Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 20:01 Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna segir að stefnt sé að því að Fossvogsbrú verði klár árið 2028. Vísir/Einar Fyrsta lota borgarlínu hefur tekið nokkrum breytingum samkvæmt nýjum tillögum. Opnað verður fyrir tilboð í fyrsta áfanga Fossvogsbrúar í byrjun desember og framkvæmdastjóri Betri samgangna væntir þess að framkvæmdir geti hafist snemma á næsta ári. Á dögunum kynnti Vegagerðin nýja umhverfismatsskýrslu vegna framkvæmda við fyrstu lotu borgarlínunnar á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. „Nú eru Kópavogur og Reykjavík að kynna sínar tillögur að breytingum á rammahluta aðalskipulags. Það er í kynningarferli nú til 25. janúar og verða haldnir kynningarfundir fyrir almenning í byrjun janúar bæði í Kópavogi og Reykjavík,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna. Þessi fyrsta lota er fimmtán kílómetra löng og gert er ráð fyrir 26 stoppistöðvum. Leiðin liggur frá Árstúnshöfða, yfir Elliðaárnar við Geirsnef, eftir Suðurlandsbraut, Laugavegi og Hverfisgötu niður í miðborgina, þaðan í gegnum háskólasvæðið, fram hjá Landspítalanum og Háskólanum í Reykjavík, yfir nýja Fossvogsbrú yfir í Kársnes í Kópavogi og á endanum upp í Hamraborg. Mest áberandi framkvæmdin er Fossvogsbrú og undirbúningur fyrir landfyllingu hafin á Kársnesi, sem búið er að bjóða út. „Við erum búin að bjóða út fyllingna, tilboð opna núna í byrjun desember þannig að vonandi geta menn hafið framkvæmdir hér snemma á næsta ári. Þá um það leyti getum við líka farið að bjóða út brúarsmíðina sjálfa,“ segir Davíð. Gert er ráð fyrir að brúarsmíðinni ljúki um mitt ár 2028. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar, til að mynda er hætt vð að borgarlínan aki í blandaðri umferð hringinn í kring um Tjörnina og nú gert ráð fyrir að borgarlínan fari ein um Skothús- og Fríkirkjuvegi. „Þegar kemur að bílaumferð í Reykjavík er það ekki fyrr en seinna, 2026 eða 2027 jafnvel 2028, sem menn fara fyrst að sjá truflanir. Við auðvitað reynum að tryggja vel allar hjáleiðir og skipta þessu niður. Þetta eru margir leggir sem þetta skiptist í þannig að það verður tekinn einn bútur í einu þannig að það verði sem minnst röskun af þessu.“ Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Fossvogsbrú Vegagerð Tengdar fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. 19. nóvember 2024 09:04 Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Á dögunum kynnti Vegagerðin nýja umhverfismatsskýrslu vegna framkvæmda við fyrstu lotu borgarlínunnar á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. „Nú eru Kópavogur og Reykjavík að kynna sínar tillögur að breytingum á rammahluta aðalskipulags. Það er í kynningarferli nú til 25. janúar og verða haldnir kynningarfundir fyrir almenning í byrjun janúar bæði í Kópavogi og Reykjavík,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna. Þessi fyrsta lota er fimmtán kílómetra löng og gert er ráð fyrir 26 stoppistöðvum. Leiðin liggur frá Árstúnshöfða, yfir Elliðaárnar við Geirsnef, eftir Suðurlandsbraut, Laugavegi og Hverfisgötu niður í miðborgina, þaðan í gegnum háskólasvæðið, fram hjá Landspítalanum og Háskólanum í Reykjavík, yfir nýja Fossvogsbrú yfir í Kársnes í Kópavogi og á endanum upp í Hamraborg. Mest áberandi framkvæmdin er Fossvogsbrú og undirbúningur fyrir landfyllingu hafin á Kársnesi, sem búið er að bjóða út. „Við erum búin að bjóða út fyllingna, tilboð opna núna í byrjun desember þannig að vonandi geta menn hafið framkvæmdir hér snemma á næsta ári. Þá um það leyti getum við líka farið að bjóða út brúarsmíðina sjálfa,“ segir Davíð. Gert er ráð fyrir að brúarsmíðinni ljúki um mitt ár 2028. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar, til að mynda er hætt vð að borgarlínan aki í blandaðri umferð hringinn í kring um Tjörnina og nú gert ráð fyrir að borgarlínan fari ein um Skothús- og Fríkirkjuvegi. „Þegar kemur að bílaumferð í Reykjavík er það ekki fyrr en seinna, 2026 eða 2027 jafnvel 2028, sem menn fara fyrst að sjá truflanir. Við auðvitað reynum að tryggja vel allar hjáleiðir og skipta þessu niður. Þetta eru margir leggir sem þetta skiptist í þannig að það verður tekinn einn bútur í einu þannig að það verði sem minnst röskun af þessu.“
Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Fossvogsbrú Vegagerð Tengdar fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. 19. nóvember 2024 09:04 Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. 19. nóvember 2024 09:04
Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21