Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 06:40 Sérfræðingar telja ólíklegt að Pútín láti til skarar skríða áður en Trump hefur tekið við stjórnartaumunum vestanhafs. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að nota Oreshnik-eldflaugar til að gera árásir á Kænugarð og segir afl vopnsins sambærilegt við kjarnorkuvopn ef ítrekaðar árásir eru gerðar á sama skotmark. Líkir hann afleiðingum slíkrar árásar við það sem gerist þegar loftsteinn fellur til jarðar. „Við vitum, sögulega, hvaða lofsteinar hafa fallið hvar og hverjar afleiðingarnar voru. Stundum voru þær þannig að heilu vötnin mynduðust,“ sagði Pútín í gær. Um er að ræða eldflaugina sem skotið var á Dnipro í síðustu viku og Pútín segir ekkert loftvarnakerfi geta grandað. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um stigmögnun átaka síðustu daga en Rússar hafa hert bæði árásir sínar og orðræðu eftir að Vesturlönd heimiluðu Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim gegn skotmörkum í Rússlandi. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Selenskís, segir fullyrðingar Pútín um máttleysi loftvarnakerfa gegn Oreshnik-eldflaugunum hreinan tilbúning. Pútín hafi lítinn skilning á vopnum og hafi áður haldið því fram að Kinzhal-flaugar Rússa gætu komist framhjá öllum kerfum en það hefði reynst rangt. Þá heldur Podolyak því einnig fram að Oreshnik sé í raun skáldskapur; um sé að ræða gamla breytta flaug, ekki nýtt vopn. Pútín notaði einnig tækifærið í gær og tjáði sig um stöðu mála vestanhafs. Sagði hann Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta, vel gefinn og að hann myndi finna lausn varðandi Úkraínu. Þá sagði hann Joe Biden, fráfarandi forseta, annað hvort hafa heimilað notkun bandarískra vopna í Úkraínu til að setja Trump í betri samningsstöðu eða til að gera honum erfiðara fyrir varðandi samskiptin við Rússa. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Vladimír Pútín Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Líkir hann afleiðingum slíkrar árásar við það sem gerist þegar loftsteinn fellur til jarðar. „Við vitum, sögulega, hvaða lofsteinar hafa fallið hvar og hverjar afleiðingarnar voru. Stundum voru þær þannig að heilu vötnin mynduðust,“ sagði Pútín í gær. Um er að ræða eldflaugina sem skotið var á Dnipro í síðustu viku og Pútín segir ekkert loftvarnakerfi geta grandað. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um stigmögnun átaka síðustu daga en Rússar hafa hert bæði árásir sínar og orðræðu eftir að Vesturlönd heimiluðu Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim gegn skotmörkum í Rússlandi. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Selenskís, segir fullyrðingar Pútín um máttleysi loftvarnakerfa gegn Oreshnik-eldflaugunum hreinan tilbúning. Pútín hafi lítinn skilning á vopnum og hafi áður haldið því fram að Kinzhal-flaugar Rússa gætu komist framhjá öllum kerfum en það hefði reynst rangt. Þá heldur Podolyak því einnig fram að Oreshnik sé í raun skáldskapur; um sé að ræða gamla breytta flaug, ekki nýtt vopn. Pútín notaði einnig tækifærið í gær og tjáði sig um stöðu mála vestanhafs. Sagði hann Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseta, vel gefinn og að hann myndi finna lausn varðandi Úkraínu. Þá sagði hann Joe Biden, fráfarandi forseta, annað hvort hafa heimilað notkun bandarískra vopna í Úkraínu til að setja Trump í betri samningsstöðu eða til að gera honum erfiðara fyrir varðandi samskiptin við Rússa.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Vladimír Pútín Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira