Vargöldin á Haítí versnar hratt Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2024 08:47 Íbúar Port-au-Prince vinna að því að reisa vegartálma til að halda aftur af þungvopnuðum glæpamönnum. AP/Odelyn Joseph Þegar lögregluþjónar frá Kenía mættu til Haítí fyrr á þessu ári voru íbúar ríkisins nokkuð vongóðir um að nú gæti dregið úr gífurlega umfangsmiklu ofbeldi glæpagengja þar. Þær vonir hafa ekki raungerst enn og búa íbúar Haítí enn og aftur við mikla óvissu. Ofbeldið hefur einungis aukist og árásir glæpagengja á fangelsi, lögreglustöðvar og stærsta flugvöll landsins hafa lamað Port-au-Prince, höfuðborg Haítí og hefur krísan þar í landi eingöngu náð nýjum hæðum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikil óreiða hefur ríkt á Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, sat lengi í embætti forseta en steig til hliðar fyrr á þessu ári. Nýr bráðabirgðaforseti var skipaður af stjórnarráði og hefur hann skipað tvo forsætisráðherra síðan þá. Sá síðasti tók við fyrr í þessum mánuði og hefur hann fengið það erfiða verkefni að reyna að koma skikki á hlutina. Hömlulaus glæpagengi Staðan á Haítí er einstaklega alvarleg og eru hömlulaus glæpagengi orðin gífurlega öflug. Gengi stjórna nærri því allri höfuðborg landsins og mörgum öðrum byggðum þess. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Áætlað er að um sjö hundruð þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín á undanförnum árum vegna ofbeldis glæpamanna og er hungur að verða sífellt meira vandamál meðal ellefu milljóna íbúa Haítí. Lokun flugvallarins í Port-au-Prince hefur verulega dregið úr flæði hjálpargagna. Fyrr í haust myrtu glæpamenn úr einu gengi að minnsta kosti sjötíu manns þegar þeir gengu berserksgang á götum Pont-Sonde og skutu fólk af handahófi. Sérfræðingar sem ræddu við AP fréttaveituna segja ástandið á Haítí, sem hefur séð tímana tvenna, hafi aldrei verið jafn slæmt. Stjórnvöld landsins geti litlu sem engu áorkað og verkefni Sameinuðu þjóðanna sem styður fámenn og vanbúin lögregluembætti á Haítí hafi engan veginn nægt fjármagn. Sameinuðu þjóðirnar segja að í annarri viku nóvember hafi tuttugu þúsund manns þurft að flýja heimili sín í höfuðborginni og að minnsta kosti 150 létu lífið vegna ofbeldisins þar. Vitað er til þess að 4.500 manns hafi verið myrtir á Haítí á þessu ári. Þá tilkynntu Læknar án landamæra (MSF) á dögunum að þeir væru að draga úr starfsemi sinni í Port-au-Prince vegna ógnana frá lögreglunni gegn starfsfólki og sjúklingum samtakanna. Er það í fyrsta sinn í rúm þrjátíu ár sem samtökin grípa til slíkra aðgerða á Haítí. Áætlað er að að minnsta kosti 4.500 manns hafi verið myrtir á Haítí á þessu ári.AP/Odelyn Joseph Í einu tilfelli, þegar sjálfboðaliðar MSF voru að flytja særða menn sem taldir voru vera meðlimir glæpagengis til aðhlynningar, réðst æstur múgur á þá, sprautaði táragasi á þá og voru særðu mennirnir myrtir. AP hefur eftir yfirmanni MSF að um harmleik sé að ræða. Íbúar Haítí hafi verulega takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Fáir lögregluþjónar frá Kenía komnir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti seint í fyrra að senda fjölþjóðlegt lið lögregluþjóna, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þessi hópur á að hjálpa til við að binda enda á óöldina í landinu og eru á fjórða hundruð lögreglumanna komnir til Haítí. Um 2.500 manns eiga að taka þátt í verkefninu þegar og ef það kemst á fullt skrið. Sjá einnig: Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina á Haítí Sendiherra Kanada á Haítí sagði í samtali við AP að þetta fámenna lið hefði „gert kraftaverk“ á skömmum tíma og þá sérstaklega miðað við umfang vandans sem þeir standa frammi fyrir og hversu fámennt liðið er, enn sem komið er. Lögregluþjónarnir eru sagðir hafa farið í eftirlitsferðir í Port-au-Prince og hefur nýmynduð ríkisstjórn forsætisráðherrans Alix Didier Fils-Aimé gefið út að áhersla verði lögð á að tryggja öryggi með helstu vegum höfuðborgarinnar. Alix Didier Fils-Aime, nýr forsætisráðherra Haítí.AP/Odelyn Joseph Sú yfirlýsing var gefin út á fimmtudaginn, nokkrum dögum eftir að hópur glæpamanna réðst á hverfi þar sem auðugri íbúar höfuðborgarinnar búa. Þá tóku íbúar höndum saman með lögregluþjónum og börðust gegn glæpamönnunum með byssum og sveðjum. Að minnsta kosti 28 glæpamenn voru felldir. Haítí Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Ofbeldið hefur einungis aukist og árásir glæpagengja á fangelsi, lögreglustöðvar og stærsta flugvöll landsins hafa lamað Port-au-Prince, höfuðborg Haítí og hefur krísan þar í landi eingöngu náð nýjum hæðum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikil óreiða hefur ríkt á Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, sat lengi í embætti forseta en steig til hliðar fyrr á þessu ári. Nýr bráðabirgðaforseti var skipaður af stjórnarráði og hefur hann skipað tvo forsætisráðherra síðan þá. Sá síðasti tók við fyrr í þessum mánuði og hefur hann fengið það erfiða verkefni að reyna að koma skikki á hlutina. Hömlulaus glæpagengi Staðan á Haítí er einstaklega alvarleg og eru hömlulaus glæpagengi orðin gífurlega öflug. Gengi stjórna nærri því allri höfuðborg landsins og mörgum öðrum byggðum þess. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Áætlað er að um sjö hundruð þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín á undanförnum árum vegna ofbeldis glæpamanna og er hungur að verða sífellt meira vandamál meðal ellefu milljóna íbúa Haítí. Lokun flugvallarins í Port-au-Prince hefur verulega dregið úr flæði hjálpargagna. Fyrr í haust myrtu glæpamenn úr einu gengi að minnsta kosti sjötíu manns þegar þeir gengu berserksgang á götum Pont-Sonde og skutu fólk af handahófi. Sérfræðingar sem ræddu við AP fréttaveituna segja ástandið á Haítí, sem hefur séð tímana tvenna, hafi aldrei verið jafn slæmt. Stjórnvöld landsins geti litlu sem engu áorkað og verkefni Sameinuðu þjóðanna sem styður fámenn og vanbúin lögregluembætti á Haítí hafi engan veginn nægt fjármagn. Sameinuðu þjóðirnar segja að í annarri viku nóvember hafi tuttugu þúsund manns þurft að flýja heimili sín í höfuðborginni og að minnsta kosti 150 létu lífið vegna ofbeldisins þar. Vitað er til þess að 4.500 manns hafi verið myrtir á Haítí á þessu ári. Þá tilkynntu Læknar án landamæra (MSF) á dögunum að þeir væru að draga úr starfsemi sinni í Port-au-Prince vegna ógnana frá lögreglunni gegn starfsfólki og sjúklingum samtakanna. Er það í fyrsta sinn í rúm þrjátíu ár sem samtökin grípa til slíkra aðgerða á Haítí. Áætlað er að að minnsta kosti 4.500 manns hafi verið myrtir á Haítí á þessu ári.AP/Odelyn Joseph Í einu tilfelli, þegar sjálfboðaliðar MSF voru að flytja særða menn sem taldir voru vera meðlimir glæpagengis til aðhlynningar, réðst æstur múgur á þá, sprautaði táragasi á þá og voru særðu mennirnir myrtir. AP hefur eftir yfirmanni MSF að um harmleik sé að ræða. Íbúar Haítí hafi verulega takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Fáir lögregluþjónar frá Kenía komnir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti seint í fyrra að senda fjölþjóðlegt lið lögregluþjóna, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þessi hópur á að hjálpa til við að binda enda á óöldina í landinu og eru á fjórða hundruð lögreglumanna komnir til Haítí. Um 2.500 manns eiga að taka þátt í verkefninu þegar og ef það kemst á fullt skrið. Sjá einnig: Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina á Haítí Sendiherra Kanada á Haítí sagði í samtali við AP að þetta fámenna lið hefði „gert kraftaverk“ á skömmum tíma og þá sérstaklega miðað við umfang vandans sem þeir standa frammi fyrir og hversu fámennt liðið er, enn sem komið er. Lögregluþjónarnir eru sagðir hafa farið í eftirlitsferðir í Port-au-Prince og hefur nýmynduð ríkisstjórn forsætisráðherrans Alix Didier Fils-Aimé gefið út að áhersla verði lögð á að tryggja öryggi með helstu vegum höfuðborgarinnar. Alix Didier Fils-Aime, nýr forsætisráðherra Haítí.AP/Odelyn Joseph Sú yfirlýsing var gefin út á fimmtudaginn, nokkrum dögum eftir að hópur glæpamanna réðst á hverfi þar sem auðugri íbúar höfuðborgarinnar búa. Þá tóku íbúar höndum saman með lögregluþjónum og börðust gegn glæpamönnunum með byssum og sveðjum. Að minnsta kosti 28 glæpamenn voru felldir.
Haítí Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira