga og íþyngjandi reglna íslenskra stjórnvalda sem rakin eru í greininni. Ein ástæðan er lakara lánshæfismat bankanna sem er afleiðing neikvæðrar umræða stjórnmálamanna um bankakerfið, auk annarra atriða. Með milliliðalausum viðskiptum við erlenda banka má komast hjá íslenska álaginu sem Benedikt nefnir í grein sinni. Afleiðingar þess eru að veikjum íslenska bankakerfið (samkeppnishæfni þess minnkar), tekjur verða minni, bankamönnum fækkar, skattar til ríkis og sveitarfélaga lækka og við búum til spíral sem aftur leiðir til þess að vaxtaálög hækka (vegna óhagkvæmni) og lífskjör okkar versna. Af þessu leiðir svo að verðmæti bankanna lækkar og hluthafar þeirra tapa, þar á meðal íslenska ríkið sem á stóran hlut í bankakerfinu! Vandinn að segja satt Þorsteinn Pálsson var þingmaður Suðurkjördæmis á árunum 1983 - 1999. Við upphaf þingferilsins árið 1983 geysaði óðaverðbólga en í lok þingmannsferils hans voru íslensk efnahagsmál komin í þokkalegt jafnvægi. Á þessum tíma kom hann oft til Eyja og hitti þar bæði fiskverkafólk sem og útvegsbændur. Hann þekkti vel til stöðu sjávarútvegs enda var hann lengi sjávarútvegsráðherra. Árið 2011 skrifaði Þorsteinn grein sem bar heitið: „Vandinn að segja satt“ en þar segir meðal annars: „Óumdeilt er að aflahlutdeildarkerfið leiddi til samþjöppunar í rekstri. Fiskiskip eru færri, sjómenn eru færri og fiskvinnslustöðvar eru færri. Trúlega er þessi mikla hagræðing helsta undirrót óánægjunnar. Ekki er unnt að mæla á móti því að þessi hagræðing gekk gegn hagsmunum nokkurra byggða og útgerða sem hurfu úr rekstri og sjómanna sem misstu vinnu. Á móti kemur að ekki er lengur þörf á millifærslum og gengislækkunum á kostnað almennings. Með rökum er ekki unnt að staðhæfa að efnahagsáhrif kerfisins hafi verið öndverð almannahagsmunum eða stangist á við þjóðareignarsjónarmiðið. Vissulega má deila um hvort er mikilvægara: Fjöldi starfa eða hagræðing. Það er val. Að lofa hvoru tveggja er skrök.“ Hér er allt satt og rétt sem Þorsteinn skrifar eins og staðreyndir dagsins í dag leiða í ljós. Sannleikur dagsins í dag Viðreisnarmaðurinn, Þorsteinn Pálsson, hefur hvorki heimsótt fiskverkakonur né útvegsbændur í Eyjum í tæpan áratug, svo ég viti til, til að kynna sér stöðu þeirra. Þá hefði hann nefnilega áttað sig á að fiskverkakonurnar eru frá Evrópu, einkum Portúgal og Póllandi. (Í Póllandi er ekki evra. Grunnvextir í Póllandi hafa verið svipaðir og á evru, en þó ívið hærri.) Þær eru ekki heima hjá sér til að njóta lágra vaxta í þeim löndum eða eru í Eyjum vegna veðurblíðu, heldur vegna hárra launa og möguleika á atvinnu. Laun evrópsku kvennanna í Eyjum eru nú með þeim hæstu sem þær eiga kost á innan evrópska efnahagssvæðisins. Laun fiskvinnslufólks í nokkrum löndum Evrópusambandsins sem við þekkjum til eru á bilinu 7 – 15 evrur á tímann. Þar til viðbótar bætast launatengdir skattar og önnur gjöld. Kostnaður evrópsks fiskvinnslufyrirtækis á unnin tíma er þá á bilinu 10 – 20 evrur. Sambærilegur kostnaður Vinnslustöðvarinnar er rúmlega 30 evrur á klukkustundina. Eftir þessu sækist evrópska fiskvinnslufólkið og þess vegna er það á Íslandi en ekki heima hjá sér að njóta lágra vaxta. Hvers vegna greiðir sjávarútvegurinn svo há laun? Þorsteinn Pálsson á heiður af því að hafa stutt við þær breytingar sem hann sjálfur lýsti hér að ofan. Í sömu grein sagði Þorsteinn einnig: „Krafan um að hámarka arðinn af auðlindinni í þágu heildarinnar er eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna. Spurningin er bara: Hvernig? Hagræðingin styrkir krónuna sem aftur bætir kjör almennings. Þetta lögmál virkar líka í hina áttina. Vilja menn það?“ Hér er einmitt kjarni málsins. Hagræðing innan sjávarútvegsins hefur styrkt krónuna og bætt kjör almennings eða viljum við fara í hina áttina eins og Þorsteinn lýsir svo vel. Sjávarútvegurinn hefur getu til að til að greiða há laun eins og ég hef lýst, verið arðssamur og staðið undir byggð víðsvegar um landið eins og Þorsteinn lýsti í annarri grein sem hann birti árið 2009 undir fyrirsögninni: Markaðslausnir í sjávarútvegi: „Þetta kerfi hefur leitt til þess að við eigum nú færri en stærri og sterkari sjávarútvegsfyrirtæki en áður. Þau geta flest jafnað innbyrðis sveiflur í veiði og markaðsverði á ákveðnum tegundum. Við stöðug efnahagsskilyrði skila þau arði sem nýtist til fjárfestingar og atvinnusköpunar á öðrum sviðum. Að sama skapi eflast bæjarfélögin.“ Einmitt þetta hefur gerst í Eyjum þar sem fyrrum eigendur útgerðar hafa ráðist í stærstu einstöku fjárfestingu Eyjanna frá upphafi byggðar þar. Þorsteinn annar Þorsteinn Pálsson er ekki lengur í forsvari fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur Viðreisn en sá flokkur hefur einmitt talað fyrir uppboðum og fyrningu aflaheimilda. Það var mér einkar ánægjulegt að sjá svar hans við þeim hugmyndum og Samfylkingarinnar sem hann birti í grein sinni árið 2011: og heitir Aðgangsorð pólitískra vinsælda. Þar segir meðal annars: „Fyrirtæki sem missa veiðiheimildir [vegna fyrningar] standa uppi með óbreytta fjárfestingu og minni tekjur. Sá mikli fjöldi nýliða sem bætist við þarf að fjárfesta í skipum og fiskvinnsluhúsum án þess að fá nægjanlegar tekjur. Bæði ný og gömul fyrirtæki þurfa síðan að standa undir hærra auðlindagjaldi.“ Við skulum láta þessi orð sjálfstæðismannsins Þorsteins Pálssonar vera lokaorð við svargrein minni til viðreisnarmannsins Þorsteins Pálssonar. Eins og ég þekki manninn Þorstein Pálsson þá veit hann í hjarta sínu hvor maðurinn hefur rétt fyrir sér. Hann var áður þeim vanda vaxinn að segja satt. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun