Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar 28. nóvember 2024 13:03 Friðar- og afvopnunarmál hafa ekki farið hátt í kosningabaráttunni hingað til. Það er þó full ástæða til þess að veita þeim gaum því ófriðarbál loga víða og Ísland er ekki verða ósnortið af þeim átökum. Samtök hernaðarandstæðinga sendu því spurningalista til þeirra framboða sem bjóða fram á landsvísu og fengu svör frá öllum nema Flokk fólksins þó að sumir flokkar hafi ekki svarað öllum spurningum. Vopnakaup og herlaust land? Þar má tína til ýmislegt jákvætt, enginn flokkur vill t.d. stofna íslenskan her og flokkar frá Framsókn til Sósíalista nefna stuðning við mannréttindi og jafnréttismál á alþjóðavettvangi og Vinstri græn umhverfismálin að auki sem mikilvæg tæki til friðar. Flestir flokkar lýsa sig og hlynnta því að Ísland vinni að afvopnun og friðsamlegum samskiptum á vettvangi alþjóðastofnanna en Sjálfstæðisflokkurinn tekur sérstaklega fram að hann telji einhliða afvopnun ekki skynsamlega. Þar standa Píratar hinsvegar upp úr, þeir nefna sérstaklega stuðning sinn við Alþjóðasáttmálann um bann við kjarnorkuvopnum, vilja skýrari ákvæði um kjarnorkuvopnafriðlýsingu Íslands og gagnrýna aukna hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn eru tilbúin að tala fyrir vopnaflutningabanni og viðskiptaþvingunum gegn Ísrael og Samfylkingin fordæmir framferði Ísraelsríkið einnig harðlega. Athyglisvert er að enginn flokkur kannaðist við það að styðja vopnakaup til erlendra herja. Allir flokkar í fráfarandi ríkisstjórn sögðu að Ísland ætti ekki að leggja til hermenn eða vopn en þó voru þingmenn Pírata ásamt einum þingmanni Vinstri grænna þeir einu sem sátu hjá þegar kom að þeim hluta þingsályktunar um stuðning við Úkraínu sem snýr að vopnakaupum. Á grundvelli þessarar þingsályktunartillögu hefur Ísland nú þegar lofað hundruðum milljóna í vopnakaup til Úkraínska hersins. Ég velti því fyrir mér hvort að hér sé um stefnubreytingu að ræða eða undarlega túlkun á því hvað felist í því að leggja til vopn. Nató á tímum Trumps Þegar kemur að einu helsta baráttumáli Samtaka hernaðarandstæðinga eru bara tveir flokkar sem styðja úrsögn úr Nató. Vinstri græn hafa verið mótfallinn aðild frá upphafi og benda á að Nató er kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Sósíalistar vilja taka málið upp sem fyrst og nefna réttilega á að þjóðin var aldrei spurð um inngöngu. Píratar hafa ekki mótað sér afstöðu og eru opnir fyrir endurskoðun aðildar en vilja líkt og Lýðræðisflokkurinn einungis tilheyra Nató sem varnarbandalagi en ekki árásarbandalagi. Það er að mínu mati óskhyggja að ætla að velja sér hvernig bandalagi við ætlum að tilheyra því að það Nató sem við tilheyrum í dag er vissulega hernaðarbandalag sem hefur tekið þátt í fjölmörgum stríðsaðgerðum utan landamæra sinna. Aðrir flokkar tóku svo eindregna afstöðu með Nató-aðild. Í síðustu spurningu okkar til framboðanna bentum við svo á hina augljósu en vandræðalega staðreynd að Donald Trump mun senn taka við embætti forseta í lang-valdamesta ríki bandalagsins. Hann hefur ekki farið dult með andúð sína á framlagi annarra Nató-þjóða og hefur m.a. grínast með það að siga Rússum á þær þjóðir sem ekki borga sinn skerf. Þó að það gangi ekki eftir ættu stuðningsmenn Nató að spyrja sig hvort að þeir geti treyst bandalagi með Bandaríkjunum alfarið fyrir vörnum landsins eða hvort að þeir séu tilbúnir að standa undir þeim fjáraustri sem leiðtogar beggja vegna Atlantshafsins krefjast í hernaðarmál. Svar Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna er blessunarlega nei. Ég vil hvetja friðarsinna og áhugafólk um utanríkismál til þess að skoða svör flokkanna á vefnum fridur.is og gera svo upp við sig hvaða flokk er best treystandi til að standa gegn sívaxandi hervæðingu Evrópu, Norðurlandasamstarfs og Norðurslóða. