Andleg heilsa er dauðans alvara Matthías Bragi Ölvisson skrifar 19. nóvember 2024 20:02 Fyrir tveimur árum síðan urðu fjölskylda, nánustu vinir og samfélag í kringum æskuvin minn fyrir skelfilegum atburði. Flestum að óvörum tók hann sitt eigið líf. Sársaukinn sem fráfall hans olli svíður enn, sérstaklega þegar ég hugsa til þess hvað hægt hefði verið að gera til að koma í veg fyrir að hrakandi andleg heilsa hans, sem var flestum falin, myndi taka hann úr lífi okkar allra. Fyrir okkur sem hafa upplifað slíkan sársauka er það ljóst að mikilvægt er að bregðast hratt við vísbendingum um andlega erfiðleika með virkum og áhrifaríkum lausnum. Viðreisn vill tryggja fólki aðgengi að lífsnauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu óháð efnahagi. Árið 2020 náði Viðreisn í gegn frumvarpi sem gaf stjórnvöldum heimild til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sérstakur samningur var gerður 2023 sem gerir sálfræðingum kleift að veita niðurgreidda þjónustu fyrir börn og unglinga með tilteknar geðraskanir, sem og fullorðna með einkenni kvíða og þunglyndis. Viðreisn vil beita sér fyrir auknu fjármagni í málaflokkinn til að jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu snýst ekki bara um að gera hana fjárhagslega aðgengilega heldur snýst hún einnig um það að tekist sé á við andleg veikindi af alvöru. Með niðurgreiðslu verður til áríðandi viðurkenning á mikilvægi þess að bregðast við veikindum sem þögn hefur oft ríkt um. Með niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu vekjum við athygli á alvarleika andlegra veikinda og gerum þeim jafn hátt undir höfði og sýnilegri veikinda. Þörfin er mikil því fólk sem tekst á við andleg veikindi getur upplifað neikvæðar tilfinningar tengt þeim og fundið fyrir þörf á því að leyna sinni raunverulegu líðan. Ef það ástand stendur yfir í lengri tíma getur neikvæðnin yfirtekið líðan viðkomandi með hræðilegum afleiðingum eins og þeim sem æskuvinur minn varð fyrir. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu veldur því að innan kerfis verði andleg veikindi metin til jafns við önnur lífshættuleg veikindi. Með því eru lögð á vogarskálarnar áríðandi skilaboð sem geta bjargað mannslífum. Breytum þessu. Höfundur er í þriðja sæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s. 552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Geðheilbrigði Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum síðan urðu fjölskylda, nánustu vinir og samfélag í kringum æskuvin minn fyrir skelfilegum atburði. Flestum að óvörum tók hann sitt eigið líf. Sársaukinn sem fráfall hans olli svíður enn, sérstaklega þegar ég hugsa til þess hvað hægt hefði verið að gera til að koma í veg fyrir að hrakandi andleg heilsa hans, sem var flestum falin, myndi taka hann úr lífi okkar allra. Fyrir okkur sem hafa upplifað slíkan sársauka er það ljóst að mikilvægt er að bregðast hratt við vísbendingum um andlega erfiðleika með virkum og áhrifaríkum lausnum. Viðreisn vill tryggja fólki aðgengi að lífsnauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu óháð efnahagi. Árið 2020 náði Viðreisn í gegn frumvarpi sem gaf stjórnvöldum heimild til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sérstakur samningur var gerður 2023 sem gerir sálfræðingum kleift að veita niðurgreidda þjónustu fyrir börn og unglinga með tilteknar geðraskanir, sem og fullorðna með einkenni kvíða og þunglyndis. Viðreisn vil beita sér fyrir auknu fjármagni í málaflokkinn til að jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu snýst ekki bara um að gera hana fjárhagslega aðgengilega heldur snýst hún einnig um það að tekist sé á við andleg veikindi af alvöru. Með niðurgreiðslu verður til áríðandi viðurkenning á mikilvægi þess að bregðast við veikindum sem þögn hefur oft ríkt um. Með niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu vekjum við athygli á alvarleika andlegra veikinda og gerum þeim jafn hátt undir höfði og sýnilegri veikinda. Þörfin er mikil því fólk sem tekst á við andleg veikindi getur upplifað neikvæðar tilfinningar tengt þeim og fundið fyrir þörf á því að leyna sinni raunverulegu líðan. Ef það ástand stendur yfir í lengri tíma getur neikvæðnin yfirtekið líðan viðkomandi með hræðilegum afleiðingum eins og þeim sem æskuvinur minn varð fyrir. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu veldur því að innan kerfis verði andleg veikindi metin til jafns við önnur lífshættuleg veikindi. Með því eru lögð á vogarskálarnar áríðandi skilaboð sem geta bjargað mannslífum. Breytum þessu. Höfundur er í þriðja sæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s. 552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s. 552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun