Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2024 16:31 Ellert Jón Björnsson. Merkjaklöpp ehf. hefur ráðið Ellert Jón Björnsson í stöðu fjármálastjóra fyrirtækisins og hefur hann þegar hafið störf. Ellert er borinn og barnfæddur Skagamaður og lauk meistaragráðu í fjármálum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku árið 2012. Ellert hefur látið sig samfélagsmál varða ásamt því að taka þátt í félagsstörfum og hann situr bæði í stjórn Fjölbrautarskóla Vesturlands og knattspyrnudeildar ÍA sem hann lék reyndar með á yngri árum og varð m.a. Íslandsmeistari árið 2001. „Extra peppaður“ „Ég er mjög ánægður með að vera genginn til liðs við Merkjaklöpp og hlakka til að nýta mína þekkingu í þeim verkefnum sem fyrirtækið er nú þegar með í gangi og hefur á prjónunum. Það má segja að ég sé extra peppaður þar sem félagið er að vinna að mjög framsækinni uppbyggingu í mínum gamla heimabæ og það eru virkilega spennandi tímar fram undan,“ er haft eftir Ellerti í tilkynningu. Merkjaklöpp er framsækið fyrirtæki staðsett á Akranesi sem hefur það að sérstöku markmiði að láta til sín taka í skipulagsmálum og mannvirkjagerð á Íslandi. Merkjaklöpp á og rekur ýmis dótturfyrirtæki sín í þágu settra markmiða sinna, má þar nefna fyrirtækin Folium fasteignafélag og Keili ehf. en saman sérhæfa fyrirtækin sig í framkvæmdaráðgjöf og stýriverktöku við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin þjónusta þá einnig önnur fyrirtæki og sveitarfélög við þróun fasteignaverkefna, fjármögnun, markaðssetningu, skipulagsmál o.fl. Þekking innan vallar sem utan muni nýtast „Það er okkur mikill fengur að fá Ellert til liðs við okkur en hann kemur hér inn til okkar á mikilvægum tíma og mun hann gegna lykilhlutverki í áframhaldandi vexti Merkjaklappar-samstæðunnar. Ellert kemur til með að stýra fjármálasviði Merkjaklappar, en þar með stýrir hann þá einnig fjármálasviði dótturfélaga okkar, Folium fasteignafélags og Keilis-félaganna. Ellert er mörgum kunnur þar sem hann hefur látið vel til sín taka í bransanum og fjármálastýringu fyrirtækja en við horfum auðvitað sérstaklega líka til þess að Ellert er alvöru Skagamaður með farsælan feril úr fótboltanum undir belti á Skipaskaga. Hans verðmæta þekking og reynsla, jafnt innan vallar sem utan, kemur til með að nýtast okkur vel við að ná okkar settu markmiðum og við hlökkum mikið til að vinna með Ellerti,“ er haft eftir Guðmundi Sveini Einarssyni, stjórnarformanni Merkjaklappar. Vistaskipti Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Sjá meira
Ellert er borinn og barnfæddur Skagamaður og lauk meistaragráðu í fjármálum frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku árið 2012. Ellert hefur látið sig samfélagsmál varða ásamt því að taka þátt í félagsstörfum og hann situr bæði í stjórn Fjölbrautarskóla Vesturlands og knattspyrnudeildar ÍA sem hann lék reyndar með á yngri árum og varð m.a. Íslandsmeistari árið 2001. „Extra peppaður“ „Ég er mjög ánægður með að vera genginn til liðs við Merkjaklöpp og hlakka til að nýta mína þekkingu í þeim verkefnum sem fyrirtækið er nú þegar með í gangi og hefur á prjónunum. Það má segja að ég sé extra peppaður þar sem félagið er að vinna að mjög framsækinni uppbyggingu í mínum gamla heimabæ og það eru virkilega spennandi tímar fram undan,“ er haft eftir Ellerti í tilkynningu. Merkjaklöpp er framsækið fyrirtæki staðsett á Akranesi sem hefur það að sérstöku markmiði að láta til sín taka í skipulagsmálum og mannvirkjagerð á Íslandi. Merkjaklöpp á og rekur ýmis dótturfyrirtæki sín í þágu settra markmiða sinna, má þar nefna fyrirtækin Folium fasteignafélag og Keili ehf. en saman sérhæfa fyrirtækin sig í framkvæmdaráðgjöf og stýriverktöku við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin þjónusta þá einnig önnur fyrirtæki og sveitarfélög við þróun fasteignaverkefna, fjármögnun, markaðssetningu, skipulagsmál o.fl. Þekking innan vallar sem utan muni nýtast „Það er okkur mikill fengur að fá Ellert til liðs við okkur en hann kemur hér inn til okkar á mikilvægum tíma og mun hann gegna lykilhlutverki í áframhaldandi vexti Merkjaklappar-samstæðunnar. Ellert kemur til með að stýra fjármálasviði Merkjaklappar, en þar með stýrir hann þá einnig fjármálasviði dótturfélaga okkar, Folium fasteignafélags og Keilis-félaganna. Ellert er mörgum kunnur þar sem hann hefur látið vel til sín taka í bransanum og fjármálastýringu fyrirtækja en við horfum auðvitað sérstaklega líka til þess að Ellert er alvöru Skagamaður með farsælan feril úr fótboltanum undir belti á Skipaskaga. Hans verðmæta þekking og reynsla, jafnt innan vallar sem utan, kemur til með að nýtast okkur vel við að ná okkar settu markmiðum og við hlökkum mikið til að vinna með Ellerti,“ er haft eftir Guðmundi Sveini Einarssyni, stjórnarformanni Merkjaklappar.
Vistaskipti Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Sjá meira