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Friðar- og afvopnunarmál hafa ekki farið hátt í kosningabaráttunni hingað til. Það er þó full ástæða til þess að veita þeim gaum því ófriðarbál loga víða og Ísland er ekki verða ósnortið af þeim átökum. Samtök hernaðarandstæðinga sendu því spurningalista til þeirra framboða sem bjóða fram á landsvísu og fengu svör frá öllum nema Flokk fólksins þó að sumir flokkar hafi ekki svarað öllum spurningum. Vopnakaup og herlaust land? Þar má tína til ýmislegt jákvætt, enginn flokkur vill t.d. stofna íslenskan her og flokkar frá Framsókn til Sósíalista nefna stuðning við mannréttindi og jafnréttismál á alþjóðavettvangi og Vinstri græn umhverfismálin að auki sem mikilvæg tæki til friðar. Flestir flokkar lýsa sig og hlynnta því að Ísland vinni að afvopnun og friðsamlegum samskiptum á vettvangi alþjóðastofnanna en Sjálfstæðisflokkurinn tekur sérstaklega fram að hann telji einhliða afvopnun ekki skynsamlega. Þar standa Píratar hinsvegar upp úr, þeir nefna sérstaklega stuðning sinn við Alþjóðasáttmálann um bann við kjarnorkuvopnum, vilja skýrari ákvæði um kjarnorkuvopnafriðlýsingu Íslands og gagnrýna aukna hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn eru tilbúin að tala fyrir vopnaflutningabanni og viðskiptaþvingunum gegn Ísrael og Samfylkingin fordæmir framferði Ísraelsríkið einnig harðlega. Athyglisvert er að enginn flokkur kannaðist við það að styðja vopnakaup til erlendra herja. Allir flokkar í fráfarandi ríkisstjórn sögðu að Ísland ætti ekki að leggja til hermenn eða vopn en þó voru þingmenn Pírata ásamt einum þingmanni Vinstri grænna þeir einu sem sátu hjá þegar kom að þeim hluta þingsályktunar um stuðning við Úkraínu sem snýr að vopnakaupum. Á grundvelli þessarar þingsályktunartillögu hefur Ísland nú þegar lofað hundruðum milljóna í vopnakaup til Úkraínska hersins. Ég velti því fyrir mér hvort að hér sé um stefnubreytingu að ræða eða undarlega túlkun á því hvað felist í því að leggja til vopn. Nató á tímum Trumps Þegar kemur að einu helsta baráttumáli Samtaka hernaðarandstæðinga eru bara tveir flokkar sem styðja úrsögn úr Nató. Vinstri græn hafa verið mótfallinn aðild frá upphafi og benda á að Nató er kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Sósíalistar vilja taka málið upp sem fyrst og nefna réttilega á að þjóðin var aldrei spurð um inngöngu. Píratar hafa ekki mótað sér afstöðu og eru opnir fyrir endurskoðun aðildar en vilja líkt og Lýðræðisflokkurinn einungis tilheyra Nató sem varnarbandalagi en ekki árásarbandalagi. Það er að mínu mati óskhyggja að ætla að velja sér hvernig bandalagi við ætlum að tilheyra því að það Nató sem við tilheyrum í dag er vissulega hernaðarbandalag sem hefur tekið þátt í fjölmörgum stríðsaðgerðum utan landamæra sinna. Aðrir flokkar tóku svo eindregna afstöðu með Nató-aðild. Í síðustu spurningu okkar til framboðanna bentum við svo á hina augljósu en vandræðalega staðreynd að Donald Trump mun senn taka við embætti forseta í lang-valdamesta ríki bandalagsins. Hann hefur ekki farið dult með andúð sína á framlagi annarra Nató-þjóða og hefur m.a. grínast með það að siga Rússum á þær þjóðir sem ekki borga sinn skerf. Þó að það gangi ekki eftir ættu stuðningsmenn Nató að spyrja sig hvort að þeir geti treyst bandalagi með Bandaríkjunum alfarið fyrir vörnum landsins eða hvort að þeir séu tilbúnir að standa undir þeim fjáraustri sem leiðtogar beggja vegna Atlantshafsins krefjast í hernaðarmál. Svar Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna er blessunarlega nei. Ég vil hvetja friðarsinna og áhugafólk um utanríkismál til þess að skoða svör flokkanna á vefnum fridur.is og gera svo upp við sig hvaða flokk er best treystandi til að standa gegn sívaxandi hervæðingu Evrópu, Norðurlandasamstarfs og Norðurslóða. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun