Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Jón Þór Stefánsson skrifar 4. desember 2024 16:11 Steina Árnadóttir var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi. Vísir/Vilhelm Steina Árnadóttir hjúkrunarfræðingur sýndi af sér stórfellt gáleysi þegar hún hellti næringardrykk upp í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur nú verið birtur. Greint var frá því á mánudag að Steina hefði verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklingsins á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing í málinu. Í dómi héraðsdóms er komist að þeirri niðurstöðu að Steina hafi verið að reyna að hjálpa sjúklingnum. Með því að hella næringardrykk upp í sjúklinginn á meðan honum var haldið í samræmi við fyrirmæli Steinu hafi hún ekki sýnt þá varfærni sem af henni mátti krefjast þegar veikburða sjúklingur átti í hlut. Aðferðinni sem var beitt við umræddar kringumstæður gat ekki talist viðurkennd aðferð, og fól ekki í sér fagleg vinnubrögð. Því var það mat héraðsdóms að Steina hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi. Í dómnum segir jafnframt að afleiðingar atviksins sem málið varðar hafi verið alvarlegar og sorglegar fyrir alla sem áttu hlut í máli, þar á meðal fyrir Steinu. Við ákvörðun sína leit dómurinn til þess að í gögnum málsins komi fram að atvikið hafi verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta. Þá er „sumpart“ fallist á það að eitthvað hafi farið úrskeiðis í kerfisbundnu þáttunum sem hafi ýtt undir óöryggi starfsfólks. Tekið fyrir í annað sinn Sakfelling Steinu var önnur niðurstaða héraðsdóms í málinu, en hún var upphaflega sýknuð. Steina var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og fyrst komst héraðsdómur að því að hún hefði valdið dauða sjúklingsins, en ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. Landsréttur sendi málið aftur í hérað til þess að kanna hvort dómstólnum þætti möguleiki á því að um manndráp af gáleysi væri að ræða. Líkt og áður segir var Steinu ekki gerð refsing. Henni var þó gert að greiða dánarbúi sjúklingsins 2,76 milljónir króna og tæplega þrjár milljónir í sakarkostnað. Andlát á geðdeild Landspítala Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur nú verið birtur. Greint var frá því á mánudag að Steina hefði verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir hlut sinn í andláti sjúklingsins á geðdeild Landspítalans árið 2021. Henni er ekki gerð refsing í málinu. Í dómi héraðsdóms er komist að þeirri niðurstöðu að Steina hafi verið að reyna að hjálpa sjúklingnum. Með því að hella næringardrykk upp í sjúklinginn á meðan honum var haldið í samræmi við fyrirmæli Steinu hafi hún ekki sýnt þá varfærni sem af henni mátti krefjast þegar veikburða sjúklingur átti í hlut. Aðferðinni sem var beitt við umræddar kringumstæður gat ekki talist viðurkennd aðferð, og fól ekki í sér fagleg vinnubrögð. Því var það mat héraðsdóms að Steina hafi sýnt af sér stórfellt gáleysi. Í dómnum segir jafnframt að afleiðingar atviksins sem málið varðar hafi verið alvarlegar og sorglegar fyrir alla sem áttu hlut í máli, þar á meðal fyrir Steinu. Við ákvörðun sína leit dómurinn til þess að í gögnum málsins komi fram að atvikið hafi verið afleiðing samspils mannlegra og kerfisbundinna þátta. Þá er „sumpart“ fallist á það að eitthvað hafi farið úrskeiðis í kerfisbundnu þáttunum sem hafi ýtt undir óöryggi starfsfólks. Tekið fyrir í annað sinn Sakfelling Steinu var önnur niðurstaða héraðsdóms í málinu, en hún var upphaflega sýknuð. Steina var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi og fyrst komst héraðsdómur að því að hún hefði valdið dauða sjúklingsins, en ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. Landsréttur sendi málið aftur í hérað til þess að kanna hvort dómstólnum þætti möguleiki á því að um manndráp af gáleysi væri að ræða. Líkt og áður segir var Steinu ekki gerð refsing. Henni var þó gert að greiða dánarbúi sjúklingsins 2,76 milljónir króna og tæplega þrjár milljónir í sakarkostnað.
Andlát á geðdeild Landspítala Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði. 19. nóvember 2024 11:24
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málinu Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24