Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar 21. nóvember 2024 08:34 Síðastliðin þrjú ár hefur markvisst verið unnið að umbótum í geðheilbrigðismálum. Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 og aðgerðaráætlun frá 2023-2027 var samþykkt og markar þessi vinna mikilvæg skref í uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu landsins. Stefnan og aðgerðaráætlunin hefur haft það að markmiði að bæta geðheilbrigðisþjónustu með því að fjölga úrræðum, styrkja forvarnir og auka fræðslu. Stefnan er byggð á fjórum megin þáttum, geðrækt og forvörnum, samþættri og heildrænni þjónustu, notendasamráði og notendamiðaðri þjónustu. Nýsköpunar, þróunar, vísundum og bættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Aukið fjármagn hefur verið lagt í geðheilbrigðismál á kjörtímabilinu og aðgengi hefur verið bætt. Nær tvöfalt fleiri börn hafa fengið aðgang að sálfræðiþjónustu með greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga og þá hefur í fyrsta sinn verið opna á að fullorðnir fái niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Komið hefur verið á fót almennum og svæðisbundnum geðheilsuteymum á heilsugæslum um allt land og stöðugildum sálfræðinga á heilsugæslustöðvum hefur verið fjölgað úr 14 í 60. Nú þegar kominn er góður grunnur, en næsta skref er að stækka þessi teymi enn frekar. Þannig má tryggja að allir hafi aðgang að nauðsynlegum úrræðum, ekki síst á landsbyggðinni. Geðheilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni stendur frammi fyrir mörgum áskorunum, svo sem skorti á sérfræðingum og fjarlægð milli íbúa og þjónustu. Það er því mikilvægt að viðhalda og efla þjónustuna á þessum svæðum, þar sem það er oft áskorun fyrir íbúa að nálgast aðstoð. Aukin fjárfesting í þjónustu á landsbyggðinni, auk fræðslu og stuðningur, er nauðsynleg til að tryggja að allir í landinu hafi jafnan aðgang að geðheilbrigðisúrræðum. Þetta getur falið í sér fjölgun sérhæfðra geðheilsuteyma sem jafnvel fara á milli svæða eða sveitarfélaga. Mikilvægt er að safna gögnum um notkun geðheilbrigðisþjónustu og áhrif hennar á samfélagið. Þetta mun veita mikilvægar upplýsingar sem hægt er að nýta til að bæta þjónustuna enn frekar. Með því að efla geðheilbrigðisþjónustu, auka aðgengi og byggja upp stuðningsnet fyrir einstaklinga, má ná settu marki um betri geðheilbrigði á Íslandi. Þó að mikilvæg skref hafi verið tekin í rétta átt, þá er enn mikið verk að vinna. Framfarir í geðheilbrigðismálum eru langtímaverkefni sem kallar á samstarf, stefnumótun og skuldbindingu frá öllum aðilum samfélagsins. Höfundur er fyrsti þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Geðheilbrigði Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Síðastliðin þrjú ár hefur markvisst verið unnið að umbótum í geðheilbrigðismálum. Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 og aðgerðaráætlun frá 2023-2027 var samþykkt og markar þessi vinna mikilvæg skref í uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu landsins. Stefnan og aðgerðaráætlunin hefur haft það að markmiði að bæta geðheilbrigðisþjónustu með því að fjölga úrræðum, styrkja forvarnir og auka fræðslu. Stefnan er byggð á fjórum megin þáttum, geðrækt og forvörnum, samþættri og heildrænni þjónustu, notendasamráði og notendamiðaðri þjónustu. Nýsköpunar, þróunar, vísundum og bættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Aukið fjármagn hefur verið lagt í geðheilbrigðismál á kjörtímabilinu og aðgengi hefur verið bætt. Nær tvöfalt fleiri börn hafa fengið aðgang að sálfræðiþjónustu með greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga og þá hefur í fyrsta sinn verið opna á að fullorðnir fái niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Komið hefur verið á fót almennum og svæðisbundnum geðheilsuteymum á heilsugæslum um allt land og stöðugildum sálfræðinga á heilsugæslustöðvum hefur verið fjölgað úr 14 í 60. Nú þegar kominn er góður grunnur, en næsta skref er að stækka þessi teymi enn frekar. Þannig má tryggja að allir hafi aðgang að nauðsynlegum úrræðum, ekki síst á landsbyggðinni. Geðheilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni stendur frammi fyrir mörgum áskorunum, svo sem skorti á sérfræðingum og fjarlægð milli íbúa og þjónustu. Það er því mikilvægt að viðhalda og efla þjónustuna á þessum svæðum, þar sem það er oft áskorun fyrir íbúa að nálgast aðstoð. Aukin fjárfesting í þjónustu á landsbyggðinni, auk fræðslu og stuðningur, er nauðsynleg til að tryggja að allir í landinu hafi jafnan aðgang að geðheilbrigðisúrræðum. Þetta getur falið í sér fjölgun sérhæfðra geðheilsuteyma sem jafnvel fara á milli svæða eða sveitarfélaga. Mikilvægt er að safna gögnum um notkun geðheilbrigðisþjónustu og áhrif hennar á samfélagið. Þetta mun veita mikilvægar upplýsingar sem hægt er að nýta til að bæta þjónustuna enn frekar. Með því að efla geðheilbrigðisþjónustu, auka aðgengi og byggja upp stuðningsnet fyrir einstaklinga, má ná settu marki um betri geðheilbrigði á Íslandi. Þó að mikilvæg skref hafi verið tekin í rétta átt, þá er enn mikið verk að vinna. Framfarir í geðheilbrigðismálum eru langtímaverkefni sem kallar á samstarf, stefnumótun og skuldbindingu frá öllum aðilum samfélagsins. Höfundur er fyrsti þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun