Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 16:51 Íslensk náttúra er ómetanleg – víðerni, fjöll, þröngir dalir og opnir dalir, heiðar og hálendi, sandar og strendur. Allt eru þetta verðmæti í sjálfu sér en líka undirstaða ferðaþjónustu. Sérstaða á heimsvísu. En í dag steðjar ógn að þessari einstöku náttúru: uppbygging vindorkuvera, háreistra mannvirkja sem setja gríðarlegt mark á landslag, skerða lítt snortna náttúru og hafa áhrif á vistkerfi og samfélög. Við verðum að fara okkur hægt. Við þurfum ekki að fórna náttúruperlum okkar í þágu stóriðju sem skilar takmörkuðum ávinningi til almennings. Sviðsmyndin á Íslandi er allt önnur en hjá þjóðum sem eru að færa sig úr óendurnýjanlegum orkugjöfum yfir í vindorku, þar sem við notumst þegar að mestu leyti við endurnýjanlega orkugjafa á borð við vatnsafl og jarðhita. Þarf alla þessa (vind)orku? Vindorka sækir í sig veðrið um allan heim, en í þeirri uppbyggingu hafa víða verið gerð dýrkeypt mistök. Í Noregi hefur uppsetning vindorkuvera leitt af sér mikla sundrung í nærsamfélögum þeirra og valdið eyðileggingu á ósnortinni náttúru. Stór hluti vindorkunnar hefur síðan ekki nýst heimilum á þeim svæðum sem þær hafa verið settar upp heldur er orkan seld orkufrekum iðnaði. Er þetta framtíðarsviðsmynd sem við viljum fyrir Ísland? Það má heldur ekki líta fram hjá því að vindorka á Íslandi er einkum drifin áfram af einkafyrirtækjum, ekki opinberum aðilum. Þessi breytta mynd á nýtingu auðlinda okkar má ekki raungerast án þess að þjóðin fái aðkomu að ákvörðuninni. Eins og staðan er núna eru ótal verkefni komin í ferli - verkefni sem myndu hafa mikil áhrif á nærsamfélög og náttúru nái þau fram að ganga. Á þessum tímapunkti er alls ekki grundvöllur fyrir uppbyggingu vindorkuvera, því lagalegi ramminn er ekki til staðar. Það er grundvallaratriði að tryggja skýran og vel ígrundaðan lagaramma sem tryggir vernd náttúrunnar, skýrar leikreglur fyrir framkvæmdaraðila og langtímahagsmuni samfélagsins áður en verkefnunum er hrint í framkvæmd. Vinstri græn vilja berjast fyrir því að orkuframleiðsla verði áfram í opinberri eigu og ekki háð markaðslögmálum eða einkagróða. Eitt er víst að eftirspurnin eftir orku er og verður endalaus og því verður að forgangsraða og taka tillit til þeirra verðmæta sem felast í villtri náttúru. Náttúruvernd og friðlýsingar er hið nauðsynlega mótvægi við orkunýtingu. Forgangsröðum rétt Náttúra Íslands er auðlind í sjálfu sér. Hún er undirstaða ferðaþjónustu og menningararfs okkar, og okkur ber skylda til að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Ef við viljum auka framleiðslu grænnar orku, ættum við að beina sjónum okkar að þeim orkuauðlindum sem þegar eru í nýtingu. Við þurfum að endurskoða og forgangsraða orkunni okkar þannig að heimilum og smánotendum sé tryggð orka á lágmarksverði. Jafnframt gæti verið skynsamlegt að styðja betur við nýsköpun í orkumálum með því að efla rannsóknir og þróun á sviði staðbundinna smávirkjana, sólarorku eða orkusparnaðar. Nú er rétti tíminn til að staldra við. Við eigum að horfa fram á veginn með skýr markmið í huga: að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar, án þess að raska náttúrunni eða skapa ósætti í samfélaginu. Ég hef miklar efasemdir um að vindorka sé rétta leiðin í þessu samhengi. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Dögg Davíðsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vindorka Orkumál Umhverfismál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk náttúra er ómetanleg – víðerni, fjöll, þröngir dalir og opnir dalir, heiðar og hálendi, sandar og strendur. Allt eru þetta verðmæti í sjálfu sér en líka undirstaða ferðaþjónustu. Sérstaða á heimsvísu. En í dag steðjar ógn að þessari einstöku náttúru: uppbygging vindorkuvera, háreistra mannvirkja sem setja gríðarlegt mark á landslag, skerða lítt snortna náttúru og hafa áhrif á vistkerfi og samfélög. Við verðum að fara okkur hægt. Við þurfum ekki að fórna náttúruperlum okkar í þágu stóriðju sem skilar takmörkuðum ávinningi til almennings. Sviðsmyndin á Íslandi er allt önnur en hjá þjóðum sem eru að færa sig úr óendurnýjanlegum orkugjöfum yfir í vindorku, þar sem við notumst þegar að mestu leyti við endurnýjanlega orkugjafa á borð við vatnsafl og jarðhita. Þarf alla þessa (vind)orku? Vindorka sækir í sig veðrið um allan heim, en í þeirri uppbyggingu hafa víða verið gerð dýrkeypt mistök. Í Noregi hefur uppsetning vindorkuvera leitt af sér mikla sundrung í nærsamfélögum þeirra og valdið eyðileggingu á ósnortinni náttúru. Stór hluti vindorkunnar hefur síðan ekki nýst heimilum á þeim svæðum sem þær hafa verið settar upp heldur er orkan seld orkufrekum iðnaði. Er þetta framtíðarsviðsmynd sem við viljum fyrir Ísland? Það má heldur ekki líta fram hjá því að vindorka á Íslandi er einkum drifin áfram af einkafyrirtækjum, ekki opinberum aðilum. Þessi breytta mynd á nýtingu auðlinda okkar má ekki raungerast án þess að þjóðin fái aðkomu að ákvörðuninni. Eins og staðan er núna eru ótal verkefni komin í ferli - verkefni sem myndu hafa mikil áhrif á nærsamfélög og náttúru nái þau fram að ganga. Á þessum tímapunkti er alls ekki grundvöllur fyrir uppbyggingu vindorkuvera, því lagalegi ramminn er ekki til staðar. Það er grundvallaratriði að tryggja skýran og vel ígrundaðan lagaramma sem tryggir vernd náttúrunnar, skýrar leikreglur fyrir framkvæmdaraðila og langtímahagsmuni samfélagsins áður en verkefnunum er hrint í framkvæmd. Vinstri græn vilja berjast fyrir því að orkuframleiðsla verði áfram í opinberri eigu og ekki háð markaðslögmálum eða einkagróða. Eitt er víst að eftirspurnin eftir orku er og verður endalaus og því verður að forgangsraða og taka tillit til þeirra verðmæta sem felast í villtri náttúru. Náttúruvernd og friðlýsingar er hið nauðsynlega mótvægi við orkunýtingu. Forgangsröðum rétt Náttúra Íslands er auðlind í sjálfu sér. Hún er undirstaða ferðaþjónustu og menningararfs okkar, og okkur ber skylda til að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Ef við viljum auka framleiðslu grænnar orku, ættum við að beina sjónum okkar að þeim orkuauðlindum sem þegar eru í nýtingu. Við þurfum að endurskoða og forgangsraða orkunni okkar þannig að heimilum og smánotendum sé tryggð orka á lágmarksverði. Jafnframt gæti verið skynsamlegt að styðja betur við nýsköpun í orkumálum með því að efla rannsóknir og þróun á sviði staðbundinna smávirkjana, sólarorku eða orkusparnaðar. Nú er rétti tíminn til að staldra við. Við eigum að horfa fram á veginn með skýr markmið í huga: að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar, án þess að raska náttúrunni eða skapa ósætti í samfélaginu. Ég hef miklar efasemdir um að vindorka sé rétta leiðin í þessu samhengi. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar